Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 37
;<V'w,$íSV'. 'V Einingahús úr timbri, framleitt hjá Húseiningum á Siglufirði. Þá var næst að kaupa hreinlætistækin. Ákveöið var að hafa sturtu ásamt baðkeri. Þá þurfti 2 klósett þar sem gestaklósett er í húsinu, 2 handlaugar, eina stóra og eina litla auk þess plastvask í þvottahúsið. Það ódýrasta var valið, hvítt klósett kostar um 95 þúsund, hvít handlaug af stærri gerð 28 þúsund og sú minni 17 þús. Plastvaskurinn kostaði 9 þúsund og sturtubotn- inn 37. Baðker 120 þúsund. Hreinlætistæki og kranar kr. 499.000 Vinna við uppsetningu kr. 175.000 Hurðaskrár kr. 80.000 Sólbekkir kr. 54.000 Eldavél kr. 374.000 Eldhúsinnrétting og skápar kr. 4.209.000 Málning og flísar kr. 769.000 Veggfóður og gólfdúkur kr. 508.000 Samtals 4 áfangi kr. 6.668.000 Þá er eftir að ganga frá lóðinni. Raftenglar eru eftir, einnig eldhúsvifta og örugglega margt fleira sem hefur gleymst í þessari athugun á byggingarkostnaði. Við skulum áætla þessa liði sem eftir er samtals kr. 2.500.000. Þá höfum viö komið húsinu upp fullfrágengnu og tilbúnu til notkunar fyrir rúml. 52 miljónir króna, eða nánar tiltekið kr. 52.273.000. Við erum sem sagt tölu- vert undir byggingarvísitölu en hún mun vera þannig að hús úr steinsteypu af svipaðri stærð, þó ef til vill aðeins minna, mun eiga að kosta sem næst 57 miljónum króna. Af þessu dæmi virðist mega draga þá ályktun að einingahúsin séu verulega hagkvæm og töluvert ódýrari en hús sem steypt er upp. Þó er rétt að hafa í huga að þessi mælikvarði er ekki algildur frekar en sjálft vísitölukerfið. Þegar eininga- hús er keypt er meginhluti vinnunnar við sjálfa húsa- smíðina framkvæmdur af fagmönnum í verksmiðju, vió vinnum það ekki sjálf að neinum hluta. Það kann hinsvegar vel að vera að maður vanur mótauppslætti og húsbyggingum geti sýnt fram á að ódýrara sé fyrir hann að byggja hús á hefðbundinn hátt. Eitt er at- hyglisvert og sýnir ef til vill vel hvað húsbyggjandinn hefur uppúr því að velja einingahús. Þegar við könn- uöum verð á innihuröum með lömum og í karmi kom í Ijós að haröviðarhurðir fengust niður í rúm 80 þúsund þegar keyptvar álíkamagn og þarf í þetta einingahús. Hinsvegar reiknast okkur til að fyrir hverja innihurð sem keypt væri með einingahúsi séu einungis greiddar tæpar 60 þúsund krónur. Fyrir þá sem eru aö hugsa um húsbyggingu úti á landsbyggðinni þar sem lóða- og gatnagerðargjöld eru önnur en hér á Reykjavíkursvæðinu þá kann það að geta verið vegvísir að 140 fermetra tréeiningahús með 50 fermetra bílskúr gæti maður komið upp fyrir 43.0 miljónir króna þegar kostnaður við lóðina er ekki með inni í dæminu. Að sjálfsögöu væri hægt að láta þetta hús kosta um og yfir 100 miljónir ef því væri aö skipta, en hér er verið að kanna á hvern hátt sé hægt að koma sér upp einbýlishúsi á sem ódýrastan hátt. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.