Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 50

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 50
stjórn fjárfestingarmála og lánveitingar skv. lögum þess- um. Stofnunin starfar í þremur deildum: hagrannsóknadeild (innskot: sbr. þó áður), áætl- anadeild og lánadeild. Fram- kvæmdastofnun ríkisins heyr- ir undir ríkisstjórnina. Áætlanadeild gerir áætlanir um uppbyggingu og þróun mikilvægustu atvinnugreina og um heildarþróun atvinnu- lífsins. Deildin gerir áætlanir um þróun byggða og atvinnu- lífs víðs vegar um land, með það fyrir augum að skapa landsmönnum öllum fulla at- vinnu og eðlileg lífsskilyrði og stuðla að heilbrigðri byggða- þróun. Deildin annast áætlan- ir fyrir ráðuneyti og opin- berar stofnanir um fram- kvæmdir ríkisins og aðrar op- inberar framkvæmdir, eftir því sem um semst. Lánadeild vinnur að því að samræma útlán allra opin- berra stofnlánasjóða og að skipuleggja fjármagnsöflun til framkvæmda með sérstöku til- liti til þeirra framkvæmda, sem forgang þurfa að hafa samkvæmt áætlunum stofnun- arinnar. Hún fylgist með fjár- hag opinberra fjárfestingar- sjóða og gerir tillögur um fjáröflun til þeirra, eftir því sem þörf krefur.“ ÞJÓÐHAGSSTOFNUN. Lög um Þjóðhagsstofnun (og breyting á lögum um Fram- kvæmdastofnun ríkisins) eru frá maí 1974.) í 1. grein segir, að hún skuli „fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum og vera ríkis- stjórn og Alþingi til ráðuneyt- is í efnahagsmálum.“ Hún heyrir undir forsætis- ráðherra. Meðal verkefna hennar eru þessi skv. 2. gr. laganna: „1) Að færa þjóðhagsreikn- inga. 2) Að semja þjóðhagsspár og áætlanir. 3) Að semja og birta opin- berlega tvisvar á ári, vor og haust, yfirlitsskýrslur um þró- un þjóðarbúskaparins og horf- ur í þeim efnum, þar á meðal um framleiðslu, neyslu, fjár- festingu, viðskipta- og greiðslu- jöfnuð, verðlag og kaupgjald, atvinnu og tekjur almennings, afkomu atvinnuvega og fjár- mál hins opinbera. Auk þess skal stofnunin koma niðurstöð- um athugana sinna á einstök- um þáttum efnahagsmála fyrir almennings sjónir, eftir því sem kostur er. 4) Að annast hagfræðilegar athuganir og skýrslugerð um efnahagsmál fyrir ríkisstjórn- ina og alþjóðastofnanir á sviði efna'hagsmála, eftir því sem ríkisstjórnin ákveður, og fyrir Seðlabanka íslands og Framkvæmdastofnun ríkisins, eftir því sem um semst. 5) Að láta alþingismönnum og nefndum Alþingis í té upp- lýsingar og skýrslur um efna- hagsmál. 6) Að veita aðilum vinnu- markaðarins upplýsingar um efnahagsmál og annast fyrir þá hagfræðilegar athuganir, eftir því sem um semst.“ FULLKOMIN SKIPTING STARFA EÐA SKÖRUN. Að sjálfsögðu grípa stofnan- irnar talsvert inn á svið hverr- ar annarrar og þurfa að hafa mikil innbyrðis samskipti. Sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að segja að þær séu að vinna sama verkið. Ó- hætt er þó að fullyrða, að mjög lítið er um að svo sé og dæmi um slíkt eru áreiðanlega þekktari frá fyrri tíð hér á landi. Einnig er á það að líta, að ekki er hollt að einstakar stofnanir „eigni sér“ tiltekin verkefni. Samkeppni í hófi er holl á þessu sviði sem öðrum. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Eina íþróttabíað landsins. Fjallar um íþróttir og átilíf. Áskriftasímar 82300 — 82302 50 FV 9 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.