Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 42
Þaö skiptir miklu máli að þaö takist gott samstarf viö þaö fólk sem fyrir hefur verið, sérstaklega við leiöandi starfsmenn í fyrirtækinu. Mér hefur verið tekið af- skaplega vel hér. Hér eru ekki innbyrðis vandamál af því tagi að það hafi verið erfitt fyrir mig að koma hingað inn. Ég get fullyrt að mér hafi almennt veriö mjög vel tekið.“ F.V.: — Og kannski verið auðveldara að takast á við þetta starf en þú áttir von á í upphafi? Hörður: ,,Það vil ég nú ekki segja. Það er nú gjarn- an svo, að þegar horft er á svona verkefni úr hæfilegri fjarlægð sér maður ekki nema útlínurnar. Svo þegar maður fer að kynna sér málin betur greinist þetta í fleiri þætti og verður gjarnan umsvifameira. Ég held að þetta hafi ekki orðið neitt auðveldara en ég bjóst við.“ F.V.: — Nú hefur þú komið með nýja menn hér í yfirmannastöður. Hefur það skapað einhver vanda- mál gagnvart eldra starfsfólki? Hörður: ,,Einn liðurinn í því að skoða skipulag fyrirtækisins var að gera sér grein fyrir hvernig aldurssamsetning leiðandi manna í fyrirtækinu væri. Þetta var gert í samvinnu við þá starfsmenn sem hér eru. Við komumst að þeirri niðurstöðu að hér væri hópur manna sem byggi yfir mikilli þekkingu og reynslu en að sama skapi væri hætta á því að eftir nokkurt árabil væru ekki menn til þess að taka við, ööruvísi en aö þeir væru fengnir utan að. Það var þarna visst bil, sem við urðum að brúa með því að fá til liðs við okkur unga, duglega menn meö reynslu. Ég tel að það hafi ekki verið verulegt vandamál að sam- eina hagsmuni eldri og nýrri starfsmanna í því sam- bandi." F.V.: — Nú er Eimskipafélagið gróið fyrirtæki og virðist nokkuð gamaldags utanaðkomandi fólki. Hvernig er að taka við fyrirtæki, sem á sér langa sögu og færa það meira inn í nútíðina og framtíðina? Hörður: „Þaö er vandi að koma inn í gamalt og gróið fyrirtæki. Eimskipafélagiö er 66 ára og er eitt af elstu fyrirtækjum landsins sem eitthvað kveður að. Söm'uleiðis er það að í siglingum hefur til skamms tíma gætt svolítillar íhaldssemi. Þarna hafa orðiö miklar breytingar og framþróun í siglingum á undan- förnum árum hefur verið ör. En þó það sé ekki vandalaust þá erum við að færa Eimskip í nútímalegra horf. Við horfum fram í tímann og stefnum að því að það veröi á hverjum tíma nútímafyrirtæki." F.V.: — Hvað með nýjungar í stjórnun? Kemurðu til með að brjóta upp á mörgum slíkum? Hörður: „Það er nú gjarnan þannig þegar nýr maður tekur við að hann vill breyta ýmsum hlutum. Við höfum gert nokkuð af því og eigum vafalaust eftir að breyta meiru. Nýjungar í stjórnarháttum endur- speglast vafalaust aö einhverju leyti í því skipulagi sem við höfum komið á. Meðal annars höfum við reynt að afmarka frekar ábyrgðarsvið og valdsvið einstakra manna. Hér erum við að byggja upp upplýsingakerfi þannig aö viö fáum meiri og betri upplýsingar fyrr en áður. Þetta mundi ég nú telja meðal nýjunga í stjórn- unarháttum." F.V.: — Hvað með rekstur einstakra minni eininga eins og t.d. skipa? Hörður: „Það er mál sem við erum ennþá ekki búnir að skoða til hlítar. Það hafa verið uppi hug- myndir um það innan fyrirtækisins að líta á hvert skip sem sjálfstæða rekstrareiningu. Skipin eru það að sjálfsögðu en það má afmarka þetta frekar og gefa þeim sem eru um borð í skipunum, yfirmönnum skip- anna, meira tækifæri til þess að fylgjast með því hvaða verðmæti þeir eru með í höndunum og hvað þeir hafa verið settir til þess að forvalta. Sum erlend skipafélög, sem við þekkjum, hafa gert skipin að raunverulegum stjórnunareiningum með mjög góð- um árangri, og vió erum með hugmyndir um að gera slíkt hér en það er ennþá á óskalistanum hjá okkur." F.V.: — Ert þú að flytja þá stjórnunarhætti sem viðgengust hjá Flugleiðum hingað eða byrjið þið hér alveg frá grunni? Manni sýnast vera hliðstæður í stjórnskipulagi Flugleiða og því sem hér er í upp- byggingu. Hörður: „I fyrsta lagi byggjum við á þeirri stjórn- unarþekkingu og reynslu sem var hér til staðar í þessu fyrirtæki. í öðru lagi flyt ég vafalaust með mér reynslu, hvort sem hún er frá Flugleiðum eða öðrum og auðvitað þá þekkingu sem ég hef fengið með mínu námi í sérhæfingu í rekstri fyrirtækja. Þetta skipulag sem hér er hjá Eimskip er í sjálfu sér heföbundiö skipulag. Efsta laginu er skipt í þrennt: í fjármálasvið, flutningasvið og síðan tæknisvið. Þetta er hefðbundin skipting í fyrirtækjum af ákveðinni stærð. Það sem við höfum kannski gert í okkar endurskipulagningu er að afmarka skýrar hvað er hvað og kalla hlutina réttum nöfnum." F.V.: — Þinn forveri í starfi er þekktur sem mjög „impúlsívur" stjórnandi. Hvernig mundir þú lýsa sjálfum þér sem stjórnanda? Hörður: „Það er nú ekki auðvelt að lýsa sjálfum sér og menn geta veriö kappsamir stjórnendur þó menn hafi mismunandi aðferðir viö að koma því til fram- kvæmda sem menn vilja gera. Skipulagsbreytingin sem hér er komin til fram- kvæmda endurspeglar vafalaust það hvernig ég vil reyna aö stjórna. Ég hef þá skoöun að maður eigi að stjórna í gegnum tiltölulega fáa undirmenn og koma síðan fram í gegnum þá því sem maður vill ná. Ég legg upp úr því að reyna að hafa samráð við mína næstu undirmenn og ræða við þá. Viö höfum hér fundi þar sem við tökum fyrir ákveðin verkefni, svo sem flutn- ingaverkefni og ráðstöfun skipanna. Þaö er auðvitað þungamiðjan í rekstri þessa fyrirtækis að þau séu vel og skynsamlega nýtt. Við höldum síðan reglulega fundi um ýmis önnur málefni eins og markaðsmál og sitthvað fleira." F.V.: — Nú hefur komið fram hjá yfirmönnum Eimskipafélagsins, reyndar ekki frá þér, að íslenski markaðurinn væri svo lítill að hann þyldi í raun ekki 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.