Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 57
Það var Bjarni Bjarnason kaup- maður í Kjörbúð Bjarna, sem fyrstur hóf að veita þjónustu í samræmi við þessar breyttu reglur en nokkrum mánuðum seinna var kvöldsala hafin í stærstu útibúum Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, og er nú opið frá kl. 18.00 til 22.00 í fjór- um útibúum kaupfélagsins. Engin vandamál vegna vinnutímans Bjarni Bjarnason sagði, að kvöldverzlunin hefði aukizt stöð- ugt og væri sérstaklega mikil yfir sumarið, þegar ferðamanna- straumurinn til Akureyrar er mest- ur og á annað hundrað tjöld á tjaldstæðinu, sem liggur ekki fjarri kjörbúð hans. En hafa samningar við verzlunarfólkið ekki verið hindrun í vegi þessa fyrirkomu- lags? Bjarni kvað það ekki vera svo. í Kjörbúð Bjarna hefur af- greiðslufólk verið sérstaklega ráð- ið í kvöldsöluna. Einhverjir árekstrar urðu hjá kaupfélaginu fyrst í stað vegna launamála en úr því leystist fljótlega. Og það er meira aö segja hægt að kaupa algengustu „sjoppuvör- ur‘‘ eftir hálftólf á Akureyri. Nætursala við Ráðhústorg og svokallaðar nestisverzlanir hafa heimild til að hafa opið til kl. þrjú að nóttu. Hagkaup opnar sem markaðsverzlun Það er Kaupfélag Eyfirðinga. Akureyri, KEA, sem er mest áber- andi í matvörudreifingu á Akureyri. Matvörudeild kaupfélagsins rekur nú tólf verzlanir í bænum, sumar þó smáar. Elzta búðin er í mið- bænum en stærstu útibúin eru í Glerárhverfi og við Hrísalund. Kjörbúð Bjarna er eina kjörbúðin með fjölbreyttu matvælaúrvali fyrir utan kaupfélagsbúðirnar. Hag- kaup rekur markaðsverzlun með takmarkaðra vöruframboði í mat- vælum — selur hvorki mjólk né kjötvörur. í sumar mun Hagkaup væntanlega opna nýja stórverzlun á Akureyri, í húsnæði sem bíla- verkstæðið Baugur hefur starfað í viö Norðurgötu 62. Kaupfélag verkamanna er enn einn aðili í matvöruverzluninni og rekur það nokkur smáútibú. „Kaupmenn á horninu" eru hins vegar mjög fáir á Akureyri. Kjörbúð Bjarna er stærsta verzl- unin í verzlunarmiðstöðinni Kaup- angi við Mýrarveg sem tók til starfa fyrir fjórum árum. Hún er verzlun allra Akureyringa, ef svo má segja, og eiga hin mörgu bílastæði við Kaupang mestan þátt í þvi. Kemur fólk alls staðar að úr bænum til að gera innkaup í Kjörbúð Bjarna og er föstudagsverzlun áberandi mikil. Við spurðum Bjarna hvernig til hefði tekizt með rekstur á svona verzlunarmiðstöö á Akureyri, en það var einmitt hann, sem fékk út- hlutun fyrir henni á sínum tíma og byggði upp aðstöðuna í samvinnu við byggingafélagið Smára. Bjarni sagði að sjálfur þyrfti hann að stækka kjörbúð sína á næstunni með því að flytja aðstöðu starfs- fólksins sem nú er á verzlunar- hæðinni upp á efri hæðina þar sem nú er lagerpláss. öðrum verzlunum og þjónustufyrirtækj- um í húsinu hefði líka vegnað vel og slegizt væri um pláss í við- bótarálmu við húsið, sem er í byggingu. Þarverður700fermetra verzlunarhúsnæði og 500 fer- metrar fyrir læknamiðstöð. „Hefur tekizt miklu betur en menn reiknuðu með“ Fjölbreytileg verzlun og þjón- usta er rekin í Kaupangi nú. Þar er Landsbankinn með útibú. Önnur fyrirtæki eru: Radiovinnustofan, Blómabúðin Lilja, Rakarastofa Sigvalda, Hárgreiðslustofa Diddu, Byggingavöruverzlunin Norður- fell, Heilsuræktin, Dúkaverk- smiðjan, Smári hf. byggingaverk- takar, tannlæknastofa, teiknfstofa Hauks Haraldssonar og hið nýja Listhús, gallerí, sem Jón Sólnes hefur nýlega sett á stofn fyrir list- sýningarog listaverkauppboð. „Það má segja, að þetta hafi tekizt miklu betur en nokkur reiknaði með,“ sagði Bjarni í Kaupangi um rekstur verzlunar- miöstöðvarinnar. „Menn voru svartsýnir á að þetta myndi heppnast í Ijósi þess að kaupfé- lagið var ákaflega sterkt hér og er enn.“ En eru menn skelkaðir vegna nýrra viðhorfa í smásöluverzlun- inni sem skapast með tilkomu hinnar nýju verzlunar Hagkaups? „Það er ég ekki," svaraði Bjarni. „Við viljum samkeppni, sem rekin er á sanngirnis- og réttlætis- grundvelli. Það má vel vera, að verulega dragi úr sölu í verzlunum í bænum, þegar þeir opna og bjóða kjöt og mjólk. En við höfum þá trú, að það muni fyrst og fremst bitna á kaupfélaginu." Kjörbúð Bjarna hefur dregið að sér viðskiptavini úr öllum bæjar- hlutum á Akureyri. Áður hefur ver- ið minnzt á þátt bílastæðanna í því en hitt er ekki síður mikilvægt, að Bjarni hefur lagt mikið upp úr fjöl- breyttu vöruúrvali á sama tíma og helzti keppinauturinn, kaupfélag- ið, hefur haldið sig að mestu við þá vörúflokka, sem það flytur inn sjálft. Hjá Bjarna eru á boðstólum vörur sem ekki fást annars staðar á Akureyri og eins og einn neyt- andi orðaði það, þá vill fólk ekki láta segja sér hvað það eigi að kaupa og láta velja fyrir sig. Á þessu fyrirkomulagi geta verið dá- lítið skrítnar hliðar eins og til dæmis það að KEA býður ekki fram kjötvörur frá samvinnufyrir- tækinu Goða í Reykjavík heldur aðeins frá sinni eigin kjötiðnaðar- stöö. Hins vegar fást Goða-vör- urnar að sunnan í Kjörbúð Bjarna. Auk þess hefur Bjarni á boðstólum margs konar framleiðsluvörur samvinnufélaganna í nágrenni Akureyrar, bæði KEA og annarra. Það styrkir líka stöðu hans, að samkeppni er milli KEA og Kaup- félags Svalbarðsstrandar, handan Eyjafjarðar, í kjötvörunum og hef- ur Bjarni verzlað við þau bæði. Aðstöðumunur kaupmanna Er einhver greinilegur munur á aöstöðu kaupmannsins í bæ eins og Akureyri og hjá starfsbræðrum hans í Reykjavík og á höfuðborg- arsvæðinu? Bjarni taldi meginmun fólginn í því, að kaupmennirnir úti um landsbyggðina yrðu að hafa miklu stærri lager, dýran og pláss- frekan. Fólk gerir miklar kröfur til vöruvalsins og því er ekki um ann- að að ræða fyrir kaupmanninn en að hafa stóran lager þegar langt er að sækja með alla aðdrætti. Kaupmaðurinn úti á landi verður þar af leiðandi að hafa talsvert pláss í tengslum við verzlunina fyrir birgðageymslur, sem eru hins vegar í algjöru lágmarki fyrir sunnan, þar sem menn geta fengið vörur nokkuð eftir hendinni inn í sjálfa verzlunina. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.