Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 20
TO: ALL EMPLOYEES oate May 9, 1980 from: John J. Loughery *Vr SUBiECT: I am sorry fo have to inform you fhat today I have resigned as Vice President - Director of lcelandair for the Western Hemisphere. * . * ■ •’ • ýk* My resignation is the result of not being able to agree with policy on ítems of major importance for the company. When this situation occurs, a man in my position has very few alternatives left. Bréf Loughery til starfsmanna Flugleiða í New York, þar sem hann skýrir uppsögn sína. „Þetta er sennilega enn eitt dæmi um lasburða almennings- tengsli æðstu manna Flugleiöa", segir blaðamaður, sem fylgist vel með þróuninni í flugmálum á ís- landi. Hann hélt áfram: ,, Þessi lasleiki hefur margoft komið félag- inu í koll bæöi í samskiptum við starfsmenn félagsins inn á við og gagnvart íslenzkum stjórnvöldum og almenningi út á við". En lítum nánar á tilefni ,,upp- sagnarbréfs" John Loughery, þ.e.a.s. ágreininginn við stjórn Flugleiða um stefnumótandi atriöi. Hver var hann? John Loughery er alls ekki einn um að hafa haft aðrar skoðanir á rekstri flugfélags undir þeim kringumstæðum, sem Flugleiðir búa nú viö, en þeir, sem nú halda um stjórnvölinn í aðalstöðvum Flugleiða. Vitað er að mikil ólga er í markaðsdeild félagsins og menn greinir þar í grundvallaratriðum á um stefnuna. Jafnvel er búizt við verulegum breytingum innan þeirrar deildar áður en langt um líður. ínn í þetta mál blandast svo einnig að áhugasamur íslendingur og fylginn sér, David Vilhelmsson, sem er framkvæmdastjóri á mark- aðssvæði Flugleiða í Evrópu með aðsetri í Frankfurt, hefur viljað leggja aukna áherzlu á markaðs- uppbyggingu austan hafsins með- an John Loughery vildi halda öllu sínu og ekkert gefa eftir í konung- dæmi sínu vestan hafs. Reynsla annarra flugfélaga á N-Atlants- hafsflugleiðinni sýnir um þessar mundir, að markaðurinn, sem þau verða fyrst og fremst að byggja upp og treysta á er Evrópumarkað- ur, þ.e. evrópskir ferðamenn, sem ætla aö ferðast til Bandaríkjanna. Þetta neitaði John Loughery að viðurkenna. íslendingar eöa Lux- emborgarar? - aukaat- riði Það réði þó sennilega úrslitum, aó John Loughery fór ekki dult með vantrú sína á íslenzkum forystu- mönnum Flugleiða. Fyrir hann skiptu íslenzkir hagsmunir í þessu flugi yfir N-Atlantshafið litlu máli. Hann mun hafa litið á það sem al- gjört aukaatriði þótt Luxemborg- armenn hefðu tekið við öllum flugrekstrinúm á N-Atlantshafs- leiðinni, svo framarlega sem hann sjálfur hefði setiö áfram á toppn- um véstan hafs og stjórnað þeim enda flugstarfseminnar. Þetta var honum ekki liöið af húsbóndanum, sem situr undir Öskjuhlíðarfæti. John Loughery var látinn fljúga. Ástandið í flugmálum vestan hafs er mjög ótryggt um þessar mundir og hefur það illilega bitnað á afkomu Flugleiða eins og fram kom á síðasta aðalfundi félagsins. Bandaríkjamenn eru ekki í ferða- hug sem stendur, því að 18% verðbólga hefur þrengt kjör al- mennings. Gengi dollarans hefur aftur farið sígandi gagnvart öðrum gjaldmiðlum og samkeppni flugfé- laganna um þá viðskiptavini, sem enn vilja ferðast fer síharðnandi. í fyrra stóð farþegafjöldinn frá Bandaríkjunum til Evrópu nokkurn veginn í stað frá árinu þar á undan en fróðir menn spá 5-7% fækkun á þessu ári. Sætaframboð í áætlun- arflugi hefur hins vegar ekkert minnkað í heildina, því að flugfé- lögin fljúga til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum. Ferðum til og frá New York hefur aftur á móti fækk- að. Þó að þannig hafi runnið af Bandaríkjamönnum ferðalöngun- in eru Evrópubúar meira á far- aldsfæti. Og innan Flugleiða er einn hópur áhrifamanna þeirrar skoðunar, að markaðsuppbygging í Evrópu hafi einmitt verið van- rækt og félagið þess vegna ekki fengið eðlilega hlutdeild í þeim markaði, sem önnur félög hafi nýtt sér austan hafsins. John Loughery var ekki í þessum hópi. Farþegum fækkaöi um 40 þús. fyrstu fimm mánuðina. Farþegafjöldi Flugleiða á N-At- lantshafsleiðinni fyrstu fimm mán- uöi þessa árs var 56,766. ( fyrra voru þeir 96,457 á sama tíma. Þeim 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.