Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 59
Séð til Bolungarvíkur í sfuniarblíðu. fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. á staðnum, er stærsti hlut- hafi í báðum. Vonaðist bæjar- stjóri til að stjórnvöld sæju nauðsyn þess að bæta aðstöðr una fyrir þessi skip í heima- höfn. GATNAGERÐABÁÆTLUN. Heildaráætlun um varan- lega gatnagerð í Bolungarvík ‘hefur nýlega verið gerð og miðað við hana er gert ráði fyr- ir að það muni kosta um 98 milljónir að fullgera þá tæpa sjö kílómetra gatna, sem eru í bænum. Unnið var sam- kvæmt þessari áætlun í sumar, lagt á aðalgötuna og tengigöt- ur við Hafnargötuna. Bolung- arvíkurkaupstaður er aðili að Átaki S. T. Á., sem er sam- starfsfélag sveitarfélaga á Vestf jörðum um varanlega gatnagerð. Helsta bygging á vegum bæjarins nú, er bygging sund- laugar, se-m byrjað var á 1971 og er mikið mannvirki. Fram- kvæmdin er mjög kostnaðar- söm að sögn bæjarstjóra, en hann vonast þó til að 'hún komist í gagnið á næsta ári. Fyrsta kolahitaða sundlaugin á landinu var byggð í Bolungar- vík 1929, en hún var orðin úr- elt og of dýr í rekstri. Á síðasta ári var byrjað á í- búðum skv. lögum um leigu- íbúðir og er búið að semja um níu þannig auk þriggja íbúða á vegum verkamannabústaða, og verða sex íbúðir væntan- lega tilbúnar á þessu ári. Bú- ið er að sækja um að fá að byggja fleiri íbúðir skv. þess- um lögum. Til skamms tíma voru aðeins byggð einbýlishús í bænum, eða þar til Jón Frið- geir Einarsson, byggingaverk- taki, fór að byggja fjórbýlis- hús með söluíbúðum, en hann byggir einnig einbýlishús og önnur hús fjrrir staðarmenn. Ekki má svo skilja við bygg- ingaframkvæmdir í Bolungar- vik að ekki sé minnst á ráð- hús staðarins, sem er nýrisið og tekið í notkun að verulegu leyti. Fyrir frumkvæði sveitar- stjórnar Hólshrepps náðist Óshiíðar- vegurinn Óshlíðarvegurinn, sem opnað- ur var milli Bolungarvíkur og Hnífsdals árið 1950, er eina samgönguleið Bolvíkinga á landi, en ýmsir erfiðleikar eru þó með þessa leið vegna ofan- falla úr hlíðunum fyrir ofan veginn. Hefur þess verið óskað að Vegagerð ríkisins kanni möguleika á að yfirbyggja verstu kaflana, svo ofanföllin fari þá fram af þökunum og vegurinn teppist ekki, því við núverandi ástand búa Bolvík- ingar við öryggisleysi í sam- göngum. samstaða við Sparisjóð Bol- ungarvíkur og ríkið um að ráðast í bygginguna, enda voru sparisjóðurinn, lögreglu- stjóraembættið og hreppsskrif- stofurnar öll í húsnæðisvand- ræðum. Sparisjóðurinn og bæj- arskrifstofurnar eru núna þar til húsa, slökkvistöð er í tengi- byggingu og bæjarfógeti mun væntanlega flytja inn í húsið á næstunni. Auk þess fær lög- regla þar sitt athafnapláss og fangageymslur. KAUPSTAÐARRÉTTINDI í FYRRA. Vegna byggðarröskunar, sem átt hefur sér stað á Vest- fjörðum, og þá sérstaklega í Norður-ísafjarðarsýslu, þótti fyrir nokkru óhjákvæmilegt að taka til athugunar hvort ekki væri eðlilegt að Bolungar- vík yrði sérstakur kaupstaður, enda voru íbúar Bolungarvík- ur um % af íbúafjölda sýsl- unnar, sem taldist óeðlilegt. Að könnun lokinni veitti Ál- þingi Bolungarvík svo kaup- staðarréttndi í fyrra. Bæjar- stjóri taldi ýmsa kosti þessu samfara, svo sem að fleiri málaflokkar flyttust á staðinn, til hagræðis fyrir íbúana og benti t. d. á fógetaembættið. Er Bolungarvík einn af 5 yngstu kaupstöðum á landinu, en þeir fengu allir kaupstaðar- réttindi samtímis. FV 1 1975 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.