Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 33
Forystan fjarlægist launþegann — Hefur forysta verkalýðshreyfingarinnar ekki fjarlægst hinn almenna launþega æ meir á síðustu árum? ,,Því er ekki að neita, að það hefur orðið töluverð breyting á starfsemi verkalýðsfélag- anna frá upphafi. Vinnutími fólks er orðinn allt annar og tími til frístunda hefur breyst mikið. Starfsemi stéttarfélaganna er þó í fastari skorðum en áður. Verkalýðshreyfingin hefur fyrir löngu verið viðurkennd sem lögformlegur samningsaðili. Áður þurftu félög að heyja harða baráttu fyrir þessum rétti, sem nú þykir sjálf- sagður. Sú barátta þjappaði launþegum saman og efldi þá í félagsstarfinu. Breyttar aðstæður hafa leitt til þess, að þátttaka félagsmanna í starfi er nú yfirleitt minni en áður. Verkefnið sem forysta verkalýðsfélaganna þarf að vinna að er að nálgast launþegann m.a. með því að fara meira út á vinnustaöina og ræða við menn og skaga þannig aukin tengsl við félagsfólkið. Ég hef einmitt í hyggju að gera þetta skipu- lega.“ — Hvað með hlutfallskosningu í verkalýðs- félögin? Það orð hefur farið af sumum þeirra, að þau séu ólýðræðislega uppbyggð. ,,Það er nauðsynlegt aö verkalýðshreyfingin tileinki sér sem lýðræðislegust vinnubrögð á hverjum tíma. Hlutfallskosningar geta verið liður í því. Málið er þó ekki svo einfalt, að með hlutfallskosningu sé fundin einföld patentlausn, sem tryggja myndi aukið lýðræði, og gefa myndi launþeganum meiri rétt en nú er. Hlut- fallskosningum fylgja hættur sem varast ber. Hlutfallskosningar myndu þýða grundvallar- breytingar á skipulagi verkalýðshreyfingarinnar. Ef einhverjar breytingar á að gera, þá verða þær að koma frá félagsmönnunum sjálfum. Það er ekki heppilegt að slík tilskipun komi frá löggjafarvaldinu. Það er viðbúið að hlutfallskosningar geti leitt til mikilla pólitískra átaka í verkalýðshreyfing- unni, þar sem hver flokkur færi að kapþkosta að ná sem mestum itökum í henni. Að auka á pólitísk átök væri mjög alvarlegt og síst til þess fallið að auka á lýðræðisleg vinnubrögð. Reynslan sýnir að slíkt myndi veikja samtökin i þeirri baráttu, sem þau eru fyrst og síðast stofnuð til, þ.e. að vinna að bættum lífskjörum félagsmanna þeirra. Þessum hættum er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir, þegar þeir vilja stefna að því markmiði, að koma á hlutfallskosningu í verkalýðshreyfingunni." „Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 stailsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningunni iokinni tilnefnir við- komandi verkalýðsfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki við- komið skuli trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi verkalýðsfélagi. Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn.“ Svo segir í fyrstu grein í kjarasamningi Verslunarmannafélags Reykjavíkur um trúnaðarmenn á vinnustöðum. Verslunarmanna- félag Reykjavíkur er eitt af stærstu launþegafélögum landsins með um 9000 félagsmenn og hélt það fyrir skömmu námskeið fyrir hluta af sínum trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Á námskeiðinu voru um 20 manns og var farið í gegnum þau helstu atriði sem trúnaðar- mönnum er nauðsynlegt að kunna skil á í starfi sínu. Stjórnandi námskeiðsins var Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur Verslunar- mannafélagsins. Hann sagði í viðtali við Frjálsa verslun, að nám- skeiðið hefði verið heilsdags námskeið. „Farið var í gegnum ágrip af sögu Verslunarmannafélagsins og skipulag og starfsemi þess, auk þess sem verkefni og staða trúnaðarmanna var kynnt og skýrð samkvæmt vinnulöggjöfinni.“ Megináhersla var lögð á eftirfarandi þætti: Ágrip af sögu VR, flutt af Guðmundi H. Garðarssyni, skipulag og starfsemi VR, flutt af Magnúsi L. Sveinssyni, verkefni og staða trúnaðarmanns, flutt af Elís Adolphsyni og Gunnari Guðmundssyni, lögfræðingi, atvinnuleys- istryggingar og fæðingarorlof, fiutt af Eyjólfi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Atvinnuleysistryggingasjóðs, „Heilbrigðislöggjöfin og vinnustaðirnir" flutt af Þórhalli Halldórssyni, forstöðumanni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, „öryggismál á vinnustöð- um“, flutt af Eyjólfi Sæmundssyni öryggismálastjóra. Menntun trúnaöar- manna * a vinnu- stöðum 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.