Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 12
ara eftirlit með virkni fram- leiðslunnar og fl. Teiknivinnu, þar sem megin- áhersla er lögð á að aðlaga teikningar hlutunum sem áður er minnst á. Eru það þá ein eða fleiri teikningar sem sýna hvern hlut. í þessum hluta er farið út í fleiri og niákvæmari teikningar auk þess sem verk- lýsingar eru greinilega skýrðar út á hverri teikningu. Með teikningunum fylgja efnislistar yfir allt efni sem nota á til smíða á hverjum hlut. Mark- miðið með þessu er fyrst og fremst það, að gera smiðunum kleift að ganga beinna til verks og að koma í veg fyrir vafa- atriði sem seinka framkvæmd- um. Framleiðsluaðferðir, en í þeim hluta felast tilraunir til að einfalda vinnubrögð og að- ferðir við smíði skipsbotnsins. Þegar hafa verið teknar upp nokkrar nýjar aðferðir ogmætti þar sérstaklega nefna smiði byrðingsins, sem nú er smíðað- ur á svokölluðu pinnaplani. Þar eru böndin ásamt hyrnum og fl. soðin á byrðinginn og er hann er fullgerður er honum lyft upp á garðana þar sem skipið á að rísa. Þar er hann látinn falla að dekkjum og þiljum. Áður var bandreist á görðum og byrðingsplötumar felldar þannig á böndin. Var þá unnið í talsverðri hæð og við mun örðugri aðstæður. Með þessum breytingum nást líka meiri vinnuafköst. Verkþjálfun, en í henni felst aðstoð ráðgjafanna við smiðina á verkstæðunum, en þá eru smiðunum kynntar ýmsar að- ferðir við hina eiginlegu fram- leiðslu, t. d. skurð, suðu og fl. Undir þessum lið er einnig ætl- unin að halda námskeið fyrir smiðina. Þegar Svejsecentralen hefur svo lokið verkefni sínu í þess- um þremur skipasmíðastöðvum er ætlunin að aðrar stöðvar hér á landi fái miðlað fróðieiknum. VERKIN UNNIN Á BESTA STAÐ í STÖÐINNI — Það má í stuttu máli segja, að þetta nýja fyrirkomulag geri starfsmönnunum kleift að vinna verk sitt á besta stað í stöðinni við bestu aðstæður í stað þess að þurfa að vinna á versta stað við verstu aðstæður, sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, þegar hann var inntur eftir árangri af ráðgjafarstarfsem- inni. Slippstöðin byrjaði á smiði skuttog£u-a á síðasta ári, þ. e. um leið og ráðgjafarstarfsemin hófst, og sagði forstjórinn að árangurirun væri mjög jákvæð- ur það sem af væri og virtist hafa reglulegan sparnað í för með sér auk þess sem yfirsýn með verkinu væri auðveldari. — Á þessu stigi málsins er útlit fyrir að þetta nýja vinnu- fyrirkomulag muni gera verkið 20% ódýrara en það hefði orð- ið með hefðbundinni vinnuað- ferð. Reynist það rétt, þá segir það mikið um gildi þessarar ráðgjafarstarfsemi, sagði Gunn- ar. Jón Sveinsson í Stálvík hafði sömu sögu að segja og Gunnar. Hann kvaðst vænta sér mjög mikils af ráðgjafarstarfinu og telur að nýju vinnuaðferðimar, sem Danirnir kenna, bæti mik- ið samkeppnisaðstöðu íslensku stöðvanna. — En það er ekki nóg að fá ráðgjafarþjónustu, ís- lenskur skipaiðnaður krefst þess að ráðamenn hér horfi meira til innlendra smíða en til innflutnings á erlendum skip- um, mismunandi góðum, sagði Jón. VERKEFNI EINSTAKRA STÖÐVA í framhaldi af þessu leitaði Frjáls verslun upplýsinga hjá hinum ýmsu skipasmíðastöðv- um, bæði smáum og stórum, um hvaða verkefni þær væm með og hvernig horfur væru um þessar mundir. Stálvík: Þar er nú verið að smíða alhliða veiðiskip fyrir Matthías Óskarsson í Vest- mannaeyjum. Skipið mun geta stundað togveiðar, skutdrátt, hringnótaveiðar, neta og línu- veiðar og verið auk þess með flotvörpu. Skipið er um 150 tonn og verður tilbúið til af- hendingar innan nokkurra vikna. Þá er búið að semja um smíði tveggja togara, en það eru Einar Ólafsson og fl. á Suðureyri sem kaupa annan þeirra, en hinn fer til Sæfinns hf. i Reykjavík. Undirbúninigur að smíði á skipi Sæfinns er haf- inn. Jón Sveinsson forstjóri sagði að stöðina vantaði samn- inga um 1—2 skip til viðbótar ef vel ætti að vera, en hann var þó bjartsýnn á framtíðina og kvaðst sannfærður um að það birti til hjá þeim eins og öðr- um innan skamms. Slippstöðin á Akureyri: Þær nýsmiðar sem þar er unnið að, er skuttogari sem fer til Sand- gerðis, en hann er 470 tonn að stærð. Áætlað er að hann verði tilbúinn til afhendingar um mánaðamótin feb.—mars 1976. Þá er búið að semja við Þórð Óskarsson á Akranesi um sams konar togara og verður hann væntanlega afhentur eigendum í jan. 1977. í febrúar á næsta ári kemur til stöðvarinnar tog- araskrokkur sá sem Útgerðar- félag Dalvíkur er að láta smíða í Noregi. Sá togari verður 420 tonm og er ætlunin að Slippstöð- in sjái um frágang á vél og ýmis konar útbúnaði. Aðalvél togarans verður af gerðinni Wichmann, en það er Einar Farestveit sem hefur umboð fyrir þær vélar hér á landi. Að sögn Gunnars Ragnars er verið að ganga frá samningum við einn aðila í viðbót um smíði skuttogara og ef hægt verður að fá einn samning um smíði til viðbótar, þá hefur stöðin samfelld verkefni við nýsmíðar fram í ágúst 1977. Þorgeir og Ellert á Akranesi: í stöðinni er nú verið að smíða tog- og nótaskip fyrir Bessa hf. í Vestmannaeyjum. Skrokkur- inn er klár núna og verið að ganga frá vélum. Ætlunin er að togarinn verði tilbúinn snemma á næsta ári. Stöðin er búin að 12 FV 9 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.