Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 40
adutan Robinson Krúsó frjálshyggjumaður eða sósíalisti? Robinson Krúsó er uppáhald hagfrœðinga. Karl Marx kallaði hann „ Vinur okkar Robinson“ til þess að útskýra hugtakið „verðmœti“fyrir nemendum, sem voru seinir til. Frjálshyggjumenn nota einnig reynslu Robinsons Krúsó til að sanna sitt mál. Allir vilja eigna sér hann, því að viðbrögð hans eru í samrœmi við okkar, ef við yrðum skipreka á eyðieyju. En hver er afstaða Robinsons Krúsó? Er hann frjálshyggjumaður eða sósíalisti? Við getum ekki spurt hann beint, en við getum borið efnahagsstarfsemi hans sam- an við sósíalisma eða frjálsan markaðsbúskap og myndað okkur eigin skoðun. Sjálfsbjargarviðleitni og óskin um aö búa í haginn fyrir sjálfan sig hvetur til ákveðinna viðbragða hjá sérhverjum skipreka einsetu- manni á eyðieyju. Til aö byrja með veiðir hann fisk með tvær hendur tómar. Hann heldur síðan fisk- veiðunum áfram, en hann éturekki allan fiskinn! jafnvel þótt það þýði tímabundið hungur. Hann þurrkar þann fisk, sem hann étur ekki, og geymir hann til framtíðarinnar. Hann lifir á þurrkuðum fiski á meðan hann safnar vínberjum og býr sér til fiskinét. Með netinu get- ur hann veitt fisk á skemmri tíma eða veitt meira heldur en áður, og meira en hann getur torgaö. Hann lifir því á viöbótaraflanum á meðan hann býr sér til föt, reisir sér hús, gerir við netið, fangar og temur geitur o.s.frv. Á tungumáli hagfræðinnar sam- einar einsetumaðurinn fyrst vinnu og náttúruauölindir, þ.e. fram- leiðsluþætti, til þess að framleiða neyzluvörur, er duga honum til lágmarksframleiðslu. Því næst fórnar hann neyzlu í nútíðinni í skiptum fyrir uppskeru í framtíð- inni.Hann sparar. Hann fjárfestir sparnáð sinn og með sparnaðin- um, vinnu sinni og náttúruauö- lindum býr hann til fjármagn. Fjármagnið gerir honum kleift að bæta framleiðnina og auka framleiðsluna. Hann framleiðir meira helduren hann neytir. Hann hagnast. Hann breytir hluta hagn- aðarins í nýjar neyzluvörur til þess að bæta lífskjör sín: Hluti fer í að endurnýja það fjármagn, sem hann hefur, og hluta er varið í nýtt fjármagn til þess að bæta lífskjör hans í framtíðinni. Fræöimenn deila um að, hvort viðbótaraflinn, sem Robinson Krúsó veiddi, sé laun, hagnaður, vextir eða allt þetta þrennt og sé það hagnaður, þá deila þeir um uppruna hans. Við, sem nennum ekki að deila um aukaatriði, get- um séð, að Robinson Krúsó hagnaðist. Hann hagnaöist á net- inu, sem hann þurfti að líða skort til afla sér. Ef netið hefði brugðist, hefði hann tapaö þeim tíma og þeim máltíðum, sem hann fórnaði til að búa það til. Hann tók áhættu og hún borgaði sig. Sósiálistar halda því fram, að reynsla Robinsons Krúsó lýsi yfir- buröum miðstýrðs efnahags- skipulags yfir frjálsum markaöi og sýni möguleika mannkynsins, 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.