Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 25

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 25
málverka og höggmynda, þar á meðal Austurlandalist, sem er alláberandi hluti þess. Hitt kemur þó meir á óvart, hvað þarna er mikið af verk- um frönsku impressjónistanna og fullyrt er, að þetta safn í Chicago eigi fleiri myndir eftir þá en Louvre í París. Að komast yfir þetta er allt nokkuð. Enginn ætlar sér að verða hungurmorða í safnhús- um og því er vel við hæfi að benda á afbragðsfjölbreytni í matargerð í veitingahúsum borgarinnar, sem eru um 5000 talsins, þar af 700 í miðborg- inni, á svæðinu, sem hedma- menn kalla „the Loop“. Það má fá ágætan kvöldmat fyrir tvo til þrjá dollara og allt upp í 50.00, ef því er að skipta. Allir ættu að reyna einhvern af fremstu veitinga- stöðum Chicago og hafa hug- fast, að hvergi eru betri nautasteikur á boðstólum. LÍFLEGAR SKEMMTANIR. Andinn frá árunum milli ‘20 og ‘30 svífur enn yfir vötn- unum, þegar komið er á skemmtistaðina. Þeir, sem kjósa helzt að tyggja og kyngja matnum í takt við dill- andi dansmúsik þurfa engu að kvíða. Skemmtanalífið er hvað fjölbreytilegast í Rush Street með sínum ótal nætur- klúbbum og vínstofum, baðað í marglitum neonljósum. Vilji menn á annað borð skemmta sér er ekki úr vegi að líta við í Rush Street og hafa tímaáætlunina galopna. Mismunandi byggingarstíll. Annars vegar skrautlegt hof Bahai- manna í útjaðri Chicago, hins vegar sviplitlir en risamiklir skýjakljúfar í miðborginni. í Chicago eru þrjár úr flokki fimm hæstu bygg inga í heimi. FV 9 1974 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.