Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 45
lagningu margra iðnfyrirtækja og hann hefur einnigveitt styrki til tækniaðstoðar, sem hefur átt verulegan þátt í að bæta fram- leiðni margra iðngreina. Á sviði framleiðni hefur víða náðst góður árangur og er þar um að ræða óbein áhrif af því aðhaldi, serií aukið viðskipta- frelsi veitir þessum iðngreinum, sem kemur öllum landsmönn- um til góða. Það er fráleitt að tala um fjármagn Iðnþróunarsjóðsins eins og eitthvað ölmusufé. Stofnfé sjóðsins var vaxtalaust lán Norðurlandanna, að upp- hæð 14 milljónir dollara, sem jafngildir nú 2100 milljónum króna og tilgangurinn að greiða fyrir þátttöku íslands í við- skiptasamstarfi íslands við Norðurlöndin og EFTA- löndin öll. Sjóðurinn er einmitt gott dæmi um árangur norræns samstarfs, en minna má á, að viðskiptasamstarf Norðurlanda síðustu 15 árin hefur fyrst og fremst eflzt og þróazt fyrir áhrif frá EFTA-samstarfinu. Kindakjötssamningarnir við Norðurlönd hafa einnig haft þau áhrif, að svo til allur út- flutningur okkar á kindakjöti hefur síðan þeir voru gerðir farið til Norðurlandanna. Þar hefur fengizt um 50% hærra verð fyrir kíndakjötið heldur en á brezka markaðinum, sem var aðalmarkaðurinn fyrir kinda- kjöt, áður en ísland gekk í EFTA. Samkomulagið um tollfrjáls- an innflutning á fiskflökum frá EFTA-löndum í Bretlandi var einnig skilyrði fyrir því, að ísland gæti tekið þátt í EFTA. Má segja, að það hafi haft hag- kvæm áhrif, því að sala okkar á freðfiskflökum til Bretlands jókst verulega frá því, sem var, áður en við gengum í EFTA. Árið 1969 var sala okkar á ferð- fiskflökum til Bretlands rúm- lega 700 tonn en á árunum 1970-72 var sala að meðaltali rúmlega 2000 tonn. f fyrra fór hins vegar að bera á áhrifum frá hækkandi tolli á freðfiskflökum í Bretlandi, eftir að Bretar gengu í Efnahags- bandalagið og þar eð sérsamn- ingur íslands um sjávarafurðir við bandalagið hefur ekki enn tekið gildi. Þannig hefur flaka- útflutningurinn á síðasta ári lækkað niður í tæp 900 tonn, en þá var brezki tollurinn 6%. í ár er tollur á íslenzkum freð- fiskflökum í Bretlandi 9%, en hann hækkar upp í 15%, ef ekki næst samkomulag um, að sérsamningurinn við bandalag- ið taki gildi, en eins og kunn- ugt er hafa Vetur-Þjóðverjar komð í veg fyrir, að svo verði, þar eð ekki hefur verið samið við þá um fiskveiðiréttndi. Sp.: — Hversu stórt mál er það í sjálfu sér fyrir okkur fslendinga að vera áfram í EFTA eins og málum er nú komið? Myndum við missa af einhverju með því að losa um tengslin við þessi samtök? Þ.Á.: — Það er ekki hægt að svara þessari spurningu um, hvort við eigum að vera áfram aðilar að EFTA, án þess að um leið sé tekið tillit til fríverzlun- arsamnings okkar við Efnahags- bandalagið, sem fékkst vegna þátttöku okkar í EFTA. Spurn- ingin er því, hvort við eigum að hætta að taka þátt í fríverzlun- arsamstarfi 15 Evrópuríkja, en viðskipti okkar við þau eru ven- julega um 3/5 hluti heildarut- anríkisviðskipta okkar. Það væri að mínum dómi mikið áfall fyrir viðskipti okk- ar og áfi-amhaldandi iðnþróun landsins, ef sú ákvörðun yrði tekin að hætta þessu samstarfi. Við emm mjög háðir utanríkis- viðskiptum og það er því afar þýðingarmikið að geta yfirleitt selt framleiðsluvörur okkar til allra Vestur-Evrópulanda, án innflutningshafta og tolla og þurfa ekki að sæta þar verri kjörum en helztu keppinautar okkar. Þetta er ekki aðeins þýð- ingarmikið fyrir núverandi framleiðslugreinar okkar held- ur einnig fyrir áframhaldandi uppbyggingu útflutningsiðnað- ar. Afnám tolla á iðnaðarvörum hefur á undanfömum árum stuðlað að auknum útflutningi þeirra til Evrópu, þótt árangur- inn hafi orðið minní en vænta mátti vegna efnahagsástands og aðstæðna innanlands. Sem dæmi um þýðingu toll- frelsisins má nefna rækjuút- flutning okkar til Bretlands. Hann hefur á undanförnum ár- um numið 500 tonnum, en þar eð sérsamningurinn um sjávar- afurðir við Efnahagsbandalagið hefur ekki tekið gildi ennþá, eru Bretar nú smám saman að leggja toll á rækjuna og er hann í ár um 12%, en fer árið 1977 upp í 20%. Er hætta á að brezki markaðurinn fyrir rækju sé að lokast vegna tollsins og það lagist ekki fyrr en sérsamn- ingurinn við EBE tekur gildi, en þá fellur tollurinn strax nið- ur. Sp.: — Bindið þér miklar vonir við eflingu markaða fyrir sjávarafurðir okkar í löndum EBE með gildistöku þessa sér- samnings um sjávarafurðir? Þ.Á.: — Ég tel engan vafa á því, áð afnám og lækkun tolla á sjávarafurðum í Efnahags- bandalagslöndunum muni greiða mjög fyrir sölu á ýmsum sjávarafurðum til þessara landa og gera hana hagstæðari en ver- ið hefur. 15% tollur á freðfiski í bandalaginu hefur staðið í veg- inum fyrir verulegri sölu á þessa markaði. Sölustarfsemi okkar hefur því beinzt fyrst og fremst til Bandaríkjanna með góðum árangri þar til í fyrra, er mikið verðfall varð á þeim markaði. Er ekki vafi á því, að það myndi skapa meira öryggi fyrir fiskframleiðendur, að selt yrði til fleiri markaða heldur en nú er gert. Á meginlandi Evrópu er einnig markaður fyrir þær fisk- tegundir, sem erfiðast er að selja til Bandaríkjanna. Fyrir togaraútgerðina er það einnig þýðingarmikið að geta landað erlendis á vissum tímum árs og losnað við að greiða háa tolla. Þá myndi afnám tolls á kavíar vera mikil lyftistöng fyrir lag- metisiðnaðinn og hefði í för með sér, að í stað þess að flytja út söltuð grásleppuhrogn í tunnum sem hráefni fyrir lag- metisverksmiðjur í Danmörku og Þýzkalandi gætum við flutt FV 3 1975 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.