Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 27
Greinar oa wiðlSI Efling iðnaðar á Islandi 1975-1985 — eftir dr. Guðmund lUagnússon, prófessor Skýrsla iðnþróunarnefndar, sem skipuð var í ágúst 1973, kom út í júní sl. undir nafninu „Efling ís- lensks iðnaðar 1975—1985“. Er hún árangur hartnær 2ja ára starfs, en nefndin var einkum stofnuð til að meta skýrslur erlendra sérfræðinga, sem unnið hafði verið að í önnur tvö ár þar á undan og síðar. Mi'kilvægar forsendur þess, að árangur verði af starfi er- lendra sérfræðinga, eru að þeir vinni í nánum tengslum við málsaðilja viðkomandi atvinnu- greinar, stofnanir og ráðuneyti, svo og að tryggt sé að vinnunni verði haldið áfram þegar þeir hverfa úr landi. Þetta er auð- vitað hægara sagt en gert. Styrkleiki iðnþróunarnefndar er að sumu leyti fólginn í því að mynda tengsl við viðkom- andi aðilja frá upphafi. Vita- skuld kemur það starf, sem þegar hafði verið unnið, nefnd- inni einnig til góða. Leiðbein- andi áætlunargerð í iðnaði (sem öðrum greinum) er verkefni, er sífellt þarf að vinna að. Hvort þetta útheimtir sérstakt stjórn- kerfi er svo annað mál. A'llt eins kæmi til greina að slik starfsemi færi fram í sérstakri deild innan iðnaðarráðuneytis- ins, eða lögbundnum stofnun- um til eflingar iðniaðar. SKÝRSLUR ERLENDU SÉR- FRÆÐINGANNA Iðnþróunarnefnd ber saman niðurstöðu hinna tveggja er- lendu skýrslna. Önnur var meira almennt um þróim iðn- aðar (UNIDO-skýrslan), en hin fremur um eflingu útflutnings iðnaðarvara sérstaklega (UNC- TAD-skýrslan). í UNIDO-skýrslunni er megin áhersla lögð á fulla atvinnu og nauðsyn þess að auka fram- leiðni og skapa atvinnutækifæri til þess að unnt sé að mæta harðnandi samkeppni heima og erlendis, svo og útvega nýjum árgöngum vinnu. í UNCTAD- skýrsiunni er áhersluþunginn á útflutningi sem burðarás bættra lífskjara. Samnefnarinn er auknirig í framleiðslu, fram- leiðni og útflutningi. í skýrslunum kemur glöggt fram að við ærinn vanda er að etja, og finnst manni stundum nóg um. Ekki er unnt að rekja hér efni skýrslna hinna erlendu sérfræðinga í smáatriðum, en- nokkur atriði verða rædd sam- hliða áliti iðnþróunarnefndar. FORSENDUR Vinnubrögð nefndarinnar eru ekki ólík þeim, sem beitt var við gerð UNIDO-skýrslunnar. Hið áþreifanlegasta við gerð á- ætlana af þessu tagi er mannt- aflaþróun. Fólkið er jú fætt, sem koma mun nýtt á vinnu- markaðinn á næstu árum. Þess vegna fæst jörð undir fæturna með því að spinna áætlun utan um vinnuaflið, framleiðni þess, hreyfingar og skiptingu. Hlutur iðnaðar í þjóðarframleiðslu er þegar það mikill — auk þess sem allar skýrslurnar gera ráð frir að hann vaxi — að líta verður á þróun iðnaðar í þjóð- haglegu samhengi, þ. e. líta til framvindu á sviði hagmála í heild og í öðrum atvinnugrein- um. STYRKUR Styrkur skýrslu iðnþróunar- nefndar felst í umræðu á til- gangi eflingar iðnaðar, mati á framtíðarhorfum í einstökum iðngreinum, bæði í smáiðju og stóriðju, og því að höfundar gera sér grein fyrir því að um leiðbeinandi áætlunargerð eða umræðugmndvöll er að ræða fremur en rígbundna áætlun. Af þessu leiðir þá tillögu nefnd- arinnar að boðað verði til þings um iðnþróuo þar sem skipst verði á skoðunum um eða gerð verði tiltekt á komnum tillög- um tii eflingar iðnaðarins. VEIKIR HLEKKIR Það er alltaf auðveldara að gagnrýna verk en vinna það. Svo sleppt sé öllum sparðatín- ingi virðist mér skorta vel skil- greint vinnulíkan í skýrslu nefndarinnar — sem og í hin- um skýrslunum tveimur frá hinum erlendu sérfræðingum, UNIDO og UNCTAD. í reynd er slíkt nauðsynlegt til þess að geta verið viss um að mismun- andi þróunarkostir myndi sam- ræmda heild. Þá er erfitt að gera sér grein fyrir afleiðingum breyttra forsendna að öðrum FV 9 1975 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.