Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 23
Finnar látnir borga sovézkar áróðursmyndir Fyrir nokkru sendi sovézka fréttastofan APN frá sér frétta- skeyti, sem fylgir hér á eftir, en í því má greinilega sjá, hv'ernig -,,vináttusamningar“ Finna og' Rússa eru í fram- kvæmd og hvers eðlis hún er hin svonefnda ,,finlandisering“, sem er tiltölulega nýtt hugtak í umræðum um alþjóðastjórn- mál. Eftirfarandi fréttapistill fjallar aðeins um eitt afmarkað svið ,,samvinnu“ Finna og Rússa, en þó eitt hið mikilvæg- asta, þ.e. sameiginlega gerð fræðsluþátta um Sovétríkin, sem sýna á finnsku sjónvarpi. Er nú svo langt gengið, að Finnar greiða sjálfir kostnað við gerð áróðursmynda um Sovétríkin, sem verið er að þröngva upp á finnska sjónvarpsáhorfendur. Bifreiðastöðin HREYFILL S1MI 8-55-22 • Stærsta bifreiðastöð landsins. TALSTÖÐVABÍLAR • Opin allan sólarhringinn. • Samvinnufélagið HREYFÍLL Fellsmúla 26. Sími 8-55-21 Bifreiðastöðin HREYFILL Sí MI 8-55-22 „MOSKVU (APN) Finnar eru nágrannar Rússa. Þeir vita meira um Sovétríkin en aðrir, og þeir vilja vita enn meira. Hvert er áhugasvið þcirra: S.l. ár sáu þeir sjón- varpskvikmyndirnar „Eins flokks kerfi í Sovétríkjun- um“, „Trúfrelsi í Sovétrík- jun,um“’ og „Saami þjóðin“. Voru þessar kvikmyndir gerðar af APN og finnska ríkisútvarpinu og sjónvarps- samtökunum Yleisradio. Áhugi sjónvarpsáhorfenda á kvikmyndum um Sovétrík- in hvetur þessar tvær stofn- anir til þess að a,uka skap- andi samskipti sín á sviði skipta á upplýsingum. Sendi- nefnd frá Yleisradio dvald- ist í Sovétríkjunum frá 23. febrúar til 2. marz s.I. í boði APN. f henni voru Erik Ratikajnen aðalframkvæm- dastjóri, Pertti Paloheimo forstióri og Hanu Vilponena dsildarstjóri. Seúdinefndin fór til Moskvu og Kisjinev, höfuð- borgar lýðveldisins Molda- víu. Finnarnir þrír kynnt- iust 'þar lýðveldi, sem þeir höfðu ekki þekkt neitt áður, og nú vilja landar þeirra fá að kynnast því. 28. febrúar undirrituðu Ivan Udaltsov, stjórnarfor- maður APN og Erik Rati- kajnen, aðalframkvæmda- stjóri Yleisradio, samning um reglur og tilhögun sam- starf stofnanna. f samningnum er lögð á- hersla á, að APN og Yleis- radio leitist við að koma á gagnkvæm.um tengslum Finnlands og Sovétríkjanna á sviði upplýsingaskipta í anda samningsins frá 1948 um vináttu, samvinnu og gagnkvæma aðstoð ríkjanna, og í fullu samræmi við umr mæli U.K Kekkonen, forseta Finnlands, og N.V Potgomi, forseta Sovétríkjanna, í hinni sameiginlegu yfirlýsingu frá 1973-1974 um mikilvægi og ábyrgð fjölmiðla í sambandi við hagstæða þróun sam- skipta Iandanna tveggja. APN og Yleis- radio munu halda áfram sameiginlegri framleiðslu kvikmynda og gerð sjónvarpsmynda um Sovétríkin. Munu stofnanir skiptast á stjórnendiUin og efna til sameiginlegra um- ræðufunda. 1975 mun sameiginlegur kvikinyndatök.uflokkur APN og Yleisradio gera mynd- irnar „Fjórir staðir á sov- éska landabréfinu“, „Brú yfir landamærin", Sovét- ríkin-Finnland: Samvinna á sviði vísinda og tækni“, „Almenningsíþróttir í Sovét- ríkjunum“, o.m.fl. Yleisradio og APN munu gera Finnum kleift að sjá Sovétríkin eins og þau eru heima fyrir.“ FV 3 1975 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.