Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 47
stæður hlutafélaga (concern) en engin ákvæði voru um slíkt í eldri lögum. Með samstæðu hlutafé- laga er átt við móður-og dótturfé- lög í sameiningu, skv. nánari skil- greiningu í lögunum sjálfum. Miða lögin að því að móður- og dóttur- félag séu skoðuð sem ein heild, lagalega og fjárhagslega og geyma ýmis ákvæði í þeim anda, t.d. varðandi arðsúthlutun í móðurfélagi, uþþlýsingastreymi á milli félaga innan sömu samstæðu og gerð samstæðureiknings. Þáttur útlendinga í stofnun fyrirtækja 4. Skv. eldri lögum var það gert að skilyrði að stofnendur hlutafé- lags uþþfylltu þær kröfur sem settar eru í hinum ýmsu lögum um einstakar atvinnugreinar að því er varðar rétt einstaklinga til að mega stunda viðkomandi atvinnugrein. Slík lög voru mörg og mismunandi og skilyrðin oft all ströng, bæði að því er varðar þekkingarskilyrði, heimilisfestu og rfkisfang stofn- enda. Þessi tilvísun í sérlög er nú niður fallin en í staðinn er ákveöið í lögunum að meirihluti stofnenda hlutafélags skuli hafa haft heimil- isfesti hér á landi í minnst tvö ár. Útlendingar geta því t.a.m. verið meðal stofnenda hlutafélags, svo framarlega sem skilyrði laganna um hérlenda heimilisfestu meiri- hluta stofnenda er fullnægt, en hafa verður í huga að fram- kvæmdastjórar og meirihluti stjórnarmanna hlutafélags skulu skv. lögunum vera búsettir hér á landi. Ríkisborgararéttur skiþtir ekki máli í því sambandi. Við- skiptaráðherra getur þó veitt und- anþágu frá þessu ákvæði. í þessu sambandi er þó nauðsynlegt að hafa jafnframt í huga lög nr. 19 frá 1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. Skv. þeim getur hluta- félag ekki öðlast eignarrétt eða af- notarétt aö fasteignum hér á landi nema það eigi hér heimilisfang og varnarþing, 4/5 hlutar hlutafjár séu eign íslenzkra ríkisborgara, íslenzkir ríkisborgarar fari með meiri hluta atkvæða á hlutahafa- fundum og stjórnendur allir séu íslenzkir ríkisborgarar. Ráðherra getur þó veitt undanþágu frá þessum skilyrðum. Hlutafélagi er og heimilt að stofna til leigu á fasteign eða réttinda yfir henni um 3 ára tímabil, eða ef uppsögn er áskilin með eigi lengri en árs fyrir- vara, þótt áðurnefnd skilyrði séu ekki uppfyllt. Nefna má einnig í þessu sam- hengi að nýju hlutafélagalögin hafa að geyma nokkrar breytingar að því er varðar rétt útlendra hlutafélaga til að reka hér útibú. 5. Skv. eldri lögum skyldi hluta- félag tilkynnt til skráningar á mán- aðarfresti eftir að það var löglega stofnað, en skv. nýju lögunum skal félag tilkynnt til skráningar innan sex mánaða frá dagsetningu stofnsamnings Óbreytt stendur það skilyrði eldri laga að við skráningu skuli minnst fjórðungur hlutafjár vera greiddur, en við bætist að innborgað hlutafé skuli þó aldrei vera minna en kr. ein milljón vió skráningu, þ.e. helm- ingur af lágmarkshlutafé skv. lög- unum. Greiðsla hlutafjár 6. Hlutafé skal skv. nýju lögun- um greitt að fullu innan þriggja ára frá því félagið var skráð. Engin tímamörk voru í eldri lögum. Ef ekki er á réttum tíma tilkynnt, að hlutafé sé að fullu greitt, skal ráð- herra gefa félagi hæfilegan frest, þó ekki lengri en 6 mánuði til að koma þessu í lag. Sé þessi frestur látinn ónotaður, skal ráðherra vísa málinu til skiptaréttar og er gert ráð fyrir að vanræksla í þessum efnum leiði til slita félagsins. 7. Eldri hlutafélagalög höfðu ekki að geyma neina ótvíræða skyldu til útgáfu hlutabréfa. En skv. nýju lögunum skulu hlutabréf gefin út eigi síðar en ári eftir, að hlutaáskrift er skráð, en þau má ekki afhenda fyrr en skráning hef- ur farið fram og hluturinn er að fullu greiddur. Vanræksla á útgáfu hlutabréfa varðar refsingu. Ef hlutur er ekki að fullu greiddur, getur stjórn félags gefið út bráða- birgðaskírteini og skal það ávallt hljóða á nafn. Ákvæði um viðskipta- hömlur Skv. eldri lögum voru því ekki sett nein takmörk, hversu langt mátti ganga í því aö takmarka heimild hluthafa til framsals eða veðsetningar hlutabréfa, svo framarlega sem stofnsamningur og félagssamþykktir geymdu ákvæði þar að lútandi. Skv. nýju lögunum er eftir sem áður heimilt að setja ákvæði um viðskipta- hömlur í félagssamþykktir, en að- eins innan þeirra marka sem hlutafélagalögin tiltaka. Ekki má leggja hömlur á viðskipti með al- menn hlutabréf milli íslenzkra aðila í hlutafélögum þar sem hlut- hafar eru 200 eöa fleiri. Viðskipta- hömlur mega aðeins ná til þeirra hluta er hljóða á nafn og 19. og 20. gr. laganna hafa að geyma ýmis frekari ákvæði til takmörkunar á heimildum til viðskiptahamla. Um aðrar hömlur á viðskipti með hluti en greinir í 19. og 20. gr. laganna er ekki heimilt að kveöa í félags- samþykktum. Félagssamþykktir þurfa að geyma ákvæði um við- skiptahömlur til að þau standist, þótt innan marka laganna séu, og einnig er nauðsynlegt að taka fram um þessar takmarkanir á hluta- bréfunum sjálfum. 9. Itarlegri reglur eru settar um hækkun hlutafjár, þ.á m. um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa, sem ákvæði skorti um í eldri lögum. Einnig eru sett ítarleg ákvæði um lækkun hlutafjár. 10. Nýju lögin geyma heimildir til tveggja nýrra lántökuleiða fyrir hlutafélög og er þar byggt á er- lendum hliðstæöum. í fyrsta lagi getur hluthafafundur ákveðið með þeim meirihluta atkvæða, sem krafist er til breytinga á félagslög- um, að félagið taki skuldabréfalán, er veiti lánardrottni rétt til þess að breyta kröfu sinni á hendur félag- inu í hluti í því. Slíkt lán má ekki 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.