Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 9
Flugleiðir h.f. eiga margháttuð viðskipti við útlönd , eins og alkunna er. Félagið selur megin- hlutann af þjónustu sinni í erlendri mynt, borgar sömuleiðis laun og kaiupir þjónustu á erlendri grund. Þess vegna hafa breyting- ar á gengi krónunnar veruleg áhrif á allan rekstur félagsins. Þegar félagið gerði rekstrar- áætlun snemma árs í fyrra, töldu fjármálasér- fræðingar þess óhjá- kvæmilegt að reikna með gengisfellingu, sem yrði örugglega síðla árs. Þetta var í febrúar eða marz og reyndust þeir vísu menn ekki aðeins sannspáir um að gengi krónunnar yrði lækkað heldur gerðu þeir alla útreikninga sína með hliðsjón af að dollarinn yrði skráður á 118 krón- ur og skcikaði þar ekki einni krónu, þegar nýja gengið tók gildi í septem- ber. Uppgjörið milli þing- manna og sjónvarps- manna vegna launa og kjara þeirra fyrrnefndu virðist nú um garð gengið. Áður en blaðamannafund- ur þingfararkaupsnefnd- ar var haldinn hafði illi- lega kastazt í kekki milli forsvarsmanna þing- manna og nokk- urra fréttaskýrenda sjónvarpsins. Sagan segir, að forseti sameinaðs þings hafi beðið um greinargerð frá yfirmönnum sjón- varpsins um greiðslur til sjónvarpsmanna fyrir til- tekin aukaverk eins og umsjón með fréttaskýr- ingaþættinum Kastljós. Mun t.d. hafa komið í ljós, að umsjónarmenn þessa þáttar fá greiddar 20.000 krónur fyrir að stjórna honum en af ein- hverjum ástæðum hættu þingmenn við að gera þessi kjaramál sjónvarps- manna sérstaklega að um- talsefni. Hefði það senni- lega þýtt stórstyrjöld. Þrátt fyrir gengisfell- ingu og spár um almenn- an samdrátt í verzlun og viðskiptum virðist kaup- geta almennings enn vera með bctra móti. Þannig hefur ekki linnt eftir spurn eftir alls konar heimilistækjium og ann- arri verðmeiri vöru. Nokkur óvissa ríkir í bíla- innflutningsmálum en þrátt fyrir stórfelldar verðhækkanir m.a. vegna hækkunar innflutnings- gjalds gcrði sölutregða ekki jafnskjótlega vart við sig og sumir liöfðu búizt við. Þannig hefur t.d. sala hjá Fiat, einu stærsta bílaumboðinu hér- lendis, verið mikil eftir hækkanirnar og þá er ekki bara beðið um ódýr- ustu bíla heldur alveg eins uni þá dýrustu. Mörgum reynist erfitt að átta sig á skipan mjólk- urvinnslu og sölu hér á landi. Nýverið heyrðum við enn eina söguna um hversu furðulegt þetta kerfi er í reynd. Austur í Breiðdal starfar útibú frá Kaupfél- agi Stöðvarfjarðar, sem bændur í dalnum gera viðskipti við. Þeir verða hins vegar að selja alla mjólk til vinnslu hjá Kaupfélagi Berufjarðar á Djúpavogi. Ekki geta þeir Breiðdalsbændur þó fengið unnar mjólkurvör- ur keyptar aftur frá Djúpavogi heldur verða að fá þær frá mjólkurstöð Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, því að Breið- dalur er á sölusvæði þess. Þannig mega bændur í Breiðdal ekki drekka sína eigin mjólk. Eins og fram kom á þingi fyrir nokkru hefur verið unnið að endur- skoðun á starfsemi utan- ríkisþjónustunnar íslen- zku. Hefur sú athugun meðal annars heinst að því, hvernig koma megi við aukinni hagræðingu en bæta líka þjónustuna á vissum sviðum, m.a. með tilliti til viðskiptamál- anna. Talið er sennilegt, að í framhaldi af þessari athugun verði kannaðir möguleikar á að sameina starfsemi utanríkisráðiu- neytisins og viðskipta- ráðuneytis, að svo miklu leyti sem það reynist unnt m.a. til bess að gera sendi- ráð Islands erlendis virk- ari í viðskiptamálum. FV 3 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.