Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 45
OPINBERAR AÐGERÐIR SEM LÆKKA ÍBÚÐAVERDH) Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um hagræðingu í byggingariðnaði. Þessi hagræðing hefur einkum átt að gerast með þrennum hætti: í fyrsta lagi með aukinni byggingartækni, í öðru lagi með hagkvæmari byggingaraðferöum og ódýrara byggingarefni og í þriöja lagi með aukinni raðfram- leiðslu íbúða. Þótt viðteknum og íhaldsömum byggingarað- ferðum, sem lengi hafa verið taldar standa í vegi fyrir eðlilegri tækniþróun, fylgi ákveðin tregða gegn nýj- ungum, verður ekki annaö sagt en að margir bygg- ingaraðilar hafi sýnt viðleitni til að taka uþþ aukna tækni. Dæmi um það mætti nefna hagkvæmari steygumót og aukna notkun ýmissa tækja svo sem byggingakrana og steyþudælna. Af nýjum bygging- araðferðum mætti nefna verksmiðjuframleiöslu í sí- auknum mæli á alls kyns byggingarhlutum, t.d. bendinetum, gluggum, hurðum og innréttingum og síðan verksmiöjuframleiösla á húseiningum úr steypu og timbri. En þessi aukna hagræðing hefur ekki skilað sér í þeim mæli að vart verði við lækkun byggingarkostn- aðar nema hjá einstaka byggingaraðilum. Þegar öllu er á botninn hvolft kemur í Ijós að það eru sveitarfé- lögin, kaupstaðirnir og Borgin sem mestu geta ráðið um hagkvæmni í byggingariðnaðinum, a.m.k. þeim hluta hans sem framleiðir íbúðarhúsnæði. Sé bygg- ingaraðilum séð fyrir lóöum þannig að raðsmíði geti átt sér stað opnast möguleikar á því að koma við mun meiri hagræðingu og tækni en annars er unnt. Það eru því sveitarstjórnarmenn sem hafa spilið á hend- inni, ef þannig mætti að orði komast. Dæmi frá Akureyri Byggingarfélagið Smári hf á Akureyri er einn þeirra byggingaraðila í landinu sem hafa boðið íbúðir veru- lega undir vísitölu á undanförnum árum. Til þess eru dæmi að íbúðir byggðar af Smára hf hafi verið 20—30% ódýrari en sambærilegar íbúðir í Reykjavík, byggðar á sama tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú, að á Akureyri er beitt þeim aðferðum við úthlutun lóða, sem um árabil hafa þótt sjálfsagðar í öllum nágrannalöndunum. Vegna þess hvernig haldiö er á málunum í sambandi við lóðaúthlutunina á Akureyri gefst byggingaraðilum, eins og Smára hf., kostur á að framleiða íbúðir í stærri stíl og um leið getur fyrirtækiö notað fullkomnustu byggingartæki og vélar sem nýtast til lengri tíma. Á Akureyri hefur byggingarverktökum verið úthlutað lóðum til lengri tíma en gerist og gengur t.d. í Reykjavík, þeim er úthlutað byggingarsvæði til margra ára á sama tíma og byggingaraðilum í Reykjavík er úthlutað til eins árs í senn, eða jafnvel úthlutað einum stigagangi í blokk á móti mörgum öðrum verktökum. Það gefur auga leið að bygging- araðilar á Akureyri geta skipulagt sín verkefni langt fram í tímann og nýtt betur mannafla og tæki en ann- ars væri unnt. Til þess að aukinni hagkvæmni veröi náð í hús- byggingum þarf að koma til aukin verksmiöjufram- leiðsla. Á meðan úthlutunarreglur sveitarfélaga eru þannig að út úr þeim kemur nánast módelsmíöi þarf engan að furða þótt dýrt sé að byggja. Sveitarfélögin þurfa hreinlega að gera það upp við sig, hvort þau vilja halda í gamla fyrirgreiðslukerfið, þar sem úthlut- unin er notuð til einstakra atkvæðakaupa, eða söðla um og láta hag almennings ráöa feröinni. íslenzkir byggingaverktakar hafa sýnt og sannað að þeir geta byggt ódýrt og vandað húsnæöi fái þeir lóðir til að framleiöa hús. Á meðan úthlutunarreglur eru eins og nú tíðkast verður ekki um neina umtalsverða hagræðingu að ræða. Ástæðan er m.a. sú, að byggingarfyrirtæki eiga ekki aðgang að lánsfjármagni til kaupa á nauðsyn- legum tækjum þar sem undir hælinn er lagt hvort þau fá lóöir til þess að byggja í nægilega miklum mæli til þess að slík fjárfesting skili sér aftur. Gjaldþrot bygg- ingaraðila eru ekki sjaldgæf og ekki auðveldar það þeim sem eftir eru að fjármagna starfsemina. Hvað kostar „sjálfsögð" hagræðing? Byggingarkrani af algengustu gerð kostar nú rúm- lega 20 miljónir. Um greiðslufrest frá seljanda er yfir- leitt ekki að ræða, — byggingaraðilinn þarf að geta snarað útfyrirtækinu. Sé heppnin með er möguleiki á að fá lán úr Iðnlánasjóði sem nemur fjórðungi af fjár- festingunni. Afganginn verður að fjármagna á víxlum til styttri tíma og greiða miljónir í vexti. Það merkilega við þetta er að húsbyggingaiðnaðurinn snertir svo til hvert heimili í landinu, en þrátt fyrir það er engin lánastofnun sem hefur það hlutverk með höndum að veita hagræðingarlán á þessu sviði, — lán sem yrðu til þess að byggt væri hagkvæmar í landinu. Með því aö taka upp nútímalegri hætti við úthlutun lóða t.d. á svipaðan hátt og gert hefur verið á Akureyri mundi hefjast nýtt uppgangstímabil í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu. Þaö getur varla veriö raunhæft að halda þannig á málunum aö allar íbúðir, sem byggðar verða á næstu árum séu annaðhvort módel- smíði eða byggðar á „félagslegum grundvelli“. Slíkar opinberar framkvæmdir munu aldrei hafa við að sinna þörfum markaðarins. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.