Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 55
Hjá Plasteinangrun. Þetta er vélin, sem steypir netahringi sem
framleiddir eru í samvinnu við Panco í Noregi.
F.V.: — Nú eru það íslenzk
fyrirtæki, sem sjá þessum fram-
leiðendum í fjarlægum löndum
fyrir hráefni. Er eðlilegt að
grípa til einhverra sérstakra að-
gerða til að hefta þann útflutn-
ing og vernda þannig prjóna-
vörurnar íslenzku á erlendum
mörkuðum?
Hjörtur: — Þetta vandamál
hefur verið mikið rætt. Lopinn
er fluttur út á góðu verði og
við verðum þess vegna að gera
okkur grein fyrir hvaða tekjur
ættu að koma í staðinn. Málið
er því erfitt viðfangs.
Hjá iðnaðardeild Sambands-
ins höfum við haldið því fram,
að við ættum skilyrðislaust að
stefna að fullvinnslu hráefnis
okkar í landinu sjálfu. Hinu er
ekki að leyna, að utanaðkom-
andi atvik geta skapað mjög
mikla erfiðleika í fullvinnslu.
Þannig er aðstaðan nú. Það er
hagkvæmara að flytja út lopa
en fullvinna vöruna hér heima.
Persónulega er ég þeirrar skoð-
unar, að þessi lopaútflutningur
geti leitt af sér svo mikla örð-
ugleika í framtíðinni að mönn-
um beri beinlínis skylda til að
reyna að standa af sér tíma-
bundna erfiðleika og freistast
ekki til að selja hráefnið úr
landi til framleiðslu, nema við
vitum að það orsaki ekki sam-
keppni í fullunninni vöru.
F.V.: — Það er rétt að segja
skilið við ullina að sinni. 1 upp-
hafi samtalsins vékst þú að fyr-
irtækinu Plasteinangrun h.f.,
senr iðnaðardeildin hefur ný-
lega gerst aðili að. Þetta fyrir-
tæki hefur samvinnu við er-
lendan aðila um framleiðslu á
veiðarfærabúnaði. Vildirðu
greina okkur nánar frá því?
Hjörtur: — Fyrirtækið Pan-
co í Noregi hefur lengi selt ís-
lendingum plasthringi, sem not-
aðir eru í veiðarfæri, og margs
konar annan veiðarfærabúnað.
Þeir hafa orðið nokkurn veg-
inn einráðir á markaði hér með
þessa framleiðslu sína. Panco
bauð okkur fyrir röskum tveim-
ur árum að framleiða hringina
hér á fslandi og selja þeim fyr-
ir þeirra eigin dreifingarkerfi
erlendis. Okkur fundust þetta
góðir kostir og ákvöx’ðun um að
hefja samstarfið var tekin fyr-
ir ári.
Panco léði okkur alla sína
þekkingu og við fengum vélar
til að vinna með. Framleiðsla á
flotholtum og netakúlum er
þegar hafin. Pantanir sti'eyma
að frá innlendum og erlendum
aðilum og fyrirspui'nir hafa
borizt frá ótrúlega mörgum
löndum. Þessi framleiðsla hef-
ur sannarlega vakið athygli eins
og t.d. á veiðarfærasýningu,
sem var haldin fyrir nokkrum
vikum í Halifax. Þar fengum
við þó nokkrar fyrirspurnir.
Við spörum mjög verulega
gjaldeyri með því að búa þessa
vöru til hér heima og gerum
okkur jafnvel vonir um að ná
stærri markaði erlendis en fyr-
irtækið Panco hafði á sinum
tíma.
F.V.: — Það er greinilegt, að
salan á vörum frá Kaffi-
brennslu Akureyrar hefur stór-
aukizt hér á höfuðborgarsvæð-
inu upp á síðkastið. Hér áður
var Bragakaffinu smyglað í lík-
kistum til Reykjavíkur framhjá
verkfallsvörðum en núna er það
ljóslifandi í nærri liverri verzl-
iun í litskrúðugum umbúðum.
Hjörtur; — Það hefur orðið
geysileg aukning í sölu á Braga-
kaffi og þá mest á höfuðborg-
arsvæðinu. Við höfum aukið
hlutdeild okkar úr 23—25% í
Bragakaffi hefur selzt í sí-
auknu magni undanfarin ár.
Þarna er unnið við pökkun.
Markaðshlutdeild þessarar vöru
er nú 53—55% af kaffimarkað-
inum hérlendis.
53—55%. Við teljum ástæðurn-
ar tvær, að kaffið líki vel og
nýju umbúðirnar hafi fallið
fólki í geð. Mér er sagt, að þær
haldi kaffinu alveg fersku í sex
mánuði. þó að það sé náttúr-
lega ekki neinn venjulegur
geymslutími hjá neytendum.
Breytingar hafa ekki oi'ðið
neinar hjá kaffibrennslunni
þrátt fyrir þetta, að undan-
skildu því, að við tókum í notk-
un nýja vél, sem pakkar kaff-
inu sjálfvirkt. Vinnutíminn hef-
FV 8 1977
55