Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 6
éfangan Þröstur Ólafsson, hagfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Þröstur er fæddur á Húsavík 1939. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1960. Að því loknu hélt hann til Þýskalands og lagði stund á hagfræði og lauk hann því námi frá háskóla í Vestur-Berlín 1968 Eftir nám réðst Þröstur til hagfræðideildar Landsbanka Islands, en árið 1969 til 1971 er hann starfsmaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Því næst tekst hann á hendur ýmis lausastörf, m.a. er hann ,,húsmóðir'‘ í eitt sumar. Árið 1972 starfar Þröstur í iðnaðarráðuneyt- inu með þáverandi iðnaðarráðherra Magnúsi Kjartanssyni. Því starfi gegnir Þröstur þar til vinstri stjórnin fer frá 1974 og er hann þá ráðinn framkvæmdastjóri Máls og menningar og hefur gegnt því starfi síðan. Frjáls verslun spurði Þröst hvernig hann kynni við hið nýja starf sitt. ,,Það er nú ekki komin mikil reynsla á það enn," sagði Þröstur. ,,En ég held að ég hljóti nú að kunna vel við mig hér, því næg eru verkefnin." í hverju er starf aðstoöarmanns ráðherra fólgið? ,,Það er í því fólgið að vera ráðherra innan handar við störf innan ráðuneytisins. Það er annars mikill munur á að starfa í iðnaðarráðu- neytinu og fjármálaráðuneytinu. Starfið hér er mikið umfangsmeira enda fer hér fram stjórnun peningamála ríkisins og þar sem hér er ekki starfandi neitt efnahagsmálaráðuneyti, þá skipta þær ákvarðanir sem hér eru teknar miklu máli varöandi efnahagsþróunina í landinu." Jón Ormur Halldórsson hefur verið ráðinn aðstoöarmaður forsætisráðherra, dr. Gunnars Thoroddsen. Jón Ormur er fæddur í Reykjavík 1954 og lauk námi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974. Þá hélt hann til náms í Bretlandi og lauk prófi í stjórnmálafræöi og hagfræði frá Essex. Meðan á námi hans stóð vann hann eitt sumar sem blaðamaður á Vísi. Hann var í tvö ár framkvæmdastjóri DEMYC, Democratic Youth Committee of Europe, en það eru samtök ungliðahreyfinga kristilegra lýðræðisflokka, íhaldsflokka og frjálslyndra flokka í Evrópu. Til samtakanna teljast flokkar frá 16 löndum. Á síðasta ári var Jón Ormur kjörinn varaformaöur DEMYC og gegnir því starfi ennþá. Jón hefur tekið virkan þátt í starfi ungra Sjálfstæðismanna, jafnt í Heimdalli sem Sam- þandi ungra sjálfstæðismanna og er hann núna varaformaður SUS. Eftir að Jón lauk námi frá Essex starfaði hann um tíma fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins og í síöustu kosningum starfaði hann fyrir flokkinn sjálfan. Frjáls verslun spurði Jón hvernig honum lík- aði starfið: ,,Það er allavega ekki tími til aö láta sér leiðast", sagöi Jón. ,,lnn í forsætisráðu- neytið koma allir endar úr stjórnsýslukerfinu og hingað berast málefni allra ráðuneyta, þannig að nóg er aö gera." 6 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.