Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 57
Það getur verið snjallt að skipta um starf Einn þeirra sem tók þátt í þessari könnun er 42 ára gamall forstjóri sem haföi náð töluverðum frama. Hann hafði verið í starfinu 5 ár og þá var honum boðin forstjórastaða hjá öðru fyrirtæki þar sem hann átti að stjórna mjög vandasömu verkefni. Hann tók þessa áhættu og hefur eftirfarandi um þetta að segja: ,,Mér var það alveg Ijóst að ég lagði öruggt og gott starf að veði. En mín sérgrein er einmitt að meta áhættu og taka ákvarðanir út frá því og þegar mér bauðst mjög spennandi starf, starf sem þýddi mjög mikla viðurkenningu ef mér tækist vel upp, þá heföi það verið ákveðið vanmat frá minni eigin hendi hefði ég ekki þorað að slá til. Ég vil vera álitinn góður stjórnandi og sá sem ekki þorir að taka áhættu hann er það einfaldlega ekki. Mér finnst aö fólk verði að vara sig meira á þessari staðreynd, — það er engin dyggð í mínum augum að sitja sem lengst á sama stólnum". [ niðurstöðum könnunarinnar kemur glöggt fram, að gagnstætt því sem margur hyggur, þá skipta þeztu og árangursríkustu stjórn- endur mun oftar um starf en þeir sem álitnir eru slakari — en sumir þeirra hafa afturámóti taþað á því, þ.e. þeir hafa teflt of djarft. „Atvinnusjúkdómur- inn“ magasár Ungur framkvæmdastjóri vöru- flutningaflugfélags hafði verið slæmur í baki um hríð en fékk svo skyndilega blæðandi magasár í ofanálag. Ástæöan var sú að hann þurfti að vinna sem aðstoðarmað- ur forstjóra sem átti mjög erfitt með að taka ákvarðanir. Áhyggjur sem hlóðust upp á skömmum tíma vegna þess að framkvæmdastjór- inn réði ekki við vandamálin, sem óstjórn forstjórans skapaði, urðu honum um megn, maginn gerði uppreisn. Þetta leiddi til þess að athygli eigenda fyrirtækisins beindist að orsökunum og for- stjóranum var sparkað og annar hæfari ráðinn í hans stað. Þegar framkvæmdastjórinn hafði náð sér eftir magasárið og tók til starfa á ný hafði hann þetta um málið að segja: ,,Ég sá að það hlaut að vera mjög heimskulegt að taka starfið svo alvarlega að heilsa manns væri sett að veði, — ekkert fyrirtæki eða starf er þess virði að mínu viti. Ég ákvað því að taka þetta allt öðrum tökum. Kom mér upp tækni til þess að raða verk- efnum eftir forgangsröð og lét aukaatriðin lönd og leið. Nú hef ég mun betri tök á starfinu og það sem skiptir mestu máli, — ég skil þaö eftir á skrifstofunni þegar ég fer heim klukkan nákvæmlega 5." Magasár er vægast sagt algengt meöal þeirra sem gegna ábyrgð- arstöðum. Ástæöan er mjög oft sú að þeir hafa ekki lært þá tækni sem gerir stjórnanda kleift að greina á milli mismunandi veiga- mikilla verkefna, sú tækni er til og auðvelt að læra hana fyrir þann sem ber sig eftir því. Hvernig ffara stjórn- endur að því að losna við áhyggjurnar? Hér fara á eftir svör nokkurra árangursríkra stjórnenda stórfyrir- tækja. Þeir voru spurðir á hvern hátt þeim tækist að halda áhyggj- unum frá sér og koma í veg fyrir að þær hefðu áhrif á afköst og líðan þeirra. Einn þeirra segir: ,,Ég skokka rúma 3 kílómetra á hverjum degi. Það gerir kraftaverk. íþróttaiðkun dreifir huganum um leið og hún byggir líkamann upp fyrir næsta dag. Ég stunda einnig flug og flýg litlum flugvélum um hverja helgi og það er tómstundaiðkun sem tekur hug manns allan. Annar segir: ,,Ég hef stundað hugleiðslu nú í rúmt ár. f mínu starfi fer það gjarnan svo að ég get ekki losaö hugann úr viðjum starf- ans, maður er að glíma við ein- hverjar lausnir og það getur verið erfitt að slíta þær úr huganum. Með hugleiðslu hefur mér tekist að öðlast tækni til þess að „hreinsa" heilann, ef svo mætti að orði kom- ast og um leið fara áhyggjurnar sömu leið. Auk þess sem hug- leiöslan er góö æfing fyrir heila- búið þá getur hún gert manni mun auðveldara að einbeita sér að lausn vandamála, árangurinn verður því meiri og áhyggjur að sama skapi minni”. Og enn einn hefur þetta að segja: „Þegar ég finn að einhver hugmynd að lausn á vandamáli ætlar að verða langsótt, þá set ég máliö til hliðar í stað þess að hakka á því áfram. Ég fer í tennis, golf eða skokk og áöur en ég veit af er lausnin komin næstum því af sjálfu sér.“ Sá fjórði segir: „Ég hef ánægju af því að smíða hluti, sérstaklega húsgögn. Ég er þessa stundina að vinna að því aö innrétta tóm- stundaherbergi heima. Þótt ég sé ekki smiður af Guös náð eða lærður sem smiöur, þá hefur mér tekist að ná þeim árangri að ég þori að sýna öðrum þá hluti sem ég smíöa. Þetta geta allir ef þeir reyna og ég veit enga betri aðferð til þess að draga úr þreytu og áhyggjum sem alltaf fylgja starfi mínu sem aðalstjórnandi stórfyrir- tækis. Kona á framabraut segir: „Ég tek ógurlega risþu ööru hvoru og tek húsið í gegn, ég fer einnig í langar ökuferðir og skoða mig um, það hjálþar mér aö slaka á. Sé ég að burðast með ákveðið vandamál leita ég gjarnan til eiginmannsins og fæ hann til að hjálpa mér, hann á mjög gott með að setja sig hlut- laust inn í ólíklegustu mál. Sé vandamáliö mjög snúið og erfitt viðfangs þá hika ég ekki í því að leita til utanaðkomandi ráðgjafa. Þótt starfið sé erilsamt og krefjandi þá hef ég ekki orðið vör við þaö enn að áhyggjurnar hafi áhrif á mitt einkalíf, a.m.k. ekki ennþá. Og sá síðasti að sinni segir: „Ég nota golfíþróttina til þess að ná slökun og hvíld frá starfinu. Ég mundi ekki kalla mig golfleikara, ekki einu sinni áhugamann, til þess vinna félagar mínir mig allt of auðveldlega. Það sem máli skiptir er það að með þessu móti þá tekst mér að halda starfsorkunni viö og sjálfum mér í jöfnu formi sem stjórnandi. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.