Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 45
og 8.200 ki\ með gistingu á
Hótel Sögu. Innifaldar eru
flugferðir fram og aftur, gist-
ing í þrjár nætur og morgun-
verður af hlaðborði. Frá Ak-
ureyri kostar ferð með gist-
ingu í tvær nætur kr. 6250 á
Esju, 6600 á Holti og 7.300 í
Sögu. Fyrir Vestmannaeying?
myndi dæmið líta þannig ú’.
miðað við tveggja nótta gist-
ingu: Esja kr. 4.960, Holt kr.
5.400 og Saga kr. 6.000. Skrif
stofur Flugfélagsins sjá um að
panta bílaleigubíla, útvega
leikhúsmiða eða annast annan
undirbúning ánægjulegrar
helgarferðar til Reykjavíkur.
Annars gilda þessu til við-
bótar sérstök fargjöld fyrir
Tækifæri til að fara á skíði eru
næg norðanlands og vestan.
Norðurland, er ekki síður tign-
arlegt á veturna en á sumrin
eins og myndin hér hægra
megin sýnir.
10-25 manna hópi úti á landi,
saumaklúbba eða aðra félags-
hópa, sem vilja fara til R.-
víkur í leikhús eða stunda
aðra menningarneyzlu í land-
námi Ingólfs. Gilda þau frá
öllum stöðum, sem Flugfélag
íslands flýgur til, alla daga
vikunnar, en lágmarksdvöl er
tvær nætur. Fargjald þetta er
t. d. 2.860 kr. frá Patreksfirði
en venjulegt fargjald á þeirri
leið er 4.760, frá Akureyri
3.420 og Vestmannaeyjum
2.330, — í öllum tilvikum báð-
ar leiðir og 50% afsláttur er
veittur börnum upp að 12 ára
aldri eins og í hinum tilvikun-
um.
KYNNISFERÐIR
SKÓLAFÓLKS.
í vetur hefur það nýmæli
verið tekið upp af hálfu
menntamálaráðuneytisins í
samvinnu við Flugfélag ís-
lands, að börnum úr 12 ára
bekkjum skóla í afskekktum
landshlutum hefur verið boðið
til nokkurra daga dvalar í
Reykjavík og til kynnisferða í
söfn og helztu stofnanir. í
vetur hafa börn frá Patreks-
firði, Norður-Þingeyjarsýslu og
Neskaupstað notið góðs af
þessari tilraun og voru 32-42
í hverjum hóp. Er fyrirhugað
að halda þessari starfsemi á-
fram.
Öll þessi dæmi sýna, að
kynnis- og skemmtiferðir ís-
lendinga innanlands yfir vetr-
armánuðina eru veruleiki, sem
Flugfélag íslands reynir að
gera að almenningseign með
lágum sérfargjöldum.
FV 2 1975
45