Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 25
Vantar aðstoð Þorsteinn sagði, að undanfarið hefði mikið verið leitað til sín með gerð leigusamninga og fleira við- víkjandi leigumálum. „Það vantar tilfinnanlega viður- kenndar leigumiðlanir, sem gætu hjálpað fólki við gerð samninga," sagði hann. „Við höfum aldrei fengið mikið af beiðnum um slíka samninga hingaö, en nú dynja yfir mann beiðnir um ýmis konar aðstoð við leigusamninga. Þessi lög eru á margan hátt ágæt, en upplýsinga- skyldan hefur brugðist. Það er of lítið gert til aö kynna fólki réttindi þess og skyldur. Oft er það gamalt fólk, sem í hlut á, og það hefur enga hugmynd um hvert það geti snúið sér.‘‘ Snertir ekki alla jafnt Nýju lögin fæla eigendur at- vinnuhúsnæðis ekki eins mikið frá því að leigja út eins og íbúðareig- endur. Ákvæði laganna eru ekki eins ströng hvað þá varðar og víð- ar má víkja út af þeim. Til dæmis þarf ekki að fara eftir ákvæöum laganna um viðhald leiguhúsnæðis, þegar um annað húsnæði en íbúðir er að ræða. Og skiptingu reksturskostnaðar má haga á annan hátt en lögin segja fyrir um, þegar húsnæðið er leigt út til atvinnurekstrar. Þessi atriði getur fólk sem sagt samið um á svipaöan hátt og áðurtíðkaðist. Hins vegar gilda ákvæðin atriði um uppsögn leigumála um báðar tegundir húsnæðis. Á atvinnuhús- næði er uppsagnarfrestur sex mánuðir, en getur í einstaka tilvik- um orðið 9—12 mánuðir. Ef leigu- málinn er tímabundinn skal leigu- sali senda leigutaka skriflega til- kynningu um að hann hyggist ekki framlengja leigumálann minnst einum mánuöi og lengst þremur mánuðum áður en leigutíminn er útrunninn. Það sama gildir um íbúðarhús- næði, en þar fer uppsagnarfrestur ótímabundins leigumála eftir því hve lengi leigjandinn hefur búið í íbúðinni. Stysti frestur er þrír mánuðir, en sá lengsti eitt ár. Varðandi fyrirframgreiðslu gilda lögin líka jafnt. Hana má ekki taka af lengri tíma en sem nemur fjórð- ungi umsamins leigutíma. Álögur Á móti þessu öllu kemur svo, að leigutími atvinnuhúsnæðis þarf helst að vera langur, eða 5—10 ár, þar sem leigutaki leggur kostnað í innréttingar. Hið opinbera leggur hins vegar öðru hvoru aukagjöld á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem ekki leiða til hærri leigu, þegar samningar hafa þegar verið gerð- ir. Hækkuð fasteignagjöld hækka heldurekki vísitölu húsaleigu. Slík gjöld leiða til þess, að hús- eigendur þora ekki að leigja til mjög langs tíma. En þegar á allt er litið, virðist þó að það sé hagstæðara að leigja út atvinnuhúsnæði en íbúðarhús- næði eins og málin standa nú, enda ber leigumarkaöurinn þess merki. Einangrun gegn hita, eldi, kulda og hljóði, auðvelt í uppsetningu. Algengustu stærðir ávallt fynrliggjandi. ROCKWOOL Spamaður á komandi ánim Lekjargtttu 34, Hafnarfíitti sími 50975 25 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.