Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 28
lækka á næturnar undir venju-
legum kringumstæðum.
Sérfræðingarnir segja, að
andleg geta og almenn hæfni
sé minni yfir nóttina, en tölu-
lega var ekki hægt að sýna
fram á minni framleiðni í næt-
urvinnu. Hitt er þó greinilegt,
að slysatíðnin er meiri þá en á
daginn. Á það er bent, að flest'r
vaktavinnumenn eyði meira en
hálfri ævinni í kerfi, sem ekki
semur sig að háttum samfélags-
ins í kringum þá. Höfundar
skýrslunnar hvetja t>l þess, að
meiri gaumur verði gefinn en
áður að þessu óeðlilega ástandi.
Sums staðar hefur þó lifnað-
arháttum heilla byggðarlaga
verið breytt nokkuð til að koma
til móts við þarf'r vaktavinnu-
manna. Þess háttar ráðstafanir
eru þó af mjög skornum
skammti, þegar þess er gætt, að
30% handverksmanna í brezk-
um framleiðsluiðnaði vinna á
vöktum, eins og fram kemur í
skýrslunni.
Næturvaktirnar eru verstar.
Það eru ekki bara erf'ðar heim-
ilisástæður, sem skapast af því
að eiginmaðurinn er að vinna á
nóttunni á meðan fjölskyldan
lifir ,,eðlilegu“ lífi og starfar
yf'r hábjartan daginn. Vanda-
málin er einnig að finna í
tengslum við sjálfa vinnuna.
Mötuneyti starfa ekki nema að
takmörkuðu leyti og slysahjálp
er stórum minni en á daginn.
Þá eru samgönguerf'ðleikar
líka fyrir hendi.
Ungir og ókvæntir menn
kvarta sárast undan óþægileg-
um hömlum, sem vaktavinnan
hefur á félagslíf þeirra og kem-
ur þetta reyndar bezt fram í
tíðum fjarvistum þeirra frá
vinnu.
Stór hluti vaktavinnumanna
á Bretlandi eru menn, sem eru
að „koma undir sig fótunum".
Dæmigerður vaktavinnumaður
í bílaiðnaðinum er kvæntur,
30 - 45 ára, skuldum vafinn og
vinnur á vöktum ,,bara vegna
peninganna.“
MINNI FJARVISTIR EN Á
MEGINLANDINU
E'nn meginmunurinn á starfs-
manni í brezka bílaiðnaðinum
og starfsbróður hans á megin-
landinu er sá að hinn brezki
stundar starf sitt lengur og er
sjaldnar fjarverandi. í skýrsl-
unni kemur fram, að há tíðni
fjarvista og m'kil velta á vinnu-
markaðinum á meginlandinu
eigi að nokkru leyti rót sína að
rekja til þess hve margar
stærstu bílaverksmiðjurnar
hafa bráðabirgðastarfskraft í
þjónustu sinni, útlend'nga og
unga menn með fátt skyldulið.
Aftur á móti er meiri stöðug-
leiki í starfsmannahaldi brezku
verksmiðjanna og fjarvistir eru
aðe'ns 5 - 7 % af heildarvinnu-
tíma.
Þar sem skýrslan fjallar um
aukna áherzlu sem nú er lögð á
vaktavinnukerfið, benda höf-
undar á að um leið og ætlast sé
til meiri arðsemi fyrirtækjanna,
hafi starfsmennirnir líka sett
fram kröfur um styttri vinnu-
viku og lengra orlof. Nú er
verið að gera tillögur um breytt
fyrirkomulag vaktavinnunnar
svo að komið verði að nokkru
leyti til móts við hagsmuni
beggja aðila. Sumir forstöðu-
menn fyrirtækja og leiðtogar
verkalýðsfélaga í bílaiðnað-
inum hafa velt því fyrir sér,
hvort of mikil áherzla sé lögð á
hærra kaup fyrir vaktavinnu-
menn. Margir telja breytingar,
er fælu í sér aukin hlunnindi
fyrir vaktavinnu til vexoilegra
bóta. Hugmyndir eru uppi um
lækkaðan eftirlaunaaldur, sér-
stök sjúkragjöld, styttri vaktir
og breytilegri hlé á vinnunni.
Byggingafélagið Brúnás hf.
EGILSSTÖÐUM
Skrifstofan, sínii 1302 Framkv.stj., sírni 1340
ÖNNUMST HVERSKONAR BYGGINGARFRAMKVÆMDIR OG AÐRA
VERKLEGA ÞJÓNUSTU.
REKUM TRÉSMIÐAVERKSTÆÐI.
Framleiðum og flytjum inn TVÖFALT EINANGRUNARGLER.
Aðalumboð fyrir MÁLNINGU H.F.
Seljum allar framleiðsluvörur verksmiðjunnar, ]xar á meðal úti og inni, í
tónalitum. Ennfremur umboð fyrir iSPAN-einangrunargler.
FRAMLEIÐUM H ARÐ VIÐ ARHURÐIR OG ÞILJUR. SELJUM OG Utvegum allskonar BYGGINGARVÖRUR. LEIGJUM STEYPUBIFREIÐAR OG VINNUVÉLAR.
28
FV 2 1975