Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.03.1975, Blaðsíða 61
er algerlega óupplýstur, ólæs og óskrifandi. Svo er ástatt um 700-8D0 milljónir fullorðinna í heiminum. í sumum löndum eru 85% þessa hóps konur, og þær annast uppeldi og menntun æsku þessara landa. Landbún- aðarframleiðsla margra þróun- arlanda byggist á vinnuafli þessa sama fákunnandi hóps, sem skortir þekkingu til að koma við tækni og hagræðingu. Fleira þarf ekki að nefna til að ljóst sé, að framkvæmd kvenna- árs Sameinuðu þjóðanna er mikilvæg þróunaraðstoð. F.V..: — Hvers.u langt teljið þér okkur íslendinga eiga í land með að ná því marki, að hér teljist ríkja jafnrétti kynjanna? Á hvaða sviðum kemur misrétt- ið bcrlega í ljós, að yðar mati? Ragnliildur: — ,,Jafnrétti“ í orðsins strangasta skilningi ríkir hér og hefur gert um all- langt skeið. Lög landsins hafa tekið skjótari breytingum til batnaðar en viðhorf almenn- ings. Þess vegna skortir á jafnstöðu. Samt verða þeir æ fleiri, sem líta á jafnstöðu kynj- anna sem sjálfsagðan hlut. Á vinnumarkaðinum má þó sums staðar betur, ef duga skal. Það er mikilvægt verkefni, að konur láti til sín taka innan aðildarfélaga vinnumarkaðar- ins. Til þess hafa þær rétt, sem nota mætti betur. En því mið- ur virðast konurnar ekki sýna þessum hagsmunamálum sínum áhuga, sækja ekki fundi né láta til sín taka að öðru leyti. Ég sé t. d. ekki hvaða ástæða er til þess í félögum, þar sem kannski helmingur félagsmanna eða fleiri eru konur, að þar hafi karlmenn ævinlega tögl og hagl- dir. F.V.: — Nú cru hugmyndir manna um jafnrétti kynjanna nokkuð mismunandi. Þarf kona að vera víðsfjarri heimili sínu til að sanna ágæti sitt og sjálf- stæði? Ragnhildur: — Nei. Það er fráleitt að mínum dómi. Ef hún þarf þess er eitthvað bogið við viðhorf heimilisfólksins til heimilisstarfanna. F.V.: — Er ekki óeðlilegt að ætlast til gjörbyltingar í verka- skiptingu kynjanna að þessu FV 3 1975 Ragnhildur: „Mikilvægt verkefni að konur láti til sín taka inn- an aðildarfélaga vinnumarkaðarins“. leyti? Verður óskum kvenna um að geta sinnt áhugamálum sínum kannski aðeins mætt með því að byggja upp fleiri stofn- anir fyrir börnin eð'a tryggja heimilunum nýja starfskrafta? Ragnliildur: — Það er í fyllsta máta eðlilegt, að karl og kona skipti með sér störfum eins og bezt hentar á heimili eða utan þess, allt eftir aðstæð- um. Ég sé ekki að nein bylting felist í því nú á dögum. Stofnanir geta ekki og eiga ekki að leysa heimilin af hólmi. Þegar bæði hjónin vinna utan heimilis hljóta þau að standa andspænis óunnum heimilis- störfum nema þau útvegi starfs- krafta til að leysa þau af hendi. Sá vandi verður ekki leystur til lengdar nema heimilisstörf njóti verðugrar viðurkenningar, hver sem þau vinnur. F.V.: — Ríkir misrétti kynj- anna í stjórnmálastarfinu á ísl- andi? Hafið þér orðið þessa var- ar persónulega á pólitískum ferli yðar? Ragnhildur: — Konur hafa að lögum haft full pólitísk rétt- indi áratugum saman á íslandi. Á pólitískum ferli mínum minn- ist ég þess ekki að hafa orðið fyrir neins konar misrétti vegna þess að ég væri kona - síður en svo. Ég starfa raunar í þeim stjórnmálaflokki, sem ódeigast- ur hefur verið að skipa konum í pólitískar trúnaðarstöður, Sjálf- stæðisflokknum. Hef ég þar ekki orðið vör við hleypidóma á þessu sviði. F.V.: — Hverjar teljið þér (il
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.