Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 77
Húseiningahús frá Siglufiröi 23% ódýrara en vísitöluhúsið Sigurður Kjartansson, framkvæmda- stjóri Húseininga hf. við gluggapósta, sem bíða eftir því að vera settir á sinn stað í einingunum. „Menn hafa spurt hvort fjar- lægðirnar skipti ekki máli. Því er til aö svara, að flutningskostnaður- inn er svo lítill hluti af heildar- kostnaðinum, að hann skiptir litlu máli." Þetta eru orð Sigurðar Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Húseininga hf. á Siglufirði. Sigurður sagði, að raunveru- lega væri hægt að komast að hagkvæmari flutningssamningum á einingahúsum frá Siglufirði, heldur en ef fyrirtækið væri stað- sett á Reykjavíkursvæðinu. Reykjavik er miðstöö flutninga út á land og þaðan fara skipin austur og vestur hringinn í kringum landið. Yfirleitt er það þannig, að þau hafa lokið við að tæma meginhluta vörufarmsins þegar norður er komið og myndu sigla tóm til baka byöist ekki farmur. Sá farmur sem skipafélögunum býðst er það lítill að þau sigla ekki full- lestuð til Reykjavíkur. Af þessum sökum er oftast nóg lestarrými fyrir Húseiningahús frá Siglufirði hvert á land sem er og samningarnir sem gerðir eru, eru mjög hag- stæðir. Húseiningar hf. er eitt af stærstu fyrirtækjunum á Siglufirði og langstærsta húseiningaverksmiðj- an á landinu. Verksmiðjan var stofnuð 1973 en fór ekki fyrir al- vöru í gang fyrr en 1975 og hafa síðustu tvö árin gengið mjög vel í rekstrinum. Eftirspurnin eftir einingahúsum hefur mjög aukist á síðustu ár- unum einkum vegna þess hve auðveld þau eru í uppsetningu og hversu byggingatíminn er skamm- ur. Einnig hefur eftirspurnin eftir timburhúsum farið vaxandi á síð- ustu árum, enda er það hald margra að timburhúsin hafi „sál". Hvað sem um það má segja, er öruggt að þau eru miklu hlýlegri vistarverur heldur en steinninn. Húseiningar framleiða um 60 hús á ári og til marks um vinsældir einingahúsa má nefna að nærri liggur að annað hvert einbýlishús sem byggt er á landinu í dag, sé byggt úr einingum, steypu eða timbri. Sigurður Kjartansson, fram- kvæmdastjóri, sagði að fólk íhug- aði frekar lengd byggingatímans í dag en áður. Það tekur þrjár vikur að gera einingahús tilbúið undir tréverk. Einangrun í timbureiningahús- um er fengin með steinull, sem um leið er hljóðeinangrandi. Húsein- ingar nota sérstaka steinull sem mikið er notuð í frystiklefa. Notaðir eru léttir veggir sem auðvelt er að færa úr stað vilji fólk breyta vistarverum sínum. Húseiningar hafa látið reikna út fyrir sig hvað eigin framleiðsla sé dýr miðað við vísitölueinbýlishúsið og kom í Ijós miðað við 1. apríl sl. aó þau eru 23% ódýrari en vísi- töluhúsið. Miklir erfiðleikar eru samfara rekstri fyrirtækis eins og Húseininga hf. Fyrirtækið nýtur engra afurðalána, en fjármagns- kostnaður er gífurlegur og hann lendir um síðir á kaupendum. Vegna þessa er ekki veittur langur greiðslufrestur á lánum frá verk- smiðjunni. Reglan er sú, að kaup- andi greiðir 50% kaupverðs frá undirritun samnings til afhending- ar. Afgangurinn er lánaður til eins árs og er tekið við ávísunum á líf- eyrissjóðsgreiðslur og húsnæðis- málagreiðslur. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.