Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 29
kosti, eða hvaða fram'leiðslu- þáttur verður takmarkandi hverju sinni. T. d. verður ekki séð, að litið hafi verið til heild- arframboðs á fjármagni, hvað- an það ætti að koma og skiptast á atvinnugreinar, þannig að dæmið gangi upp. Slíkt vinnu- líkan mundi einnig auðvelda endurskoðun áætlana í ljósi breyttra aðstæðna, þegar fram líða stundir. Nákvæmni í meðferð mikil- vægra hugtaka í skýrslunni hefði mátt vera meiri. Þannig er víða öljóst hve víðtæk skil- greining orðsins „iðnaður" er, hvort átt er við „smáiðju" með eða án fiskiðnaðar, hvort „stór- iðja“ er meðtalin o. s. frv. Hvað þýðir orðið „vinnustað- ur“? Er gert ráð fyrir óbreytt- um fjölda starfsmanna, nýrri starfsstöð sama fyrirtækis o. s. frv. Þegar talað er um vinnslu- virði á mamn, hvort er átt við vergt eða hreint vinnsluvirði og hvernig er farið með af- skriftir? Nefndin slær þann hyggilega varnagla snemma í skýrslunni að sleppt muni flestum tilvitn- unum. Það sætir þó nokkurri furðu að ekki skuli minnst orði á þær skýrslur um EFTA-aðild og iðnþróuni sem iðnaðarráðu- neytið lét gera á sínum tíma eða skýrshir um ýmsar iðn- greinar, sem gerðar voru á veg- um iðnþróunarsjóðs sérstaklega þar sem nefndin velur EFTA- inngönguna sem upphafspunkt rits síns í tímanum. Á hinin bóg- inn er vitnað til tveggja greina um iðnhönnun og tveggja skýrslna um sjóefnavinnslu. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður iðnþróunar- nefndar eru þser, að aukning vinnuafls í iðnaði þurfi ekki að verða og muni ekki verða jafn- miki'l og reiknað er með í UNIDO-skýrslunni. Aðálástæð- ur þessa eru þær að þjónustu- greinar muni aukast tiltölulega meira en skv. UNIDO-skýrsl- unni og framleiðni þurfi ekki að aukast eins mikið og þar er talið. Er þá gert ráð fyrir svip- aðri efnahagsþróun hér á landi og verið hefur undanfarin 10'—- 20 ár, þannig að ekki verði kollsteypur. Tel ég niðurstöður nefndar- innar að þessu leyti raunhæfari en þær sem settar eru fram í umræddri UNIDO-skýrslu. Hið sama gildir um líklega skipt- ingu iðnáðar milli stóriðju og smáiðju, en áberandi var í UNIDO-tillögunni, að hlutur stóriðju var gerður tiltölulega lítill. Nefndin vísar á ýmsum stöðum til sambandsins milli framleiðslumagns, vinnumagns, fjármagns, tækni og menntun- ar. Einnig bendir hún á hæpinn samanburð vinnsluvirðis á mann hérlendis og erlendis vegna mismunandi gengis, skil- greininigar iðngreina o. fl. Hér hefði þó nefndin getað sett markið enn hærra og reynt að meta innbyrðis afstöðu fram- leiðsluþáttanna í samhengi (þ. e. með framleiðslufalli fyrir iðnaðinn, einstakar iðngreinar og aðra- atvinnuvegi). Einnig vekja t.. d. röksemdir nefndar- innar fyrir því að vinnsluvirði á mann sé hærra hérlendis en UNIDO-skýrslan hermir, upp spurningar um innbyrðis sam- keppni atvinnugreina um vinnuaflið, togstreitu þeirra á milli um fjármagnið og hvernig ta’ka á tillit tii mismunandi sveiflna í vinnsluvirðinu frá ári til árs. Full ástæða hefði verið til að útfæra þessi atriði nánar. Lagmetisiðjan SIGLÓSÍLD Erum framieiðendur niðurlagðra síldarafurða. Afgreiðum sykur- og kryddsíldarflök í 2 og 4 kg umbúðum. Umboðsmenn um allt land eriu: MATKAUP H.F., sími 82680, SAMBANDISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA, sími 28200, EYFJÖRÐ S.F., Akureyri, sími 96-22275. Lagmetisiðjan SIGLÓSÍLD SlMI 96-71189, 96-71634, SIGLUFIRÐI FV 9 1975 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.