Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 35

Frjáls verslun - 01.06.1974, Síða 35
Greinar og uiðlöl Samkeppni í lofti Eftir Dr. Guðmund IVIagnússon, prófessor Hlutur hins opinbera er stór í samgöngumálum hér á landi. Vegagerð, hafnarfram- kvæmdir, flugvallargerð og strandferðir eru að mestu á vegum hins opinbera. Hins vegar eru flutningar á landi og í lofti nær eingöngu á ve'gum félaga og einstaklinga. Ef litið er til nágrannaþjóð- anna virðist sem járnbrautir og áætlunarflugfélög séu að mestu leyti í eigu hins opin- bera. Hins vegar er hlutur einkaaðilja stór í leiguflugs- markaðnum. Hér stundar nú eitt flugfé- lag áætlunarflug milli landa og fáir aðiljar starfrækja millilandasiglingar. Þar til ný- verið hefur aðeins eitt flugfé- lag stundað átælunarflug inn- anlands. AF HVERJU EINN EÐA FÁIR. Sagt er, að allir vilji sam- keppni — við aðra en sjálfa sig. Tvískinningurinn í afstöð- unni til samkeppni hefur komiði glöggt í ljós í sam- bandi við deilu Loftleiða og annarra flugfélaga á Norður- Atlantshafsleiðinni. Samtímis því sem íslendingum hefur þótt sjálfsagt, að þeir fengju að keppa á erlendum markaði, hefur ríkisvaldið verndað ís- lenzku flugfélögin fyrir er- lendri og innlendri samkeppni. Nú geta verið gildar ástæð- ur fyrir því, að takmarka þurfi flugrekstrarleyfi og að einingar þurfi að vera tiltölu- lega stórar til að bera sig. Kemur 'hér bæði til hag- kvæmni stórrekstrar og fjár- magnsfrek uppbygging véla- kosts og endurnýjun hans. Nauðsyn getur borið til að koma í veg fyrir offjárfest- ingu og tvíverknáð. En ekki er nema von að sourt sé, af hverju meina á einkaaðiljum að verja eigin fé til flugreksturs, ef þeir lúta tilteknum leikreglum. Enda er slíkt nú leyft hér á landi í ríkara mæli en áður. Flugfé- lagið Vængir starfrækir áætl- unarflug til ýmissa staða á landinu og Ferðaskrifstofan Sunna hefur flugrekstrarleyfi. ERLEND SAMKEPPNI f LEIGUFLUGI. Eins og kunnugt er, hafa dómstólarnir enn ekki tekið afstöðu í máli Sunnu gegn fiármálaráðherra og sam- göngumálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, en Sunna höfðaði mál gegn þessum aðiljum vegna boðunar um sviftingu flugrekstrarleyfis á sínum tíma. Stefndi vill hins vegar meina, að um brot á flugleyf- inu hafi verið að ræða. Hvað sem rétt verður talið í því máli, haggast ekki sú stað- reynd að hérlendum yfirvöld- um var ekki stætt á því að svnia erlendum aðiljum um þá flutninga, sem deilt var um. SAMKEPPNI HOLL í LOFTI SEM ANNARS STAÐAR. Þeirri staðhæfingu verður ekki kyngt, að samkeppni í lofti sé skaðlegri en á láði. Þannig veita leiguflugfélög starfsfélögum sínum í áætlun- arflugi aðhald með því að bióða lægra verð með eldri véium eða ferðum með öðru sniði. Markaðurinn er sam- settur af margs konar kauo- endahópum, sem hafa mis- miklar tekjur, eru mismikið að flýta sér og líta gæði mis- iöfnum augum. Meðan einn vill vera á undan klukkunni milli tímabelta, kýs annar að fá sér lúr til að vakna að morgní á áfangastað. Ef flugfélap fengi að haga vélakauoum sínum og verði að vild í skjóli einkaleyfis, er hætt við, að það þýði endur- nýjun vélakosts á röngum tíma og þar af leiðandi dýrari rekstur og dýrari ferðir fyrir almenning til lengdar. ÚTVÍKKUN STARSEMINNAR Ekki er óalgengt, að fram- leiðslufyrirtæki yfirtaki sölu á vöru eða hefji framleiðslu á millistigsafurðum. Það er því að ýmsu leyti eðlilegt, að flug- félag íhugi að hefja rekstur ferðaskrifstofu, hótels o. fl. Sömuleiðis kann ferðaskrif- stofa að telja hagkvæmt — miðað við tiltekin umsvif — að hefja eigin útgerð flug- véla. Einnig geta markaðsað- stæður beinlínis knúið fyrir- tæki til að færa út kvíarnar til að þurfa ekki að vera um of upp á einkasala komið. Á hinn bóginn er til þess að líta, að sé afrakstur fyrirtæk- is að miklu leyti til kominn í skjóli einkasölunnar, verður að teljast hæpið, að það eigi að fá að ráðskast með hann að vild og kaupa upp fyrirtæki á öðrum sviðum. Á sviði flugrekstrar hafa stóru flugfélögin tvö nú sam- einast. Eimskip á stóran hlut í fyrirtækinu og rekur ferða- skrifstofu. Félagið á hótel og bílaleigu. Auk þess er útvíkk- un starfseminnar í hótelmál- um og ferðaskrifstofurekstri á döfinni. Þessi samsteypa er sennilega næst Sambandi íslenzkra samvinnufélaga að veltu. (Sala sjávarafurða á erlendum markaði og þar með sjávarútvegsdeild Sambands- ins og Sölumiðstöð 'hraðfrysti- húsanna sleppt.) LEIKREGLUR SKORTIR. Þeir sem eru málsvarar frjálsrar samkeppni, ættu jafnframt að beita sér fyrir því, að settar verði samkeppn- isreglur. Þetta er vandasamt verk, en vart fer á milli mála, FV 5-6 1974 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.