Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 33
Áætlunarflug „lltlu tlugfélaganna" út frá stærrl flugvöllunum á landsbyggðlnnl í tengslum vlð áætlun Flugleiða, er dæml um samhæfingu sem er tll fyrlrmyndar. vissu marki eykst ferðaeftirspurnin hlutfallslega meira. Mér finnst það einnig dálítið grátbroslegt að þegar vörur eru sendar landleiöina frá t.d. Akureyri til Stykkishólms þá skuli viðkomandi vörusending fyrst vera flutt til Reykjavíkur og síðan á öðrum vöruflutn- ingaþíl sömu leið til baka upp í Borgarfjörð og þaðan síðan á Snæfellsnesið. Það mætti koma í veg fyrir þennan tvíverknað t.d. með flutningamiðstöð í Borgarfirði, þar sem umlestun færi fram. Þetta ætti að geta sparað bæði tíma og peninga ef rétt væri á haldið. Ég ætla að nefna annaö dæmi þar sem hugsanlegt væri að minnka kostnað innan samgönguþjónust- unnar. í Suðurlandskjördæmi óku skólabílar samtals 44.645 km á viku hverri síðastliðinn vetur. Póstbílar óku aö mestu leyti samhliða skólabílum um 14.600 km á viku. Samtals gerir þetta rúmlega 59.000 km á viku en það samsvarar því að ekið sé um ein og hálf ferö umhverfis hnöttinn um miðbaug. Auk þess eru þarna á ferðinni mjólkurþílar, sérleyfisbílar, vöruflutninga- bílar o.s.frv. Hér hlýtur að vera hægt aö finna einhverja leið til sparnaðar. Hvað er umferðarmiðstöð? Hér áður hef ég lítillega drepið á umferðarmið- stöðvar. En hvaö er umferðarmiðstöð? Ég held aö hún verði best skilgreind sem miðstöð þeirra sam- göngugreina sem áhrif hafa á hverjum stað. Þetta þýðir í raun að ekki er hægt að gefa neina alhliða mynd af slíku fyrirbrigði. Kröfur þær sem þarf að uppfylla eru þreytilegar eftir stööum og stærð og þörfum staða. En eitt eiga þær þó allar sameiginlegt en það er aö vera liður í samhæfingu allra sam- gönguþátta landsins. Hér hefur aöeins verið minnst á hugsanlega breyt- ingu á skipulagi og rekstri sérleyfa almenningsbif- reiða. Þessi hugmynd er þó aðeins liður í hugsanlegri heildarendurskipulagningu samgönguþjónustunnar. Þannig þarf að samhæfa enn frekar en þegar er ferðir almenningsþifreiða, flugvéla og skipa. Nú þegar er vísir að þessu í sambandi við flug um Egilsstaðaflugvöll, Isafjarðarflugvöll og að vissu marki á Akureyri. Hefur þessi samhæfing gefiö mjög góða raun og er til fyrirmyndar. Á sama hátt má hugsa sér frekari samhæfingu og samspil í almennum vöruflutningum á landi, lofti og á sjó. Hér er einnig, sem í farþegaflutningi, þegar orðin viss samhæfing og ber þar fyrst og fremst að nefna þá breyttu flutningatækni, sem varð möguleg með til- komu bílaferjanna, Akraborgar og Herjólfs. Snemma varð Ijóst að ökumenn vöruflutningabif- reiða á langleiöum sóttust eftir því að nýta ferðir Akraborgarinnar. Einnig er orðið algengt að flutn- ingabifreiðir lesti vörur á Akranesi eða Reykjavík, nýti ferðir Akraborgar og dreifi síðan vörunum á þessum stöðum. Þessi samhæfing er til fyrirmyndar og stuðlar ekki aðeins að því að létta umferö af vegunum heldur getur þetta einnig haft í för með sér betri vörumeðferð auk þess sem þetta minnkar vinnuálag þifreiðar og bifreiðarstjóra. Svipaða sögu er að segja hvað viðvíkur Herjólfi og flutningum milli Vestmannaeyja og lands. Hér hefur orðið stórkostleg aukning á bifreiðaflutningum og auk almennra vöruflutningabifreiða sem nýta ferðir Herjólfs eru dæmi þess aö þegar illa hefur gefið til flugs í Eyjum hefur Flugfélag íslands sent vöruflutn- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.