Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 14
innlent Um opnunartíma verslana: Vilja breyta reglt Opnunartími verslana hefur verið deilumál í langan tíma í Reykjavík. Nú er í gildi reglugerð um afgreiðslutímann frá því 1971, en hún heimilar aö verslanir séu opnar allt að 63 tíma á viku. í reynd eru það færri tímar sem kaupmenn geta haft opið þar sem ákvæði í kjarasamningum verslunarfólks þrengir nokkuð þann tíma. Sem málamiðlun milli þeirra sem að- hyllast frjálsan opnunartíma og hinna sem vilja takmarka hann, hafa sölulúgurnar verið fundnar upp. Þá sem vanhagar um eitthvað eftir að venjulegum opnunartíma verslana lýkur geta keypt nauð- synjar sínar í gegnum sölulúgur á ýmsum verslunum. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að ekki fæst allt í gegnum þessar sölulúgur, heldur fylgir reglugerðinni vörulisti yfir þær vörur sem heimilt er að selja. Sá listi er ansi fátæklegur og mið- ast aðallega við sælgæti. Listinn ber því greinileg merki málamiðl- unar, enda var hann almennt að- hlátursefni þegar hann birtist, og gert var óspart grín að þeirri til- högun, svo dæmi sé tekið, að heimila einungis að selja kaffi en ekki te í gegnum sölulúgur. í umræðu um afgreiðslutímann í borgarstjórn lýstu tveir borgarfull- trúar þvf yfir, að þeim þætti tími til kominn að afgreiðslutíminn væri gefinn frjáls. Þetta voru þeir Mark- ús Örn Antonsson og Björgvin Guðmundsson. Björgvin var svo skipaður formaður nefndar sem vinna á að endurskoðun reglu- gerðarinnar. Auk hans og Mark- úsar sitja í nefndinni fulltrúar frá Kaupmannasamtökum íslands, Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur og Neytendasamtökunum. Skemmst er frá því að segja að nefndin hefur aðeins haldið tvo fundi með löngu millibili og því fyrirsjáanlegt að lítil hreyfing verð- ur á opnunartímamálinu. Meðan mál þessi eru óútkljáð er fróðlegt að kynnast viðhorfum þeirra aðila sem eiga sitt undir versluninni. Frjáls verslun leitaði því til Verslunarráðs íslands, Kaupmannasamtakanna og Versl- unarmannafélagsins og kannaði undirtektir þessara aðila við hug- myndinni um frjálsan opnunartíma verslana. Verslunarráðið samþykkt frjálsum opnunartíma Verslunarráð íslands hefur verið einna skeleggastur málsvari frjálsrar verslunar og því einnig frjáls opnunartíma verslana. Árni Árnason, framkvæmdastjóri, var beðinn um að lýsa viðhorfi ráðsins til opnunartímans: ,,í okkar augum er málið ákaf- lega einfalt. Afgreiðslutíminn á að vera frjáls. Sé hann frjáls þá er það mál kaupmanna og verslunarfólks í viðkomandi fyrirtæki hvernig það hagræðir sínum vinnutíma t.d. hvort vaktavinnufyrirkomulagi verði komið á. Ég vil benda á það að húsmæður víða úti á landi eru meginstoð fiskvinnslunnar og bjarga miklu í aflahrotum. Hvers vegna ættu þær ekki að vilja vinna á kvöldin í verslunum og afla sér með því aukapenings. Sama á vð um námsmenn. Ég tel þetta fólk ekki lakari starfskraft en hverjar aðrar stéttir. Annars skiptir opnunartíminn engu máli fyrir mig persónulega. Ég get fengiö þaö sem ég þarf hvenær sem er, því ég bý í Hafn- arfirði." Hræðast kaupmenn samkeppni? Kaupmannasamtök íslands hafa alla tíð sett sig mjög á móti frjálsum opnunartíma verslana. Ýmsir hafa freistast til þess að álykta sem svo að kauþmenn væru með því, að reyna að komast hjá vissri tegund af samkeppni. Auðvitað er þaó léttara og hagstæðara fyrir kaup- mann að þurfa ekki að fylgjast með opnunartíma keppinautarins. Hann veit fyrir víst, að þegar hann lokar kl. 18, hefur enginn kaup- maður í borginni lengur opið. Fylgismenn frjáls opnunartíma halda því fram að opnunartíminn, væri hann frjáls, myndi sjálfkrafa falla í fastan farveg og sá tími væri hagstæðastur fyrir bæði kaup- menn og neytendur. En eru kaup- menn hræddir við aukna sam- keppni? Gunnar Snorrason, kaupmaður í Hólagarði, og formaður Kaup- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.