Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 27
Magnús hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæöi flokk sinn og stéttarfélag. Hann hefur verið í stjórn VR síðan 1964, varaformaöur frá 1965 og formaður félagsins varð hann snemma á þessu ári. Hann hefur verið formaöur samn- inganefndar félagsins frá því 1960, ritstjóri Handbókar verkalýðsfélaganna í Reykjavík, varaformaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík um nokkur ár. Hann hefur setið í stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu frá 1968 og fleira mætti upp telja. Magnús hefur tekió virkan þátt í félagsstörf- um Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur m.a. setið í stjórn Heimdallar í fjögur ár, stjórn landsmála- félagsins Varöar í sjö ár, þar af tvö sem vara- formaður. Hann var formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1971—73 og borgarf ulltrúi varð hann 1966. Fyrst vara- borgarfulltrúi og síðan 1974 aðalfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn. Hann sat í borgarráði frá 1974 til 1978 og nýlega var hann kjörinn varaformaður borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðismanna. Verkalýðsrekandi? Með hliðsjón af löngum ferli Magnúsar hjá Verslunarmannafélaginu, sem bæði skrifstofu- stjóri þess og varaformaður lengst af, og nú sem formaður og jafnframt skrifstofustjóri, er ekki úr vegi að spyrja hann hvort hann sé ekki orðinn verkalýðsrekandi. ,,Það veltur náttúrulega á þeirri merkingu sem menn leggja í orðið rekandi. Ég hef lengi starfað fyrir þetta félag og þekki því vel til alls, sem lýtur að stjórn þess, en hvort ég sé þess vegna verkalýðsrekandi í augum einhverra, finnst mér vera orðaleikur sem ég tek ekki al- varlega." — Hvernig fer það saman að vera formaður í launþegasamtökum og stjórnmálamaður? „Þessir menn verða að vinna mjög vel saman og það er erfitt að skilja á milli þeirra. Verka- lýðsbaráttan er í eðli sínu pólitísk, en á ekki að vera flokkspólitísk. Fjölmörg mál í sveitar- stjórnum og á Alþingi snerta borgarana, sem flestir eru launþegar. Kaup og kjör eru ekki aðeins ákveðin með kjarasamningum einum. Það er alltaf verið aö fjalla um málefni launþega á þessum vettvangi. Þaö má nefna, að það var ekki lítiö hags- munamál fyrir launþega, þegar borgarstjórn á sínum tíma ákvað að leggja hitaveitu í Reykja- vík, eða þá 1962 þegar ákveðið var, að á næstu tíu árum skyldu allar götur borgarinnar mal- bikaðar." — Hefur þú ekki sem forystumaður í laun- þegasamtökum orðið fyrir barðinu á ströngum flokksaga innan Sjálfstæðisflokksins? Er flokksræði fyrir hendi í honum, sem krefst þess að þú bregðist öðru vísi við í vissum málum, heldur en að þú hefðir ella gert sem formaður í VR? ,,Nei. Borgarstjórnarflokkurinn, en í honum eiga allir vara- og aðalborgarfulltrúar flokksins sæti, ræðir reglulega alla þætti borgarmálanna. Samstaða í flokknum er mjög góð og segja má að algjör samstaða hafi ríkt um öll mál sem skipta meginmáli." Ekki flokksræði ,,Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að í svo stórum flokki séu skiptar skoðanir um leiðir að sama marki. Við ræðum málin af hreinskilni og virðum skoðanir hvers annars. í svo til öllum tilfellum tekst okkur að finna þá leið, sem menn eru sáttir við og standa sameinaðir að. Sá strangi agi sem þú spyrð um er ekki fyrir hendi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna, enda væri slíkt ekki farsælt fyrir neinn flokk. En auðvitað verða menn, sem mynda stjórnmála- flokk vegna sameiginlegra skoðana, að setja sér leikreglur, sem nauðsynlegt er að menn virði. Sá agi felst þó ekki í því flokksræði, sem skilja má að átt sé við með spurningunni. Við ákvarðanir á þessum vettvangi verður samviska manna að ráða gjörðum þeirra. Sú staða kom upp í máli sem varðaði kjara- samninga launþegasamtakanna eftir síðustu borgarstjórnarkosningar að sjónarmið mín fóru ekki saman við skoðanir meirihluta flokks- bræöra minna og greiddi ég atkvæði í andstöðu viö þá. Þar gerði ég rétt sem forystumaður launþegafélags. Um þetta eina mál náðist ekki samstaða og ég var ekki beittur neinum þvingunum af hálfu flokksbræðra minna." Tveir markaðir, frjáls og félagslegur — Þú kemur inn í stjórn verkamannabú- staðanna fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Hvernig samrýmist það, að vera fulltrúi flokks sem aðhyllist frjálst markaðskerfi, og vinna að félagslegum byggingarframkvæmdum fyrir utan slíkt kerfi? ,,Það má ekki gleyma því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur getað státað af því, að vera frjálslyndur flokkur, og þrátt fyrir það að vera einstaklingshyggjuflokkur, þá styöur hann og leggur áherslu á félagslega þætti, — styður þá sem stuðning þurfa til að verða sjálfum sér nógir. Það er nokkuð stór hópur manna, sem hefur ekki möguleika á að eignast eigið hús- næði á almennum lánakjörum, vegna þess hve lánin eru lág. Sumir segja, að þessu fólki eigi að hjálpa með því að byggja leiguíbúðir. Það tel ég rangt nema í undantekningatilfellum. Það er ekkert ódýrara fyrir hiö opinbera að byggja leiguíbúðir, en íbúöir sem seldar eru fólki með góðum lánakjörum. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.