Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 7
í siutlii máli f Sameining fjölskyldubóta og skattgreiðslna í frumvarpi um efnahagsráðstafan- ir er m. a. gert ráð fyrir því að fjöl- skyldubætur og ívilnanir vegna barna í skatti verði sameinaðar í einn af- slátt, barnabætur. Ganga þær upp í opinber gjöld ef þau eru hærri en bæturnar, en þær eru greiddar út að því marki sem þær eru hærri en gjöldin. Eru þetla fyrstu tilþrif sem sýnd hafa verið í langan tíma í þá átt að einfalda og spara í ríkisrekstr- inum. Samtímis er skipting barna- bótanna réttlátari en áður. Stefna þarf enn lengra í þá átt að sameina helstu bætur almannatrygginga skattakerfinu og gera þær skatl- friálsar. Óbarfi er að vera að taka úr einum vasanum og borga í hinn, láta skattborgarann hlaupa úr einu horn- inu í annað, eða úr einni stofnun- inni í aðra, auk þess sem fjöldi fólks hefur iðju af þessum millifærsl- um. 0 Bandaríski seðlabankinn á milli tannanna SeÖlabanki Bandaríkjanna hefur verið afar sjálfstæður í meira en hálfa öld. Stefna hans í peningamál- um hefur valdið talsverðum deilum að undanförnu meðal hagfræðinga og stjórnmálamanna. Lítur nú út fyrir, að hann verði sviptur því mikla siálfræði sem hann nú hefur. M. a. er bankanum legið á hálsi fyrir of mikla peningaþenslu 1972 sem hafi valdið verðbólgu 1973 en í því skyni að bæta fyrir fyrri syndir hafi hann dregið of mikið úr peningamagni aö undanförnu og þar meö valdið kreppu ástandi. Það er vandfundið meðalhóf- ið. f þessu sambandi má gela þess, að varðandi vmsar mikilvæaar ákvarð- anir hér á landi þarf samþykki ríkis- stiórnarinnar aö koma til, þannig að tekin eru af tvímæli um hver ber hina endanlegu ábyrgð. 0 Helmingur Dana í vafa Ekki er langt um liðið frá þjóðarat- kvæðagreiðslunni i Danmörku um að- ildina að Efnahagsbandalagi Evrópu. Nýleg skoðanakönnun sýnir að helm- ingur danskra kjósenda vill út úr bandalaginu aftur og talið er nær ör- uggt að þeir muni fylgja Bretum ef þeir fella áframhaldandi aðild að því. Reyndar hafa sósíaldemókratar heit- ið nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu eT Bretar draga sig í hlé. 0 Hurðarás um öxl Ýmsir velta því fyrir sér hvort það sé skynsamleg stefna hjá Bandaríkj- unum og öðrum vestrænum ríkjum að koma upp kerfi sem tryggi lág- marksverð á olíu næstu árin ef til vill með vísitöluákvæðum. Finnst mörg- um það firra að binda olíutunnuna í 7 dölum þegar það kostar 2 sent að framleiða hana þar sem ódýrast er. Önnur lönd eins og Bretland og Nor- egur vilja aö sjálfsögðu fá sem mesl fyrir sína olíu úr Noröursjónum þeg- ar farið verður að vinna hana og hafa því vafasaman hagnað af lág- marksverði á olíu. Enn aðrir benda á að hin mikla hækkun sem orðið hafi á olíu hafi orðið hvatning til að nýta aðra orkugjafa sem sjálfkrafa verði til þess að draga úr eftirspurn eftir olíu og þar með stuðla að því að hún lækki í verði í framfiðinni. Væru þá olíuríkin búin að reisa sér hurðarás um öx. 0 Skák og mát Það vekur allmikla furðu hve skák- ir þær sem landar vorir tefla við góö- an orðstír á alþjóðamótum birtast seint í dagblöðunum. Það er engu líkara en bréfdúfa komi með fréttirn- ar. Miðað við þann mikla áhuga sem hér er á íþróttinni ög þá tækni sem er til staðar kemur þetta spánskt fyr- ir sjónir. J FV 3 1975 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.