Alþýðublaðið - 03.01.1922, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.01.1922, Blaðsíða 1
O eíiö sit' a.f .AJþýdullolrtciium 1922 ÞriðjudagÍBis 3 janúar I tölubiáð Guðmundur með hálmstráið. Hinn 30. des. f. á. ritar Guð- mundur Hannesson, sem ^ennþá ^er landlæknir, grein í Morgun- nlaðið, sem heitir »Hálmstráið hans Ólafs«. Kallar Guðmundur það, að eg grípi eftir hálmstrái, er eg tilfæri að . dr. Clod-Hansen, forstjóri sóttvarnanna í Khöfn, hafl sagt að brottvísun rússneska drengs- ins hafi verið hreinn sjónleikur {Theaterforestilling). Hvað heíir nú Guðmunduri fram að færa gagnvart þessum ummælum, sem hljóta að gera hann sjálfan hlægilegan? Hann segir: »Lang sennilegast þykir mér, að ummœli þessi síu ekki alhkoslar rétt hermd,«L en segist þó eigi hafa haft fyrir að síma til dr. Clod-Hansen. (Leturbreyt- ingin eins og hjá Guðmundi). Daginn eftir að þessi grein birtist, kom ný hálmstrásgrein í Mgbl. eftir Guðmund. Hún heitir »Hálmstráið fariða. Par segir Guðm. frá að þess Ihafi orðið skemra að biða en hann hafi bútst við, að Clod- Hansen hafi leiðrétt frásögn danska blaðsins viðvíkjandi um- mælum hans um rússneska drenginn, þvi nú hafi maður sent sér grein úr B. T. með grein eftir Clod-Hansen, og síðan til- færir Guðm. kafla úr þessari grein. Þar sem n"ú fyrirsögnin fyrir grein Guðm. er »Hálmstráið fariðc< og þar sein hann var i hinni fyrri grein sinni búinn að segja að hálmstráið, sem eg héldi mér í, væri að dr. Clod- Hansen kallaði gerðir hans (og stjórnarinnar) sjónleik (eða öllu réttara þýtt skopleik), þá má ætla að hann tilfæri nu orð eftir dr. Clod-Hansen, þar sem hann beri til baka að hann hafi kall- að þetta sjónleik, leikhússýningu, skopleik eða hvað menn nú álíta réttast að þýða orðið. »Theaterforestilling« í þessu sam- bandi. En hvað stendur i kaflantim er Guðm. tilfærir um þetta at- riði? Ekki einn stafar um þetta. Kaflinn bljóðar svo: »Frásögn blaðsins getur ef til vifl gefið ástæðu til þess að ætla, að eg hafi ilt álit á hin- um islenzka sóttvarnarlækni eða sóttvarnarráðstöfunum, sem í þessu atriði eru frábrugðnar vorum. Slíkur skilningur er svo fjarri því að vera réttur, að eg þvert á móti gríp tækifærið til þess að láta í ljósi fylstu viður- kenningu mína (min mest fuld- komme Anerkendelse) á þvi hve íslenzki sóttvarnarlœknirinn hefir rannsakað sjúklinginn vandlega og hinni hyggilegu festu (forstan- dige konsekvens) sem hann hefir beitt i þessu máli. Á Islandi líta menn eflaust með fullum rétti, eins á trac- homsjúkdóminn*og þau lönd, sem hallast að skoðun Amer- íkumanna«. Klausu þessari fylgir neðan- málsgrein frá Guðm. (við orðið »sóttvarnarlæknirinn«) og hljóð- ar hún svo: »Hér er auðvitað átt við rannsókn A. Fjeldsteds augnlæknis. Höf. þekkir auðséð ekki hversu sóttvarnarráðstöf- unum hér er háttað«. Grein dr. Clod-Hansen sem Guðm. tekur kaflann úr er í B. T., 10. des. Eg hefi það blað hér fyrir framan míg. Eg rek straks augun í að í greininni á dönsku eru engar leturbreyting- ar í kafla þeim er Guðm. þýðir. Það er Guðm. sem undirstrikar, i nafni Clod-Hansen, og þétta gefur mér tilefni til þess að fara að athuga hvort Guðm. fari nú rétt með kaflann. Kemur þ'á i ljós að svo er ekki, því Clod- Hansen segir: »Það væri ekki á- stæða fyrir'mig til þess að skrifa yður til, ef það væri ekki af,því að mér hefir verið bent á, að frásögn' blaðsins — ef til vil — gæti gefið ástæðu til að ætla«c o. s. frv. Menn beri nú þetta saman við byrjunina á kaflanum hjá Guðm. og hvað kemur þá í ljós? Að Guðm. hefir slept því þar sem dr. Clod Hansen segir að hann mundi ekki hafa farið að skrifa blaðinu, ef sér hefði ekki »verið bent á« o. s. frv. Með ððrum orðum, það hefir verið róið i dr. Clod Hansen, til þess að regna að fá, hann til þess að draga úr þvi sem hann. var búinn að ségfa, og þó við vitum ekki að svo komnu, hver það hafi gert, þá er svo sem auðvitað að það er að undir- lagi Jóns Magnússonar, þó hann hafi ef til Vill ekki haft kjark til þess að gera það sjálfur. En þessu hefir Guðm. Hannesson viljað legna. En segir þá dr. Clod-Hansen þá ekkert í þessari grein sinni um það, hvort hann hafi kallað aðfarirnar hér i Reykjavik skop- leik? Jú, hann staðfestir það að hann hafi sagt það, og að hann hafi sagt það að það hafi farið pólitík i augun á drengnum og það hafi verið alt og sumt. Skulu þessi orð læknisins til- færð í blaðinu á morgun bæði á dönsku og íslenzku, svo og hvað blaðið hafði eftir honum áður en hann skrifaði því. En hvernig í ósköpunum datt Guðm. Hannessyni i hug að reyna að telja möpnum trú um að dr. Clod-Hansen væri búinn að taka þessi orð sín aftur, og vitna i grein þar sem Clod-Han- sen einmitt slaðfeslir þau? Hélt hann að það eintak af blaðinu, sem hann háfði, væri það eina á landinu 'eða eina í héimi? Menn beri þessar aðfarir hans saman, við niðurlagið á síðari ¦ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.