Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 29
Félagslegar byggingaframkvæmdir sem miða að því, að sem flestir geti búió í eigin húsnæði eru fullkomlega í anda sjálfstæðisstefnunnar. — En er ekki verið að setja upp nýtt kerfi við hliðina á hinu almenna? Annars vegar er frjáls markaður, sem er öllum opinn, en hins vegar er það þetta félagslega kerfi. Á ibúðum í því kerfi eru síðan alls kyns kvaðir, sem varða sölu þeirra og verð. Hér eru tvö kerfi við hliðina á hvoru öðru. ,,Já það er rétt, en meöan ekki er fjármagn fyrir hendi til þess að gera öllum kleift að byggja á hinum almenna markaði, sem er æskilegast, þá veröum við að fara næst bestu leiðina. Ég er þeirrar skoðunar að stefna beri að því að lána öllum 80% af byggingakostnaði, en það hefur ekki reynst unnt vegna fjárskorts. Varðandi kvaðirnar á félagslegu íbúðunum, þá er það ekki óeölilegt, að fólk, sem fær miklu meiri fyrirgreiðslu en aðrir, gangist undir ein- hverjar kvaðir varðandi íbúðirnar." Frjálsi opnunartíminn — Það er yfirlýst stefna þíns flokks að vera fylgjandi frjálsræði t verslunarmálum og þess vegna er hann fylgjandi frjálsum opnunartíma verslana. Þú ert á annarri skoðun. Er það vegna þess, að þú ert formaður VR? ,,Nei. í starfi mínu hjá VR hef ég hins vegar öðlast mikla þekkingu á högum afgreiðslufólks. Ég skal vera fyrstur manna til þess að viður- kenna að sem mest frelsi eigi að ríkja í af- greiðslutíma verslana og aö efalaust megi hagræða honum frá því sem nú er. Við verðum þó að gera okkur grein fyrir því, að þótt menn aðhyllist frelsi, þá er því fyrst hætta búin þegar menn hætta að setja sér leikreglur. Ástæöan fyrir því að ég vil reglur er sú, að það er mjög skýrt samband á milli afgreiðslutíma verslana og vinnutíma þess fólks, sem í þeim vinnur. Þeim mun lengri sem afgreiðslutíminn er, þeim mun lengri er vinnutíminn. Sumir segja að hægt sé að koma á vaktavinnufyrirkomulagi. Menn verða þó að skilja að slíkt útheimtir tvöfalt starfsliö, sem aö sjálfsögðu kostar stórpening og lendir um síðir á neytandanum að greiöa í formi hærra vöruverðs. Ég vil minna á, að í dag er launaliðurinn milli 50 og 60% af rekstrarkostn- aði verslana. Þannig myndi aukið starfslið segja fljótt til sín í hærra vöruverði. I heild eykst neysla nánast ekkert með lengri verslunartíma, sömu innkaup dreifast aðeins á lengri tíma." 9000 manna félag — Hvers konar félag er Verslunarmannafé- lagið? Eru láglaunamenn fjölmennir þar? ,,( VR eru rúmlega 9000 manns og það fólk vinnur mjög fjölbreytileg störf. Það er fyrst og fremst þjónustustarfsemi, sem það stundar og innan félagsins eru láglaunahópar, fólk sem tekur laun samkvæmt lágmarkstöxtum. Einnig er innan VR fólk, sem er á nokkru hærri launum, enda semur VR fyrir störf, sem ná allt upp í stjórnunarþætti fyrirtækja, og margt af félagsfólkinu hefur lagt á sig langa skólagöngu og gegnir mjög ábyrgðarmiklum störfum, sem eðlilegt er að greitt sé meira fyrir. Það verður þó að taka það fram, aö okkar taxtar koma beint fram í launatöflunni, því það er ekki um neina kaupauka eða álög að ræöa. Því er auðvelt að gera sér grein fyrir hvað hvert starf gefur í aðra hönd." — Er VR alfarið félag þeirra sem vinna við verslun? ,,Nei. Flestir félaganna eru verslunar- og skrifstof ufólk, en starfsheitin í núgildandi samningum eru alls sjötíu. Afgreiðslustörf eru mjög mismunandi eftir greinum verslunar, auk afgreiðslustarfa hjá flugfélögum, í bíóum, bif- reiðastöðum, gestamóttöku á hótelum, o.s.frv. Skrifstofustörfin eru einnig mjög margbreytileg. Félagar innan VR vinna m.a. á skrifstofum, hjá iðnaðarfyrirtækjum, tryggingafélögum, skipafé- lögum, heildsölum o.s.frv. Þannig að hægt er að segja, að við semjum fyrir mjög breiðan hóp manna." — Innan VR er mjög sterkur lífeyrissjóður og svo byggingafélag. ,,Já. Byggingafélagið var stofnað 1976 og í því eru eingöngu VR félagar. Árið 1977 fengum við úthlutað lóð og þar hefur verið reist fjöl- býlishús með 24 íbúðum, sem félagsfólk hefur fengið á mjög hagstæðu verði. Við höfum því miður ekki fengið úthlutað annarri lóð, til þess að halda þessu áfram frekar en önnur bygg- ingarfélög. Lífeyrissjóðurinn er með öflugri lífeyrissjóðum á landinu. Á síðasta ári fór um 65% af ráð- stöfunarfé sjóðsins til útlána og hluti af þeim 35% sem eftir voru fóru til lánasjóða fyrirtækja, þar sem okkar fólk vinnur. Þetta er gert til þess að auka öryggi fólksins atvinnulega séð." „Ekki mikið þótt kaupið hækki um 5%“ — Samningaviðræður verslunarmanna og atvinnurekenda hafa verið í gangi um nokkurn tíma. Hver er staðan í dag? „Samninganefnd Alþýðusambands íslands, sem við erum aðilar að, hefur farið fram á 5% grunnkaupshækkun á taxta félaga innan ASÍ. Það er á þeim töxtum, sem flestir eru á bilinu 246 þúsund krónur í þrjúhundruð þúsund krónur, en geta verið hærri í gegnum bónus- kerfi, uppmælingu eða þess háttar. Ég veró að segja, að það getur ekki verið mikil hækkun, þótt þessir almennu taxtar hækki um 5%. Þeir eru langt undir því marki, sem viðurkennt er að dugi til þess að lifa sómasamlegu lífi. Það sem bjargar mönnum er mikil yfirvinna og fleiri en einn úr fjölskyldu vinna úti.“ — Er ekki mikil hætta á því, að ef til kauphækkana komi, þá fari þær út í verðlagið eins og alltaf, og verðbólgan aukist? 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.