Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 45
sambandi. Ég vænti þess aö innan skamms liggi þaö mun Ijósar fyrir og þaö veröi áður en langt um líöur hægt aö hefja framkvæmd slíkrar áætlunar." F.V.: — Hvað með þjónustuna fyrir landsbyggö- ina, eru einhver áform um breytingar á henni eða frekari uppbyggingu? Hörður: ,,Við höfum engin frekari áform í bili um breytingar á þeirri þjónustu sem viö veitum á strönd- inni. Það eru ákveðnar hafnir, meginhafnir á landinu, sem viö siglum á aö utan fyrir sama flutningsgjald og við gerum til Reykjavíkur. Nú siglum viö reglulega til ísafjarðar og til Akureyrar með skipum sem síðan sigla á Noreg. Á hálfsmánaöar fresti er komið viö á Húsavík og Siglufiröi, og höfð viðkoma á fleiri stööum á þessari leiö, ef flutningsmagn gefur tilefni til. Flutn- ingsmagn hefur fariö vaxandi og þetta er megin þjónustan sem við veitum viö landsbyggðina. Hitt er svo annað mál aö Skipaútgerð ríkisins er rekin meó framlagi úr ríkissjóöi og viö getum ekki keppt viö hana í altækri flutningaþjónustu í strand- siglingum." F.V.: — Hvað vilt þú segja um fjárhagslega af- komu fyrirtækisins? Hörður: ,,Á árinu 1979 verðurtap á rekstrinum. Þaö tap kemur til af því, aö það hefur veriö mikil tregöa stjórnvalda aö heimila hækkanir á flutningsgjöldum. Það var ekki heimiluð hækkun á þeim flutningsgjöld- um sem háö eru verðlagseftirliti frá því í mars 1978 þangað til í júlí 1979. Á þessum tíma varð gífurleg hækkun á eldsneyti til viðbótar almennri verðbólgu. Þá var 8 vikna verkfall farmanna sem auðvitaö endurspeglast í afkomu fyrirtækisins á þessu ári. Þrátt fyrir þetta tap er fjármunamyndun í fyrirtækinu en þegar þetta tap er reiknað er búiö að taka tillit til verulegra afskrifta." F.V.: — Hvernig eru þá horfurnar núna á þessu ári? Hörður: „Horfurnar væru viöunandi ef viö gæt- um stöövað verðbólguna. Fyrirsjáanlegar hækkanir af völdum veröbólgu, kaupgjaldshækkanir og ýmsir aðrir kostnaðarþættir veröa til þess að það þarf mjög að hafa gát á rekstrinum og hvert stefnt er á næstu misserum." F.V.: — Hver myndirðu telja að væru helstu vandamál fyrirtækisins og hverjir helstu þættir sem þú þarft að einbeita þér að núna á næstunni? Hörður: ,,Þau vandamál sem mikill tími fer vafalaust í á næstu misserum eru auðvitað heföbundin vanda- mál af ýmsu tagi. Það þarf sérstaklega að fylgjast með þróun verðlagsmála og sjá til þess að við fáum eðli- legar leiðréttingar á flutningsgjöldum eftir því sem verðlag hækkar. Verði verulegar hækkanir á eldsneyti þarf þaö auðvitað líka að endurspeglast í flutnings- gjöldum. Við munum líka einbeita okkur að því á næstunni aö gera reksturinn hagkvæmari en hann er í dag með endurnýjun á skipastóli og tækjum sem leiðir til betri nýtingar og bættrar afkomu." F.V.: — Nú er Eimskipafélagið orðið geysiiega stórt fyrirtæki hér á þessum litla íslenska markaði og erfitt að sjá mikla vaxtarmöguleika í hefðbundinni starfsemi fyrirtækisins. Hvar sérð þú þá helst? Hörður: ,,Það er rétt að Eimskip er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvaröa. Því miður er það nú svo að þegar menn mæla stærð fyrirtækja er það venjulega mælt í starfsmannafjölda en ekki í veltu eða arði svo að nokkuö villir þetta nú mönnum sýn. Hjá fyrirtækinu vinna í dag nálægt 900 manns. Þar af eru um það bil 100 manns hér á skrifstofu, 400 manns eru á sjónum og 400 manns vinna við vöruaf- greiðslu og tengda starfsemi í landi. Fyrirtækið er í hefðbundinni flutningastarfsemi á sjó. Það hefur vaxið með mikilli og jákvæðri efnahagsþróun á íslandi alla tíð og sérstaklega á síöustu áratugum. Það er vafalaust rétt ályktun að þessi vöxtur fyrirtækisins er mjög háður efnahagsþróun á íslandi." F.V.: — Nú setti fyrirtækið á laggirnar ryðvarnar- stöð fyrir nokkrum árum og fyrirtækið hefur átt aðild að ferðaskrifstofu. Má búast við því að sjá Eim- skipafélagið hasla sér völl á einhverjum fleiri svið- um? Hörður: ,,Það eru engin áform um það í bili. Á sama hátt vil ég heldur ekkert útiloka að það yrði hugað að slíkum málum á næstunni. Vió hyggjumst hins vegar fyrst og fremst, ef til skamms tíma er litið, bæta nú- verandi þjónustu og framkvæma þá hluti sem til þess þarf á næstunni." F.V.: — Hvað með hafnaraðstöðu fyrirtækisins hér í Reykjavík? Nú virðist vera farið að þrengja töluvert að fyrirtækinu? Hörður: ,,í rekstri skipafyrirtækis að frátöldum skipunum er það auðvitað aðstaðan í landi sem skiptir þar mestu máli. Það hafa orðið eins og áóur hefur komiö fram verulegar endurbætur á því sviði á und- anförnum árum en betur má ef duga skal. Árið 1975 samþykkti hafnarstjórn Reykjavíkur og borgarstjórn Reykjavíkur vilyrði til Eimskipafélagsins fyrir úthlutun á Kleppsbakka. Frá þessu hefur ekki verið gengið. Eimskip leggur mikla áherslu á það að borgaryfirvöld gangi frá þessu máli sem allra fyrst. Vöruafgreiðsluaðstaða Eimskip er í dag á mörgum stöðum meðfram strandlínunni. Það er mikið hag- kvæmnimál fyrir Eimskip og þar með neytendur í landinu að þetta sé flutt á einn stað til þess að þessi starfsemi verði rekin með hagkvæmari hætti en verið hefur. Það er fyrst núna með aöstöðunni í Sundahöfn sem möguleikar skapast til að koma þessari starfsemi Eimskips fyrir á einum stað. Þess vegna legg ég mikla áherslu á þaö aö fá þennan Kleppsbakka sem allra fyrst. Það myndi auðvitað þýða að sú aðstaða sem Eimskiþ hefur nú í gömlu höfninni í Reykjavík myndi losna. Þaö gildir bæði um það húsnæði sem við höf- um á leigu í Tollstöðinni og frá hafnarstjórn og sömuleiöis um það húsnæði sem Eimskip á á þessu svæði." 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.