Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 53
Gjaldeyrissparnaður 850 milljónir 1974 Við setningu kaupstefnunnar fslenzkur fatnaður flutti Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda ræðu. Vék hann m.a. að gildi fataiðnaðarins vegna gjaldeyrisspamaðar hjá þjóð- inni og gjaldeyristekna af útflutningi. Hann gerði einnig grein fyrir helztu hagsmimamálum iðnaðarins eins og þau hafa verið Iögðj fyrir stjómvölcl í landinu. Kafli úr ræðu Davíðs fer hér á eftir: íslenzkur fataiðnaður: „Mikið er nú rætt um nauð- syn þess að spara gjaldeyri, svo og að afla gjaldeyris. fslenskur fataiðnaður gerir hvoru tveggja í ríkum mæli. Útflutningur ullar og skinna- vöruiðnaðarins nam rúmlega 1.200 milljónum króna á síðast liðnu ári og þar sem þær vörur eru einkum unnar úr innlend- um hráefnum er hér um mikla gjaldeyrisöflun að ræða og von- andi verður áframhald á þeirri þróun, að þessi grein útflutn- ings haldi áfrEim að vaxa eins hratt og hingað til. Hvað snertir gjaldeyrissparn- að fataiðnaðarins þá virðist hann vera rúmlega 850 mill- jón krónur á árinu 1974. Að lokum vil ég geta þess til gamans að ef allur fatnaður sem keyptur var á íslandi á ár- inu 1974 hefði verið íslenzk framleiðsla hefðu sparast til viðbótar um 600 milljónir krón- ur. Séu allar þessar tölur lagðar saman kemur út talan 2.650 milljónir, svo að hér er um stór- ar upphæðir að ræða. ÓLEYST VANDAMÁL Þegar ísland gekk í EFTA fyrir fimm árum síðan lofaði þáverandi ríkisstjóm íslands framleiðsluiðnaðinum mörgum mikilvægum breytingum í skattamálum, tollamálum, fjár- málum, tæknimálum, svo og ýmsum öðrum veigamiklum málefnaflokkum, sem framleið- sluiðnaðinn varða og á grund- velli þessara loforða samþykkti framleiðsluiðnaðurinn EFTA aðild. EKKI UNAÐ VIÐ VANEFNDIB Þegar stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda fór yfir loforð rík- isstjómarinnar frá 1960 og efndir þeirra var það mat henn- ar að um svo stórkostlegar van- efndir væri að ræða, að ekki yrði við unað. Því var það að stjórn Félags íslenzkra iðnrek- enda fór þess formlega á leit við núverandi ríkisstjóm í september síðastliðinn að „sótt verði um framlengingu aðlög- unartíma landsins að EFTA og EBE um 36 mánuði“. Þær ástæður, sem stjórn F.Í.I. taldi vera veigamestar til stuðn- ings þessari kröfu voru: 1. Verðstöðvanir þær, sem stað- ið hafa nær óslitið frá 1. nóv 1970 til þessa dags og fram- kvæmd þeirra. 2. Vanefndir EFTA loforðanna. 3. Gengi íslensku krónunnar hefur verið skekkt með til- færslum og styrkjum til þeirra greina atvinnulífsins, sem gengi íslenzku krónunn- ar er einkum miðað við. 4. Um 20% innflutningsskatt- ur er enn lagður á allar vél- ar og tæki framleiðsluiðnað- arins í framhaldi af þessari form- legu málaleitan stjórnar Félags íslenzkra iðnrekenda fóru fram miklar viðræður við ríkisstjórn- ina og lagði stjórn Félags ísl- enzkra iðnrekenda þann 16. desember s.l. fram ítarlegar kröfur framleiðsluiðnaðarins um þær nauðsynlegu aðgerðir, sem framkvæma þyrfti, auk þess að framlengja aðlögunar- tímann um 3 ár. NIÐUBSTÖÐUB VIÐBÆÐNA Niðurstöður þessara viðræðna urðu í stuttu máli þessar: 1. Ríkisstjórnin taldi ekki stætt á því að fara fram á við EFTA og EBE, að fram- kvæmd á samningsbundnum skuldbindingum íslands verði frestað um þrjú ár. 2. Ríkisstjórnin hét því að láta fara fram úttekt á stöðu framleiðsluiðnaðarins og áhrifum EFTA aðildarinnar á hann og mun ríkisstjómin taka endanlega ákvörðun um afstöðu sína til framlenging- ar aðlögutímans á grundvelli þeirrar rannsóknar. Ég vil upplýsa að þessi rannsókn er nú í þann vegin að hefjast. 3. Ríkisstjórnin lofaði að beita sér fyrir því, að aðeins yrði greiddur helmingur sölu- skatts í tolli af vélum og tækjum framleiðsluiðnaðar- ins frá áramótum 1975. 4. Ríkisstjórnin lýsti yfir að það væri eitt af grundvallar- stefnumálum hennar að ald- rei yrði gripið til neinna að- gerða er skekktu gengisskrá- ninguna og að leiðrétt mundu þau atriði í efnahags- kerfinu, sem nú raska rétt- um grunni gengisins. Flestar aðrar kröfur stjórnar F.Í.I. voru sagðar í athugun. Þannig standa þessi mál nú á fimm ára afmæli EFTA samn- ingsins og treysti ég mér ekki til að segja hver leikslok verða í þeirri baráttu, sem við heyj- um fyrir áframhaldandi tilveru íslenzks framleiðsluiðnaðar. Ég vil nota þetta tækifæri til að minna ráðamenn þjóðarinn- ar á að atvinnuöryggi þeirra 10.500 manna og kvenna sem nú starfa við framleiðsluiðnað- inn er undir því komið að fram- kvæmdar verði tillögur stjórn- ar Félags íslenzkra iðnrekenda frá 16. desember s.I., en þær tillögur miða allar að því að það verði gert mögulegt að starfrækja hér á landi fram- leiðsluiðnað í fullri og opinni samkeppni við þróuðustu iðn- ríki veraldar“ FV 3 1975 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.