Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 33
Erindi flutt á Viðskiptaþingi 1975: Gildi frjáls markaðsbúskapar frá sjónarhóli launþega - eftir Guftmund H. Garðarsson, formann Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Þegar ræSa skal frjálsan markaðsbúskap og afstöðu launafólks til hans, er óhjákvæmilegt að hugtakið sé nokkuð skilgreint, svo ekki fari milli mála við hvað er átt eða í það minnsta að öllum sé ljóst út frá hvaða forsendum fyrirlesarar ganga, þegar þeir ræða um frjálsan markaðsbúskap. Guðmundur: Meirihluti verkalýðs vestrænna lýðræðisþjóða að- hyllist og styður frjálsan markaðsbúskap og hafnar algjörlega sósíaliskum áætlunarbúskap. Samkvæmt almennri og ein- faldri skilgreiningu hagfræð- ing'a telst vera um frjálsan markaðsbúskap að .ræða, þegar verðmyndun og verðákvörðun á vöru og þjónustu á sér stað með frjálsum og ótrufluðum hætti á grundvelli framboðs og eftirspurnar. Andstæða við hið frjálsa markaðskerfi er skipulagður áætlunarbúskapur, þar sem öll atvinnustarfsemi er í Ihöndum hins opinbera, er jafnframt ákveður hvað skuli framleiða, hvaða þörf- um á að fullnægja, á hvaða verði o. s. frv. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þessi ólíku efnahagskerfi. Eðli þeirra og uppbygging er flestum ljós. Unnt er að benda á ríki, sem hafa revnt að byggja upp efnahagskerfi á öðrum hvorum grundvellinum með mjög misjöfnum árangri. En hvað sem því líður er það ómótmælanleg staðreynd, að þeim þjóðum, er hafa reynt að skipuleggja efnahagsstarfsemi sína á grundvelli frjáls mark- aðsbúskapar, hefir vegnað bezt allt frá því að nútíma iðn- væðing hófst um og upp úr miðri síðustu öld. Og það sem er mikilsverðara er að í sömu ríkjum hefur ríkt mest frelsi, tjáningar- og athafna- frelsi, á flestum sviðum. STJÓRNMÁLALEGT GILDI Segja má, að í eyrum flestra, sem hér eru inni, hljómi þessi orð eins og .,frasar“, pólitísk- ar og margútþvældar klepjur um augljósar staðreyndir. En ef ræða á þýðingu og gildi frjáls markaðsbúskapar fyrir launafólk, verður ekki hjá því komizt að ræða þessi mál út frá stjórnmálalegu gildi þeirra og áhrifa innan þjóð- skipulags borgaralegs lýðræð- is og þingræðis, þar sem at- kvæði einstaklingsins og fjöldans ræður pólitískum stefnum og setur valdhöfum takmörk við ákvarðanatöku. Það sem kann að vera einum augljósar staðreyndir, geta verið öðrum hulin ráðgáta. Það sem hámenntuðum hagfræð- ingi eða reyndum kaupsýslu- manni finnst vera sjálfsagt úr- lausnar við erfiðar kringum- stæður á sviði verzlunar og viðskipta, getur í fljótu bragði virzt vera andstætt hagsmun- um alls almennings. Þar við bætist að gildismat á lífsins gæðum getur verið afar mis- munandi og viðleitni og við- horf manna mótast af því. FV 9 1975 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.