Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 59
Sportver hf.: Islenzk karlmannaföt seld til Danmerkur Fyrirtæki í Randcrs selur þau um dreifikerfi sitt á IXiorfturlöndum Fataverksmiðjan Sportver hf., hefur hafið útflutning á karlmannafötum, sem ekki hefur áður verið stundaður frá Islandi. Fyrir nokkru sendi fyrirtækið þúsund sett af fötum til Dan- merkur, sem framleidd eru fyrir fyrirtæki þarí landi, en það selur þau um sitt dreifikerfi á N orðurlöndum. Framkvæmdastjórar Sportvers: Björn Guðmundsson og Guðgeir Þórarinsson hjá fatasendingu, sem fór til Danmerkur flugleiðis. Við ræddum við Björn Guð- mundsson, framkvæmdastjóra, um þetta mál og framtíð fata- útflutnings. — Hver er tilgangurinn með því að leggja út í útflutn- ing? — í áætlunum okkar fyrir þetta ár gerðum við ráð fyrir að nokkur samdráttur yrði á íslenska markaðnum, sem raun hefur orðið á. Þessi samdrátt- ur hefur þó orðið minni, en við áttum von á. Til að geta fullnýtt verksmiðju okkar og starfsfólk, ákváðum við að reyna útflutning. Það er sér- staklega mikilvægt að þurfa ekki að segja upp vel þjálf- uðu starfsfólki, þó að tíma- bundinn samdráttur verði á innanlandsmarkaði. — Er ekki erfitt að komast inn á markaði, þegar sam- dráttur er á flestum sviðum? — Við seljum ekki sjálfir erlendis. Fyrirtækið G. Falbe Hansen í Randers í Danmörku, sér um það. Við höfum haft samvinnu við þá lengi um framleiðslutækni og efnisinn- kaup, þannig að þeir þekkia okkar aðferðir. G. Falbe Han- sen framleiða föt, en kaupa til viðbótar frá öðrum lönd- um. Það borgar sig ekki fyrir okkur að svo stöddu að selja sjálfir á erlendum mörkuðum. Þar eru aðrir sem kunna það betur en við og geta gert það á ódýrari hátt. — Byggist það á því að fs- land sé láglaunaland, að hægt er að flytja út föt héðan? — Nei. Okkar möguleikar byggjast á að framleiðslan sé vel skipulögð, starfsfólk vel þjálfað og að varan sé vönd- uð. Það eru ekki launin ein, sem skipta máli. Það hefur komið í ljós, að það er erfit.t að halda gæðum jöfnum í flestum láglaunalöndum, þar sem fólk hefur oft aldrei kom- ið nálægt iðnaði fyrr. Mörg þekkt fyrirtæki, sem framleiða vandaða vöru heimafyrir, hafa orðið fyrir skakkaföllum af þessum sökum. Danska fyrirtækið þekkir okkar fram- leiðslu og veit að henni er treystandi. — Hefur þú trú á því að þetta geti orðið upphaf að framhaldi útflutnings á fötum? — Þessi fyrsta sending er að vísu tilraun og hugsanlegt er að þetta verði ekki hægt. Ég hef hins vegar þá trú að við getum þetta og hef þegar rætt við fleiri erlenda aðila, sem hafa sýnt málinu mikinn á- huga. Það eru að vísu nokkur skilyrði, sem verður að fuii- nægja, til að svo megi verða. Mikilvægast er það, að gengi krónunnar sé rétt skráð, en hún hefur oft verið of hátt skráð og er það sennilega núna. Slíkt grefur undan öll- um okkar möguleikum á er- lendum mörkuðum, hvort sem við erum að selja fisk eða iðnaðarvörur. Það er heldur ekki skynsamleg hugmynd, að á íslandi sé hægt að framleiða vörur við verri aðstöðu en í öðrum löndum. Svo sniðugir erum við ekki á íslandi. — Nú notið þið flugvélar til að flytja fötin. Er það hag- stæðara en að nota skip? — Það hefur marga kosti. Við spörum margar vikur af flutningum og á meðan er fjár- magn bundið í vörunni. Við spörum stórfé í umbúðum og vegna þess að fötin hanga á herðatrjám á leiðinni, þarf móttakandi ekki að pressa þau, þegar hann tekur við þeim. FV 9 1975 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.