Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 98
ti! umrædu Viðskiptafulltrúi í París Skýrt hefur verið frá því, að skipaður hafi verið viðskiptafulltrúi við sendiráð Islands í París. Þessu ber vissulega að fagna og hljóta menn að binda nokkrar vonir við þetta embætti sem tengiliðar milli íslenzkra framleiðenda og mark- aðanna í Vestur-Evrópu. Því er ekki að leyna, að sölustarfsemi íslenzkra aðila hefur verið mjög ábótavant á hinum er- lendu mörkuðum og vinnubrögðin oft æði handahófskennd. Viðskiptafulltrúinn getur áreiðanlega greitt talsvert fyrir samskiptum seljenda á Islandi og kaupenda í Evrópu. Fram- leiðendur hér á landi, hafa margsinnis lát- ið í ljós óskir um að utanríkisþjónustan léti meira að sér kveða í markaðsöflun en hún hefur gert til skamms tíma. Við- skiptafulltrúi hefur starfað undanfarin ár í New York og liðkað til fyrir íslenzk- um fyrirtækjum, sem leitað hafa mark- aða vestan hafs. Það hefur því smám saman verið komið til móts við hina innlendu framleiðendur. I þessu sam- bandi er þó vert að hafa í huga ummæli Einars Benediktssonar, sendiherra ís- lands í París, sem ræðir starf viðskipta- fulltrúa í samtali í þessu blaði. Hann leggur áherzlu á, að einn slíkur starfs- maður í sendiráði þurfi að hafa góðan tíma til að sinna verkefnum sínum og að það kosti oft mikla fyrirhöfn að afla þeirra gagna, sem nauðsynleg eru til að reisa á frekari áætlanagerð um mark- aðsöflun. Það er ekki hægt að búast við einhverjum undralækningum af hálfu viðskiptafulltrúa utanríkisþjónustunnar. Sjónarmið um mikilvægi þessa embættis byggjast áreiðanlega að miklu leyti á fyrirmyndum í utanríkisþjónustu ann- arra ríkja. Margt bendir til, að seljendur í öðrum löndum leggi nú aukna áherzlu á að fulltrúar tiltekinna framleiðslugreina stundi sjálfstæða markaðsstarfsemi á er- lendum vettvangi án atbeina utanríkis- þjónustu sinnar. Þær tilraunir, sem ís- lenzkir framleiðendur hafa gert á því sviði, eins og t.d. starfsemi skrifstofu Sölustofnunar lagmetis í Bandaríkjun- um, lofa góðu. Það má ekki einblína um of á stöðu viðskiptafulltrúans og telja öllu borgið með henni, þó til bóta sé, heldur hafa einnig opin augu fyrir bein- um markaðsaðgerðum samtaka fram- leiðendanna sjálfra, þó þær kosti pen- inga. Skæruhernaður á vinnumarkaði Eiga vinnuveitendur í þessu landi engin tromp á hendi til að spila út gegn forvígismönnum verkalýðsfélaga, sem af pólitískum ástæðum æsa félaga sína upp gegn atvinnufyrirtækjunum? Eða eru samtök atvinnurekenda svo máttfarin að þau þori ekki að láta alvarlega á það reyna hvort verkalýðsforystu kommún- ista líðist til lengdar að heyja skæru- hernað gegn atvinnufyrirtækjunum eins og útflutningsbannið að undanförnu er glöggt dæmi um? Á þetta þarf einhvern tíma að reyna. Ógöngurnar eru þegar orðnar nógu miklar. En hvað verður, ef svo heldur fram sem horfir? Vinnuveitendasam- tökin verða að sporna gegn þessari þró- un og íhuga alvarlega stöðu sína í mál- inu, sem virðist afskaplega veik um þessar mundir. Þau þurfa að snúast til sóknar. 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.