Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 54
stjórnun Áhyggjur? Nýju skattalögin. Ófrágengin mál. Lélegar einkunnir hjá barninu þínu. Þessi undarlegi verkur í fætinum. En þú getur þó andað rólega: Þú ert ekki einn um að fá í magann annað slagið! Áhyggjur eru eðlilegar. Hugtakið „yfirstjórnandi" felur ósjálfrátt í sér ímynd einstaklings sem hefur stáltaugar og ræðst gegn vandamálum af öguðu hug- rekki — nánast ofurmenni. Ofur- menni sem er sérþjálfað í að fást við vandamál á sviði viðskiptalífs- ins. Sá sem lifir og hrærist í sinni eigin veröld og fer þar um fjörur af makalausu öryggi. En þetta er blekking. Þeir sem mestum árangri hafa náð sem stjórnendur í atvinnulífinu hafa ekki komist hjá því að verða áhyggjufullir og þeir eiga jafn erfitt með að leysa sín vandamál, eða að finna rétta lausn á þeim, eins og aðrir. Þetta hafa kannanir leitt í Ijós svo ekki verður um villst. Fólk vill afturámóti halda í ofurmennis- kenningu sína — hvað sem því nú veldur. í könnun sem gerð var meðal stjórnenda fyrirtækja í Bandaríkj- unum voru þátttakendur beðnir að nefna þann áhyggjuflokk, sem léki stærsta hlutverkið í áhyggjum þeirra og stóð valið á milli þriggja flokka: Persónuleg áhyggjuefni, starfstengd og þjóðmálalegseðlis. Þeir voru einnig beðnir að gera grein fyrir því hvaða áhrif áhyggjur hefðu á afköst þeirra í stjórnunar- starfinu. Það kom í Ijós að þeir höfðu mestar áhyggjur af börnunum sín- um, hvernig þeim heilsaðist. Þar næst af því að þeir sjálfir kynnu að staðna á framabrautinni, þá voru það áhyggjur tengdar gæðum þeirra vara sem fyrirtæki þeirra buðu á markaóinum, svo kom verðbólga og loks ríkisafskipti í formi nýrra laga og reglugeröa. Sjórnendurnir voru almennt sammála um að áhyggjurnar leiddu til þess að þeir legðu harðar að sér við vinnu en þeim finnist skynsamlegt og ennfremur að áhyggjur gerðu þeim erfiðara að halda fullri einbeitni við vinnu sína. Aöeins lítill hluti stjórnenda taldi að áhyggjurnar nú hefðu minni áhrif á afköstin en þær geröu fyrir nokkrum árum síðan. Niðurstöður könnunarinnar benda ákveðið til þess að áhyggjur stjórnenda fari ekki eftir aldri og stöðu í stjórnkerfi. Lægst settu framkvæmdastjórarnir á milli tví- tugs og þrítugs höfðu jafn miklar áhyggjur af heilsufari sínu og eftirlaunakjörum og hátt settir for- stjórar um fimmtugt og sextugt. 24 ára gömul koma sem er deildar- stjóri fyrirtækis í lowa hafði t.d. mestar áhyggjur af uppeldi eins árs gamals sonar síns en hafði jafnframt áhyggjur af eftirlauna- kjörum sínum og hvernig henni myndi reiða af eftir að hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Þetta er dálítið athyglisvert þegar það er haft í huga að áratugir eru þar til að þessu ákveðna marki kemur. Hún lýsti þessu frekar: „Ég hef áhyggjur af fjármálunum þegar ég fer á eftirlaun, hugsa um það hvort 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.