Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 41
Frakklandi, er "einfaldlega sú, aö flugskilyrði eru mjög góö í Toulouse, þar sem franski flugvélaiönaöurinn hefur haft aðsetur lengi. Þar hafa þekktar franskar flugvélar eins og Caravelle og Concorde veriö smíðaðar. Evrópusamstarf í flugvéla- iðnaðinum En lítum aöeins nánar á það Evrópusamstarf, sem tekizt hefur um smíði Airbus. Allt frá því á sjötta áratugnum hafa vestur-evrópsk fyrirtæki í há- þróuöum tækniiðnaði lagt sig í auknum mæli fram um að bindast innbyröis samtökum um tiltekin verkefni. Má segja, að þetta hafi verið einn ávöxtur af nánara efnahagssamstarfi EBE-landanna og pólitískri samvinnu, sem því hefur fylgt. I’ flugvélaiðnaðinum sagði þetta fyrst og fremst til sín varðandi smíði á flugvélum til hernaðar og vopnum. Þannig var um fransk-þýzku flugvélina Atlant- ic, sem notuð er til kafbátaleitar og Transall-flutningavélina. Samsteypan Airbus Industrie er árangur tveggja áratuga samstarfs í Evrópu og endur- speglar þann ásetning stjórn- málamanna í álfunni, að flug- vélaiðnaði V.-Evrópulanda verði sköpuð heilbrigð skilyrði til aö eflast áfram. V.-Evrópu- löndin standa fremur laklega að vígi hvað hráefnisöflun snertir en verða fremur að treysta á hæfni manna sinna í tækniiðnaðinum til þess að al- menn velsæld sé tryggð. Fram- leiösluvörur iðnaðarins verða þvf að vera vel samkeppnis- hæfar og seljanlegar og hvað A300 vélina áhrærir gerðu rík- isstjórnir Frakklands og Þýzka- lands kröfu til að raunveruleg þörf fyrir flugvélina yrði rök- studd nákvæmlega áður en heimild var gefin til aö hefja aðgerðir. í maí 1969 höfðu forráða- menn Airbus Industrie sann- fært stjórnvöld beggja landa og hafa þau stutt verkefnið með ráðum og dáð síðan. Ríkis- stjórnirnar hafa lagt fram sem nemur einum milljarði Banda- ríkjadollara til rannsókna og hönnunar á A300 en að auki hafa framleiðendurnir, sem þátt taka í smíöinni þurft að fjárfesta mikið vegna verkefn- AIRBUS isins. Ríkisstjórnirnar ætla að fá fé sitt endurgreitt og verður því marki aðfullu náð, þegarseldar hafa verið 350 vélar. Enn eru það Frakkar og Þjóöverjar, sem hafa forystuna um smíði Airbus. Á síðari stig- um gerðust Hollendingar, Bretar og Spánverjar einnig aðilar. ÓháðEBE Airbus Industrie er ekki póli- tískt séö háð Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Eitt aðildarlandið að smíði Airbus er t.d. ekki í bandalaginu. Það er Spánn. Flugvélaiðnaður er undanskil- inn frá reglum Efnahags- bandalagsins með sérstakri bókun í Rómarsáttmálanum. Það eru fimm flugvélaverk- smiðjur í jafnmörgum löndum sem leggja hönd á plóginn við smíði Airbus. Aerospatiale í Frakklandi og Deutsche Airbus í Þýzkalandi MBB, smíða hvort um sig 36,1 % af vélinni, CASA á Spáni 4,2%, Hawker Siddley í Bretlandi 17% og Fokker í Hol- landi 6,6%. Samanlagt hafa þessar verksmiðjur í þjónustu sinni meira en 115 þús. manns en þar af starfa aðeins um 17 þús. við smíði Airbus. afkvæmi Evrópusamstarfs Airbus er fyrsta breiðþotan, sem smíðuð var fyrir stuttar og meðal- langar flugleiðir. Vélin getur flutt á milli 220 og 345 farþega, flýgur í 31 þús. feta hæð á 870 km hraða. Ituii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.