Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.04.1974, Blaðsíða 73
FERDASKRIFSTOFArJ LRVAL Þeir búast við nægri sól á Mallorca hjá Ferðaskrifstof- unni Úrval í sumar, því þang- að ætla þeir að beina öllum sínum hópferðum, alls 17 tals- ins. Ferðir þessar eru ýmist til hálfs mánaðar — eða þriggja vikna dvalar og kostar hálfs- m'ánaðar dvöl lægst krónur 22.500 á hóteli með fæði, en hæsta verð hjá Úrvali er kr. 37,200 fyrir hálfsmánaðar dvöi. Meðan dvalizt er á sólskins- eyjunni gefst þátttakendum kostur á að ferðast um eyj- arnar og einnig er auðvelt að takast á hendur ferðir til meg- inlands Spánar. Þetta er fjórða sumarið sem Úrval starfar og hefur ferða- skrifstofan ætíð lagt aðalá- herzlu á Mallorcaferðir. Ferða- skrifstofan Úrval annast einn- ig alla venjulega ferðaskrif- stofustarfsemi fyrir einstakl- inga og hópa. Sólskinseyjan Mallorca er mörgum íslendingum góðkunn. 17 ferðir verða farnar þangað með Úrvali í s,umar. Ferðaskrifstofa ríkisins er nú flutt í nýtt húsnæði. Hún sér um innanlandsferðir fyrir útlendinga. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISIMS Ferðaskrifstofa ríkisins mun í sumar, eins og undanfarin sumur, annast hópferðir inn- anlands, sem eru aðallega hugsaðar fyrir útlendinga, þó íslendingum sé að sjálfsögðu heimil þátttaka. Á þessu ári mun Ferðaskrifstofan bjóða upp á 7 tegundir hópferða af mismunandi lengdum og gerð- um, og eru ráðgerðar í allt 56 brottfarir á sumrinu frá Reykjavík. Lengstu ferðirnar eru 9 daga ferðir, en í þeim verður ekið frá Reykjavík um Suður- landsundirlendið og haldið til norðurs gegnum Kaldadal og með viðkomu á Akureyri og fjölmörgum' öðrum stöðum á Norður- og Austurlandi, ekið austur á land til Seyðisfjarðar og í Hallormsstaðaskóg, en síð- an flogið til Reykjavíkur frá Egilsstöðum. Fyrirhugað er, að fara 18 sinnum á sumrinu í slíka ferð. Þá býður Ferða- skrifstofan upp á styttri skoð- unarferðir um landið, sem taka 6 daga og þar að auki nokkrar 2ja daga ferðir fyrir FV 4 1974 þröng áhugasvið, svo sem nátt- úruskoðun, fuglaskoðun og jarðfræðiathuganir og einnig svokallaðar „Classical Saga Tours“, en í þeim eru heim- sóttir sögustaðir á Suður- og Suð-Vesturlandi. Ferðaskrifstofa ríkisins hef- ur ekki með höndum neinar skipulegar hópferðir fyrir ís- lendinga til útlanda, en selur farmiða í hópferðir með er- lendum ferðaskrifstofum, m. a. Spies og Unisol, sem eru danskar og brezku ferðaskrif- stofunni Thompsons. Þá selur ferðaskrifstofa ríkisins farmiða vegna erlendra kaupstefna. Ferðaskrifstofa ríkisms ráð- gerir að halda uppi starfsemi í níu Eddufhótelum á sumri komanda. Fyrirtækið hefur nú nýlega flutt starfsemi sína úr Gimli við Lækjargötu í stærra húsnæði að Reykjanes- braut 6. 73 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.