Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 34
vælalöggjöf og matvælaeftirlit, svo að séö verði fyrir lögmætum vöruskoðunum og útgáfu vottorða, bæði fyrir útflutning og innflutning. Þetta gildir einnig um endurútflutning vöru. Lagt er til, aö hafi landsyfirvöld neitað innflutningi ákveðinnar vöru, vegna þess að hún sé talin hættuleg heilsu manna eða svikin, þá skuli þau með öllum tiltækum ráðum aðvara önnur þau lönd, sem líklegt má telja, að varan verði send til. Þátttaka íslands ísland gerðist aðili að Staðlaskrárráðinu árið 1969, en hafði þá áður tekið þátt í störfum Staðlaskrár- nefndar fyrir fisk og fiskafurðir. Hefur ísland átt full- trúa á öllum fundum þeirrar nefndar frá upphafi (1964), en auk þess tekið þátt í einstaka fundum annarra staðlaskrárnefnda, s.s. um kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkurvörur, feiti og olíur, og aukaefni í matvælum. Þátttaka íslendinga í þessum fundum hefur mest ráðist af hagsmunum útflutningsfram- leiðslunnar, einkum fiskiönaðarins, og afstaða (s- lands til málanna aðallega mótast út frá sjónarmiði framleiðandans. Á hinn bóginn hefur ísland ekki ennþá sinnt neitt sérstaklega sjónarmiðum innflytj- endanna. Til þess væri þó full ástæða, þar sem ís- lendingar flytja inn mikið af matvælum og eru ekki alltaf ánægðir með þau, svo sem kunnugt er. Er at- hugandi, hvort ekki sé ráðlegt, út frá þessu sjónar- miöi, að (sland samþykki fyrir sitt leyti nokkra af Codex-stöðlunum. Ennþá hafa engir þeirra öðlast gildi hérlendis. Að fyrirmynd annarra aðildarþjóða Staölaskrár- ráðsins hefur ísland sett hjá sér sérstaka nefnd, staðlaskrárnefnd, til þess að fara með yfirstjórn þeirra mála hérlendis, sem varða Codex Alimentarius. Skipuð var af Sjávarútvegsráðuneytinu íslensk staðlaskrárnefnd árið 1967 og starfaði hún til 1972. Núverandi staðlaskrárnefnd var skipuð af Utanríkis- ráðuneytinu árið 1977. Aðild að henni er ekki per- sónubundin, heldur bundin við ríkisstofnanir, sem tengdar eru matvælaframleiðslu, rannsóknum á mat- vælum og matvælaeftirliti. Stofnanirnar eru þessar: Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Rannsóknastofnun iönaðarins. Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Matvælarannsóknir ríkisins. Raunvísindastofnun Háskólans. Yfirdýralæknirinn á íslandi. Eiturefnanefndin á íslandi. FAO-nefndin á (slandi. Formaður nefndarinnar er forstöóumaður Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, Björn Sigurbjörns- son, Ritari nefndarinnar var tilnefndur Sigurður Pét- ursson, gerlafræðingur, en hann hefur starfaö hér að þessum staðlaskrármálum frá byrjun (1964). Ritarinn er einnig viðtakandi (Codex Contact Point) hérlendis að skjölum og ritum Staðlaskrárráðsins og annast um dreifingu þeirra til viðkomandi aðila. Hann veitir og upplýsingar um Codex Alimentarius, þegar þess er óskaö. Siglfirðingar Tískufatnaður í miklu úrvali fyrir alla á öllum aldri Diddabúð Aðalgötu 28 - 580 Siglufirði Sími 96-71324 L Siglfirðingar - nærsveitamenn Leitið ekki langt yfir skammt. Við höfum gjafir og blóm við hverskonar tækifæri. Höfum einnig mikið úrval af leikföngum. Verslunin Ögn Aðalgötu Sírni 71120, Siglufirði 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.