Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 15

Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 15
Unnið að smíði þingpalls á Lögbergi. Þar mun þingfundur fara fram. Lengi a til vinstri er göngubrú yfir Öxará. Alþingis, og ekki má gleyma hringveginum, sem gjörbreytir öllum samgöngum 'á íslandi, en hann var formlega tek- inn í notkun 14. júlí. Gef in verða út öll 'handrit Land- námabókar, sem eru alls sex, og verða þau ljósprentuð. Það er stofnun Árna Magnússonar sem sér um verkið í samvinnu við þjóðhátíðarnefnd. Útgáfa íslandssögunnar er stórt fram- kvæmdaatriði í sambandi við 1100 ára afmælið. Við höfum aldrei^ átt stóra samfellda út- gáfu íslandssögunnar í líkingu við það, sem gerist hjá öðru*»' þjóðum. Sigurður Líndal, prófessor, ritstýrir verkinu og einir 24 höfundar leggja fram sinn skerf til verksins. — Þið hafið auglýst mikið sölu á minjagripum og peii- ingum? — Það er rétt, við höfum látið gera mjög fallega minja- gripi í tilefni 1100 ára afmæl- isins, þ. á. m. má nefna vegg- skildi eftir tvo íslenzka lista- menn, Sigrúnu Guðjónsdóttur og Einar Hákonarson, auk þess fallega öskubakka. borð- fána, dagatal og margt fleira. Eg vil benda á. að alls konar aðilar hafa einnig gefið út minjagrÍDÍ, en sú starfsemi er ekki á okkar vegum og okkur kemur hún raunverulega ekk- ert við. Á okkar vegum er útgáfan á bronz- og silfurpen- ingum, sem Seðlabankinn ann- ast sölu á. Þessir peningar eru stórir, eða um 7 cm. í þvermál og silfurpeningurinn vegur t. d. 300 grömm. Seðllabankinn gefur svo sjálfur út verðgild- ispeninga, sem verða í tveim- ur verðgildum. úr silfri og gulli. Ég vil einnig minna á fjölþætta minjagripaútgáfu héraða og bæja. — Hvað 'um frímerkin? — Já, ekki má gleyma því, að Póstur og sími gefur út alls ellefu þjóðhátíðarfrímerki og eru allmörg þeirra þegar komin í sölu. Ég held, að flest- allir séu sammála um að þau séu ein'hver fallegustu frí- merki, sem hér hafa verið gef- in út. að öðrum frímerkjum ó- löstuðum. — Þið eruð með nokkrar sýningar á prjónunum? — Já, þar má fyrst nefna sérstaka sögusýningu að Kjar- valsstöðum í haust. í júlí og ágúst verður þróunarsýning atvinnuveganna í Laugardaln- um, „Þróun ’74“, sem verður stórmerk sýning. Þá er uppi áætlun um að sýna kvikmynd um allt land sem fjallar um forna þjóðhætti, en Sunnlend- ingar voru búnir að láta gera stóran hluta myndarinnar, til þess að bjarga vitneskjunni um ákveðna atvinnuhætti, sem voru um það bil að hverfa eða eru horfnir úr þjóðlífinu. Verið er að vinna að undir- búningi sjóminjasafns í Hafn- arfirði og byggingu sögualdar- bæjar að Skeljastöðum í Þjórs- árdal. Bæði verkefnin eru mjög mikilvæg. Má segja, að við ættum nú að minnast þriggja höfuðþátta á þessu af- mæli íslenzku þjóðarinnar: Ritlistar með ritun íslands- sögu, byggðarinnar með sögu- aldarbæ og siglinganna með knerri, sem ætti heima í sjó- minjasafninu í Hafnarfirði. En um hann verður ekkert sagt á þessu stigi. Margt fleira er á prjónunum á árinu. — Svo við snúum okkur að hátíðarhöldunum, sem fram fara 'um allt Iand.... — ... þjóðhátíðarárið hófst raunar upp á Akranesi um áramótin, þar sem kveiktir voru landnámseldar að forn- um sið, og síðan hefur mikið verið um þjóðhátíðarhald um land allt. Skólarnir héldu t. d. upp á þjóðhátíðarárið nú í vor með ýmsum hætti og á 17. júní var 1100 ára afmælisins minnst á flestum stöðum í orði eða verki, þar sem há- tíðanhöld fóru á annað borð fram. Hátíðarhöld í beinu til- efni þjóðhátíðar fara fram á 24 stöðum í landinu, en fyrstu hátíðirnar fóru fram 16. og 17. júní sl. og síðustu hátíðirnar verða í Reykjavík 3. — 5. á- gúst og í Vestmannaeyjum dagana 2. — 7. ágúst n. k. . . — Hvað er langt síðan þið hófuð störf í Þjóðhátíðarnefnd 1974? — Það var árið 1966 í valdatíð Bjarna Benediktsson- ar, þáverandi forsætisráðherra, að Alþingi skipaði nefndina, en í henni eiga sæti Matthías Jó- hannessen, formaður, Höskuld- ur Ólafsson, Gils Guðmunds- son, Gíáli Jónsson, Gunnar Eyjólfsson og ég, sem ritari og framkvæmdastjóri nefndarinn- ar. — Að lokum Indriði. Eiga hátíðarhöldin á Þingvöllum 28. júlí n. k. ekki eftir að verða glæsileg í alla staði? — Við gerum okkar bezta til að svo megi verða. Við viljum að hátíðin verði eftir- minnileg öllum, sem til Þing- valla koma. Þetta er fyrsta þjóðhátíðin, sem við hö'ldum á Þingvöllum síðan við urðum lýðveldi. Þetta er fyrsta hátíð- in, sem við höldum án erlends þjóðhöfðingja og án skugga heimsstyrjaldar. Við erum orðnir fullgildir aðilar í sam- félagi þjóðanna og við þurfum sjálfra okkar vegna að halda fullri reisn út á við og gæta virðingar og samstöðu inn á við. Góður dagur á Þingvöll- um á ellefu alda afmæli byggðar í landinu treystir þá vitund okkar, að við séum þjóð mikilla erfða og land stórrar framtíðar. FV 5-6 1974 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.