Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 57
Pökkunarsalurinn. Moet et Chandon hefur framleitt kampavín síðan 1720, en Henn- essy koníak síðan 1742. Glæsileg bækistöð Bækistöð Parfums Christian Dior er eins og áður segir í Saint-- Jean-de-Braye, um 100 kílómetra frá París. Við vörðum næstum heilum degi í þessari nýtízkulegu verksmiðju, sem þykir með þeim fremstu í Frakklandi hvað útliti og skipulagi viðkemur. Hún er byggö í skóglendi fyrir utan Orleans, sem segja má að sé 28 hektara lysti- garður. Skrifstofu- og verksmiðju- byggingin er mjög nútímaleg en starfsemi hófst í henni árið 1975. Það má segja, að Dior-andi svífi þar yfir vötnunum: glæsilegar byggingar, góð starfsaðstaða og stööugt gæðaeftirlit á sérhverju stigi framleiðslunnar og pökkunar, allt frá því að hráefnin berast í verksmiðjuna þar til vörurnar eru settar í umbúðir og þær fara um „dauðhreinsaða hlutann“ í verk- smiðjunni. Þannig veldur sérhver ójafna á varalit því að honum er umsvifa- laust fleygt. Allir smágallar gera það að verkum að varan er algjör- lega tekin úr umferð. Við sþurðum fylgdarmann okkar, hvort svona gallaðar vörur væru ekki seldar starfsfólkinu á niðursettu verði. Hann kvað nei við, en sagði að starfsmenn gætu keypt allar vöru- tegundir verksmiðjunnar á hálf- virði í sérstakri starfsmannaverzl- un. Rannsóknarstofur í hverju horni Þegar gengið er um verksmiðj- una vekur það athygli, hve mikil og margþætt rannsóknarstarfsemi fer þar fram. Hvarvetna eru efna- fræðingar og aðrir sérfræðingar inni á rannsóknarstofum að gera tilraunir með nýjungar eða kanna gæði framleiöslunnar á sýnum. Það má líkja meðferðinni á ilm- vötnum við gerjun góðra vína. Blómasafinn, sem notaður er til ilmvatnsgerðarinnar, er geymdur í stórum koparámum og látinn þroskast í sérstökum klefum við 12 gráðu hita. Gestum er ráðlagt að fara í sérstakar mohair-kápur, sem eru við innganginn, áður en þeir skoða þennan hluta verksmiðj- unnar. Varalitirnir eru geymdir í 20 kílóa kökum og minna einna helzt á osta, þar sem þeir bíða meðferðar. Hópur sérfræðinga sér svo um að varalitir, eins og öll önnur lituð framleiðsla, sé í samræmi við tízk- una hverju sinni, þegar hún er send á markað. Prófað á 300 konum Læknisfræðilegir ráðgjafar, lyfjafræðingar og snyrtisérfræö- ingar eru hafðir með í ráðum í Dior-verksmiðjunni í Saint-Jean- de-Braye. Sérhver ný vörutegund er prófuð undir læknisfræöilegu eftirliti á 300 konum að minnsta kosti. Árið 1947 störfuðu 30 manns hjá Parfums Christian Dior. Nú er starfsliðið rúmlega 1000 manns, þar af 900 í Saint-Jean-de-Braye. Meðalaldur starfsmanna er 33 ár og fólk úr nágrenninu var ráðið í 750 stöður, þegar verksmiðjan hóf starfsemi sína, þar af 70% konur. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.