Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 39
Greinar og uiðtðl Ríkisstjórnin er raunverulega yfirnefnd verðlagsmála Grein eftir Ólaf Sigurðsson, fréttamann VerðlagsTnál á íslandi eru mörgum ráðgáta, ekki síst vegna þess merkilega uppátækis stjórnvalda að tala um verðstöðviun, á tímum, þegar verðbólgan í landinu nemur 40 til 50 prósentum á ári. í janúar sagði ég frá því í útvarpinu, hvernig stjórn þessara mála væri háttað. Þær upplýsingar komu mörgium á óvart og verða þær því raktar hér að nýju, í nokkru fyllra formi. Fyrir nokkrum árum starfaði á vegum Viðskiptaráðuneytisins nefnd, sem nefndist Verzlunarmálanefnd. Hún gerði athugun á stjórn verðlagsmála og byggjast flestar upplýsingar í þessari grein á athugun henn- ar. VERÐLAGSNEFND OG VERÐLAGSSTJÓRI. Flestum kemur Verðlags- nefnd og Verðilagsstjóri fyrst í hug, þegar rætt er um verð- lagsmál. Samkvæmt athugun- um Verzlunarmálanefndar fjallar Verðlagsnefnd um ná- lægt 40% af þeim vörum, sem seldar eru í matvöruverzlun- um. Verðlagsnefnd ákveður verðlag á íslenzkum fram- leiðsluvörum og þjónustu, sem ekki eru háð sérstökum lög- um, eða heyra undir eitt'hvert ráðuneytanna. Þá heyrir marg- víslegur innflutningur undir verðilagsnefnd, sem ákveður hversu há álagningin má vera. Það er athyglisvert að Verð- lagsnefnd tekur ekki afstöðu til þess hvað erlendar vörur mega kosta og fellst sjálf- krafa á það, ef þær hækka í verði erlendis. Þessu er öðru- vísi farið með íslenzkar vörur. Verðlagsnefnd, sem ákveður gera athugasemdir við útreikn- inga og breyta þeim, ef henni sýnist svo. Sem sé, útlending- arnir vita hvað varan á að kosta, þó að ekki sé hægt að treysta venjulegum íslendingi fyrir að reikna út verð á fram- leiðslu sinni. SEX MANNA NEFND. Eitt áhrifamesta yfirvald verðlagsmála er svokölluð sex manna nefnd, sem fer með verðlagningu á landbúnaðar- vörum. Hún er skipuð af fé- lagsmálaráðherra og fer með verðlagningu á kjöti, mjólk, ís- lenzkum kartöflum, 30 og 45 prósent ostum, og mysuosti. Aðrir ostar eru verðlagðir af Osta- og smjörsölunni. Þá verðleggja Grænmetisverzlun rikisins og Sölufélag garð- yrkjumanna ýmis konar græn- meti, svo sem kál og tómata. NÍU RÁÐUNEYTI TAKA verðAkvarðanir. Níu af ráðuneytunum fara með ákvörðun eða eftirlit verðlags á einhvers konar vöru og þjónustu. Þessar ákvarðanir skipta mjög mismunandi miklu máli. Fyrst má telja dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sem á- kveður stimpilgjöld, sem geta orðið umtalsverðar upphæðir í fasteignaviðskiptum. Þá ákveð- ur ráðuneytið leyfisgjöld, sókn- argjöld, gjaldskrár presta fyrir aukastörf, og gjaldskrár eftir- litsstofnana, svo sem bifreiða- eftirlits og öryggiseftirlits. Félagsmálaráð’uneytið fj allar um mikilvæg verðlagsmál, sem hafa veruleg áhrif á fjár- hag einstaklinga og fyrirtækja. Þar er um að ræða fasteigna- skatta, vatnsskatta, gjaldskrár vatnsveitna, byggingaleyfis- og gatnagerðargjöld, og aðrar gjaldskrár sveitarfélaga. Fjármálaráðuneytið fer með málefni Áfengis- og tóbaks- einkasölu ríkisins og ákveð- ur verð á söluvörum þeirrar stofnunar. Heilbrigðis- og tryggingar ráðuneytið ákveður iðgjöld af tryggingum tryggingafélaga, svo sem bifreiðatryggingum. Þá ákveður ráðuneytið dag- gjöld á sjúkrahúsum og dval- arheimilum, og verð á lyfjum, í samvinnu við nefndir, sem fjalla um þau mál. Iðnaðarráðuneytið fer með gjaldskrár fyrir rafveitur og hitaveitur, sem eru stórir kostnaðarliðir í öllum rekstri heimila eða fyrirtækja. Þá á- kveður ráðuneytið verð á sem- enti og gjaldskrár rannsóknar- stofnana iðnaðarins. Landbúnaðarráðuneytið á- kveður verð á áburði og inn- FV 3 1975 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.