Frjáls verslun - 01.09.1974, Qupperneq 63
Sauðárkrókur
Þó að Sauðárkrókur hafi fengið að kenna á atvinnuleysinu á sín'um tíma, þá var ástandið
aldrei eins alvarlegt og á Siglufirði. Sauðárkrókur er mikill uppgangsbær og hefur jafnan verið.
Byggist það ef til vill fyrst og fremst á því, að þótt eitthvað hafi brugðist til sjávar, eins
og síldin hjá Siglfirðingum, þá stóð hin blómjega sveit í Skagafirði ávallt fyrir sínu, en Sauð-
árkrókur byggðist fyrst og fremst sem þjónu stumiðstöð fyrir sveitirnar í kring.
Á Sauðárkróki hafa hægfara breytingar átt sér stað, fólki hefur jafnan fjölgað nokkuð og at-
vinn'ulíf smám saman orðið fjölbreyttara. Á Siglufirði hafa hins vegar orðið miklar svipt-
ingar, svo sem rakið er annars staðar í blaðinu.
Adólf Björnsson, rafveitustjóri:
Húsnæði vantar tilfinnanlega
Til að fá upplýsingar um
Sauðárkróki, sneri F.V. sér til
Adolfs Björnssonar, rafveitu-
stjóra, en hann er jafnframt
fréttaritari sjónvarpsins á
staðnum. F.V. spurði Adolf
fyrst um raforkumálin.
—• Rafveita Sauðárkróks
kaupir raforkuna af ríkinu og
selur svo aftur til notenda og
sér um dreifinguna, sagði Ad-
olf. — Er Sauðárkrókur að
þessu leyti verr settur en
Siglufjörður, sem á og rekur
eigin virkjun og selur orku til
ríkisins. Við höfum þó slopp-
ið undanfarna vetur við telj-
andi vandræði vegna raf-
magnsskömmtunar. Rafmagn
fáum við úr Gönguskarðsár-
virkjun við Sauðárkrók og
Laxárvatnsvirkjun við
Blönduós, auk þess sem lína
liggur til Akureyrar.
F.V.: — Hvað búa margir á
Sauðárkróki og hver hefur
þróunin verið undanfarin ár?
— Við síðasta manntal 1.
desember 1973 voru hér 1750
manns og hafði það árið fjölg-
að um 81. Hér hefur nær allt-
af verið fólksfjölgun. Bæði
flytur fólkið úr sveitunum í
'bæinn og síðustu árin hefur
fólkið flutt hingað af höfuð-
borgarsvæðinu. Unga fólkið er
hætt að yfirgefa bæinn, enda
er hér næg atvinna fyrir alla,
og hefur sjávarútvegurinn
haft þar mikil áhrif hin síðari
ár.
F.V.: — Hvað með aðrar at-
vinnugreinar?
— Hér er verulegur iðnaður
og helzti framleiðsluiðnaður-
inn, fyrir utan fiskiðnað og
mjólkuriðnað, er frá sútunar-
verksmiðju, sem er önnur
stærsta á landinu. Sokkaverk-
smiðja hefur verið starfrækt
hér til skamms tíma, og Tré-
smiðjan Borg framleiðir hús-
gögn, innréttingar og annað.
Hér eru á annað hundrað
menntaðdr iðnaðarmenn og iðn-
greinar munu vera öðru hvoru
megin við 20. Verzlun og önn-
ur þjónusta er ennfremur stór
liður í atvinnulífi staðarins,
og eru verzlanir óvenjumarg-
ar hér í bæ.
F.V.: — Er nægilegt vinnu-
afl og hvernig standa húsnæð-
ismálin?
— Á allra síðustu tímum
hefur verið hér vöntun á fólki
og hér vantar tilfinnanlega
FV 9 1974
63