Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 44
SKIPURIT JAN. 1980 í Fjármálasviö Stj órn For« ■3 Áaetlanadeild ( Flutmngasviö I Fragtsamræming IViöskiptaþjónustu- deild EIMSKIP ( Tæknideild Voruafgreiösla Reykjavík Hafnarfiröi I Noröur Ameríka Stórflutningar Noröurlond Bretland Eystrasalt 1 Megmland Evrópu verulega samkeppnl og tæpast þá samkeppnl sem er til staðar í dag. Hvað vilt þú segja um það? Hörður: ,,Um það vil ég segja að siglingar til og frá íslandi eru frjálsar. Þær byggjast á því að fyrirtækin, sem við þau fást, veiti þá þjónustu sem þessi mark- aður þarf á hverjum tíma og gegn hæfilegu endur- gjaldi. Það er okkar meginsjónarmið í sambandi viö samkeppni. En síðan verður að koma í Ijós hvort þaö sé rúm fyrir marga aðila á þessum markaði. Ég hef ekki trú á því að það sé rúm fyrir marga en samkeppni er sjálfsagt gagnleg á þessu sviði eins og á flestum öðrum." F.V.: — Það var staðfest nýlega að Eimskip myndi kaupa Bifröst h.f. og íslensk kaupskip h.f. og yfirtaka rekstur skipa þeirra. Hvaða forsendur gefa stjórn- endur Eimskipafélagsins sér fyrirslíkri ákvörðun? Er hún vísbending um vilja til að bæta þjónustu og samgöngur við landið eða fyrst og fremst tilhneiging til að losna við samkeppni? Hörður: „Ástæðan fyrir þessu er að þessi fyrirtæki höfðu lent í erfiöleikum og við töldum okkur geta haft gagn af þeim skipum sem fyrirtækin höfðu til umráða og hagnýtt okkur þá reynslu sem fyrirtækin höfðu fengið. Með aukinni hagkvæmni og betri nýtingu skipa bætum við þjónustuna fyrir viðskiptamenn fé- lagsins." F.V.: — Um svipað leyti og þið afréðuð að kaupa Bifröst þá er tilkynnt um hækkun á farmgjöldum milli Bandaríkjanna og íslands. Er þetta ekki enn ein sönnun þess að Eimskipafélagið er að byggja upp einokunaraðstöðu? Hörður: ,,Eins og ég tók fram áðan eru þessar sigl- ingar frjálsar. Það getur hver sem er komið inn á þennan markað og það getur hver sem er hætt á þeim markaði eins og hann vill. Eimskipafélagið ætlar sér að vera í þessum siglingum. Það er ekkert launung- armál að það hafði ríkt óraunhæf samkeppni með óraunhæfum flutningsgjöldum á þessari flutninga- leið. Við ákváðum á þessum tíma að notfæra okkur þá heimild sem við höfðum til þess að hækka flutnings- gjöldin um 18%. Þá höfðu flutningsgjöld á þessari leið ekki hækkað um nokkurn tíma þannig að við vorum að okkar mati aö færa þau til eðlilegs samræmis viö önnur flutningsgjöld. Við teljum að þessi hækkun hafi verið mjög hófleg." F.V.: — Þegar maður kemur niður á höfn og fylgist með uppskipun og útskipun og skoðar nýleg skip annarra skipafélaga þá fær maður það á tilfinning- una að Eimskip hafi ekki fylgst með nýjungum í skipa- og flutningatækni. Skip félagsins virðast hreint og beint gamaidags. Ert þú ekki sammála? Hörður: ,,Það hefur orðið gífurleg framþróun í flutningatækni á síðustu 10—15 árum. Þar hefur ýmislegt komið fram sem reynst hefur gagnlegt og síðan annað, sem horfið hefur aftur. Eimskipafélagið hefur að sumu leyti farið sér hægt í því að gleypa allar þær nýjungar sem fram hafa komið. Eimskipafélagið hefur að mörgu leyti fylgst með þessum breytingum í flutningatækni. Þar má t.d. benda á aö það er veruleg vélvæðing orðin í meðferð vörunnar. Töluverður hluti eða 25—30% af öllum vörum, sem viö flytjum til Reykjavíkur, og þá er reiknuð með ,,bulkvara“ er flutt í gámum. Eimskip hefur í dag yfir að ráða 1700 gám- um af mismunandi stærðum til þess að flytja þessar vörur þannig að við teljum að við höfum fylgst með þessari tækni. Það er hins vegar ekki minnsti vafi á að á næstu árum verða ennþá meiri breytingar á þessu sviði og væntanlega þá mest í skipunum." F.V.: — Eru kannski uppi ákveðin áform um endurnýjun? Hörður: ,,Við höfum unnið að því núna undanfarna mánuði að skilgreina hvert við viljum stefna í þessu 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.