Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 71
Grindavík
Reiknað með tvöföldun
íbúatölu á 20 árum
Rætt við Eirík Alexandersson, bæjarstjóra um nýtt aðalskipulag
„Við vorum eiginlega famir að syndga ,upp á náðina og farnir að deiliskipuleggja hverfi utan ramma
heildarskipulagsins frá 1964, sem er fylltur og vel það. Því var nýtt lieildarskipulag orðið mjög
aðkallandi og er vinnsla þess alveg á lokastigi þannig að það verður væntanlega samþykkt í vor
eða sumar, eða þegar búið verður að fella lítilsháttar breytingar inn í það. Það skip.ulag nær til árs-
ins 1994 og er reiknað með að íbúafjöldinn í Grindavík tvöfaldist á tímabilinu til þeirra marka.“
Þetta sagði Eiríkur Alex-
andersson, bæjarstjóri í Grinda-
vík, í viðtali við FV, en Grinda-
vík öðlaðist kaupstaðarréttindi
í fyrra og búa þar nú um 1600
manns.
Skipulag þetta er um leið
nokkurs konar spá, sem gerir
ráð fyrir um 5% fjölgun á ári
að meðaltali fram til 1994, en
þess má geta að ’73 til ’74 komst
fjölgunin upp í 10%, og sagði
Eiríkur að nokkurrar óvissu
gætti um þróun staðarins er
litið væri t.d. til hins nýja og
góða vegar þangað, stórbættrar
hafnaraðstöðu, og geysimikils
jarðhita í næsta nágrenni, sem
gæfi möguleika langt umfram
jarðvarmahúshitun í bænum,
en skipulagið verður endurskoð-
að á fimm ára fresti.
ENDURBÆTUR Á HÖFNINNI
Ein aðalforsenda aðalskipu-
lagstillögunar eru hinar miklu
endurbætur á höfninni, sem eru
langt komnar og gerbreyta allri
aðstöðu þar. Má af þeim sökum,
og vegna hinnar heppilegu legu
Grindavíkur til fiskimiða, gera
ráð fyrir mjög örri fólksfjölgun
í bænum á næstu 5-10 árum,
jafnvel tvöföldun íbúafjöldans
á 12 til 15 árum, eins og raunin
hefur orðið á tímabilinu frá
1960 til 1974.
Eins og tillagan liggur nú
fyrir, gerir hún ráð fyrir að um
það bil 23 hektarar verði nýttir
undir einbýlis-og raðhús, sem
svarar til um 350 íbúðum, en á
tæpum fimm hektörum er gert
ráð fyrir 180 íbúðum í þriggja
hæða fjölbýlishúsum. Samtals
gerir skipulagstillagan því ráð
fyrir um 530 nýjum íbúðum.
Miðað við 4 manna fjölskyldu-
stærð, svarar þetta til 2120
íbúa, og yrðu þá íbúar Grinda-
víkur samtals 3700. Meirihluti
landsins innan nýja skipulags-
rammans, er i eigu kaupstaðar-
ins, ríkið á hluta, sem upphaf-
lega átti að nota undir NATO
mannvirki, og svæðið vestan
Víkurbrautar og sunnan Ás-
brautar er í einkaeign.
Það er annar tilgangur skipu-
agsins að skapa skilyrði fyrir
óhindraða þróun viðkomandi
sveitarfélags, en minna máli
skipti hvort tilteknum áfanga
sé náð á tilteknum tíma. í aðal-
skipulaginu er gert ráð fyrir að
höfnin þróist í austurátt, og við
hana eru hugsuð fiskiðnaðar-
svæði og önnur skyld starfsemi.
Um miðbik skipulagssvæðisins
er fyrirhugaður miðbæjar-
kjarni, eða í nágrenni Festi, og
er þar ráð gert fyrir að marg-
breytileg þjónusta einkaaðilla
og hins opinbera fái aðstöðu.
Nú er t.d. mjög lítil verslun í
Grindavík þar er vart verslað
nema með daglegar nauðþurft-
ir, en Grindvíkingar sækja
mikið til Keflavíkur, til meiri-
háttar innkaupa. Þá er þar
enginn hárskeri, svo eitthvað sé
nefnt, en Eiríkur vonaðist til að
úr þessu gæti farið að rætast.
enda gæfi íbúafjöldinn nú
möguleika á fjölbreyttari þjón-
ustustarfsemi en áður hefur
verið. Miðbæjarkjarni þessi
ætti að hafa mikla þróunar-
möguleika, þar sem hann er
hugsaður við aðal innkeyrsluna
í byggðarlagið, þ.e, Víkurbraut,
og enn fremur verður hann
mjög miðsvæðis, þegar fram
líða stundir. Þar er nú kirkja í
byggingu.
FJÖLBÝLISHÚSAHVERFI
Umhverfis miðkjarna er
FV 2 1975
71