Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 46
skodun \ Ný hlutafélagalög eftir Baldur Guðlaugsson, héraðsdómslögmann í grein þessari fjallar Baldur um það helzta, sem skilur nýju hlutafélagalögin frá eldri lögum Um síðustu áramót komu til framkvæmda ný lög um hlutafélög, lög nr. 32/1978, en lög þessi voru afgreidd frá Alþingi vorið 1978 og hefur hlutafélögum því verið ætlaður allnokkur tími til að undirbúa sig undir gildistöku þeirra. Frá áðurnefndum gildistökudegi laganna eru að vísu minniháttar frávik í báðar áttir: Ákvæði þeirra um lágmarksfjárhæð hlutafjár og árs- reikning voru áður komin til framkvæmda og ákvæði laganna um skyldu stærri hlutafélaga til að hafa lög- giltan endurskoðanda og ákvæði laganna um skyldu móðurfélags í hlutafélagasamstæðum til að gera samstæðureikning koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1982. Nýju hlutafélagalögin eru mikil aö vöxtum eða 162 greinar og þurftu 40 blaðsíður í Stjórnartíð- indum. Þau eru afrakstur samnor- rænnar samvinnu um endurskoð- un og samræmingu norrænnar hlutafélagalöggjafar. Síðustu árin hafa verið sett ný hlutafélagalög annars staðar á Norðurlöndum, byggð í verulegum atriöum á hin- um samnorrænu tillögum, þó með nokkrum frávikum í hverju landi. Viö samningu íslenzku laganna var höfð mest hliðsjón af dönsku hlutafélagalögunum, sem eru frá árinu 1973, en þó „reynt að líta til íslenzks fjárhagskerfis og þjóðfé- lagshátta", eins og sagöi í greinar- gerð með frumvarpi til laganna. Hlutafélagalögin nýju leysa af hólmi lög nr. 77/1921 um hlutafé- lög ásamt síðari breytingum, en þau lög voru ófullkomin og orðin úrelt um margt og þurftu endur- skoðunar við vegna mikilla þreyt- inga á atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar síöustu áratugina. Mikilvægi hlutafélaga- formsins Áætlað hefur verið að í ársbyrj- un 1972 hafi verið hér á landi um 3100 skráð hlutafélög, að sjálf- sögðu misjafnlega stór og mis- jafnlega virk, en engu að síður sýnir þetta, hversu mikla þýðingu hlutafélagaformið hefur fyrir at- vinnurekstur og viðskiptalíf í land- inu. Tilgangur löggjafans með setningu hinna nýju hlutafélaga- laga var m.a. aö reyna aö treysta hlutafélagsformið og auka lýðræði í hlutafélögum, m.a. með því að bæta réttarstöðu minnihlutahópa í félögunum, en auk þess miða lög- in að því að leysa úr ýmsum vafa- atriðum sem upp kunna að koma í hlutafélögum og í skiptum þeirra við aðra aðila. Nýju lögin hafa að geyma veru- legar breytingar og mörg nýmæli frá eldri lögum. Skiptir þar í tvö horn. Annars vegar er um að ræða beinar og ófrávíkjanlegar breyt- ingar og viðbætur frá eldri lögum, en hins vegar er um að ræða atriði sem heimilt verður en ekki skylt að taka upp, en til að notfæra sér heimildirnar þarf þá í mörgum til- fellum að taka inn ákvæði (félags- samþykkir. Hér á eftir verður reynt að gera nokkra grein fyrir því helzta sem skilur nýju hlutafélagalögin frá eldri lögum. 1. Skv. eldri hlutafélagalögum gátu einungis einstaklingar gerst stofnendur hlutafélags. Þetta gjörbreytist með nýju lögunum, því nú geta stofnendur verið ,,ein- staklingar, íslenzka ríkið og stofn- anir þeirra, skráð hlutafélög, skráð samvinnufélög, skráð sameignar- félög sem eru sjálfstæðir skatt- þegnar, og sjálfseignarstofnanir, sem eru undir opinberu eftirliti". 2. Lágmarksfjöldi stofnenda er áfram 5, en lágmarksupphæð hlutafjár hækkar úr 2 þúsund krónum í 2 milljónir króna. 3. Sett eru ákvæði um sam- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.