Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 30
Á döfinni: Menn og menntamenn Leó IVI. Jónsson, tæknifræðingur hefur orðið í okkar stéttlausa þjóðfélagi eru nú byrjaðar bo llaleggingar um hvernig skuli túlka heitið „mennta- maður“. Engan ætti að undra þótt þessu fyrirbrigði verði aukinn gaumiu- gefinn, þegar stefna stjórn- valda í fræðslu og skólamálum er sú að menntun skuli í askana látin, og pínd uppí lýðinn með illu eða góðu. Það er eitt af náttúrulögmálunum, að til þess að allir menntist þarf að slá verulega af öllum „ómannúðlegum“ kröf'um þannig að allirséu með, hvort sem þeir geta eða ekki. Af þessu leiðir að árlega gubbar kerfið út nokkur hundr- uð „fræðingum“, sem atvinnu- lífið þarf ekki á að halda, enda of dýr vinnukraftur í flestum tilvikum. Aðsókn að menntamaskínum eyikst stöðugt og eftirsókn að félagslegu og „menningarlegu" námi er mest áberandi, enda eru slikar dunddeildir starf- ræktar við flesta æðri skóla landsins. Ef að líkum lætur þá munum við ná í skottið á svíum áður en langt um líður, en svíar eru okkar viðmiðunarþjóð í þessum efnum og yfirleitt öllu sem fræðsiumál snertir. Við skulum því vera undir það búin að leysa a. m. k. eitt vandamál, sem verður tii við þessa þróun. Atvinnuiausir fé- lagsfræðingar eru nú eitt af þeim mörgu vandamálum, sem sænska velferðarkerfið á við að glíma. MENNTAHROKI OG MONT Það mun lengi verða í minn- um haft, þegar einn af arkitekt- um okkar lýsti því yfir í sjón- varpi þegar rætt var um skipu- lagsmál, að nauðsynlegt væri að mennta almenning áður en hann gæti tekið virkam þátt í umræðum um þau efni. Án þess að gera lítið úr arki- tektum, þá held ég að flestir gætu verið sammála um að af- skipti þeirra af skipulagsmálum fram til þessa, séu einna síst til þess fallin að auka hróður þeirrar stéttar. Á hitt má minna, að áður en arkitektar spruttu hér upp, hafði þakleki verið svo til óþekkt fyrirbrigði i áratugi, hvaða ályktun sem draga má af því. Sikipulagsfræði er sérstök námsgrein, og nám í henni tek- ur yfirleitt mörg ár. Obbimm af arkitektum hérlendis hefur ekki lagt á sig sérnám á þessu sviði, og hafa því sáralitla þekkingu umfram aðra sem við hönnun bygginga vinna. Hins- vegar má segja að það lýsir meiru en meðalsjálfstrausti, að arkitektar skuli ekki víla fyrir sér að föndra við þessi við- fangsefni, án nokkurrar sér- þekkingar. í Svíþjóð hefur almenningur vaknað upp við vondan draum, eftir að arkitektar og aðrir teknokratar, hafa darkað eftir- litslausir í skipulaginu í árarað- ir. Afleiðingin er sú að upp hafa risið gestaþrautir úr stein- steypu, svonefndar drauga- borgir sem enginn vill búa í þrátt fyrir húsnæðisskort. Mönnum er nú ljóst að skipu- lag borga getur aldrei verið einkamál arkitekta og stjórn- málamanna ef það á að skila hlutverki sínu, heldur verður að vinna slíkt verkefni í sam- vinnu við félagsmálastofnanir og almenning. Það er meira en lítið mont, að lýsa því yfir, að almenningur sé sem næst hópur gapandi hálfvita, sem ekki sé mark á takandi. Arkitektar hafa látið eftir sig menntamannaafurðir t. d. í Breiðholti, sem erfitt yrði að út- má, en bera þekkingu þeirra og hæfni vitni um ókomin ár. í Breiðholti stendur m. a. blokkarbygging sem mun vera eitt af ljótustu mannvirkjum á norðurhveli jarðar þótt hem- aðarmannvirki væru meðtalin. Þessi steinsteypta ófreskja er ’líkleg til þess að komast með tímanum inn í kennslubækur, sem daemi um hvemig ekki á að skipuleggja og hvernig ekki eigi að teikna. SKÓLI FRAMTÍÐARINNAR Þegar fram líða stundir, og stefna stjórnvalda í menntamál- um hefur þróast, bendir allt til að veruleg hagræðing komist á í rekstri skólastofnana. í stað þess að halda þessum' krakkagreyjum dottandi fram á skólaborðið, yrði þeim leyft að sofa vært í eigin rúmum í heimahúsum. Þetta væri hægt með því að leggja niður flesta æðri skóla landsins, og spara þannig bæði húsnæðiskostnað og kennslu. Þess í stað yrðu auglýst mokkur hundruð próf árlega til um- sóknar við hverja menntabraut, og síðan dregið úr umsóknum. Nota mætti svipaða tromlu við útdrátt og happdrættin nota. Þeir heppnu fengju síðan prófin í pósti með pompi og pragt, en atvinnulífinu látið eftir að dæma um gæðim. 30 FV 9 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.