Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 61
Keppinautar sameinast Hervé-Gruyer, stjórnarformaöur fyrirtækis þeirra Karr segir aö þeir félagar hafi flogið frá París til Moskvu sautján sinnum áriö 1977 til aö sinna minnispeningamálinu. Þeim virtist ganga vel að fá forráðamenn á sitt band. En óvinurinn var hvarvetna. Og Rússarnir tóku þeim ekki síður vel. Niöurstaöa Rússanna var aö lokum sú að keppinautarnir sameinuðust. Og nú voru þeir Hammer og Karr félagar í myntsölu. Hammer vildi aö færri sætu að þessari gómsætu köku. Hann reyndi m.a. aö kaupa Leo Henzel frá United Euram út, en tókst ekki. Loks tókst honum meö brögðum að þvinga hann burtu. Henzel var hefnd í huga og lét nú hafa eftir sér í New York-blaðinu Jewish Week aö hann hefói verið flæmdur burtu frá minnispeningaútboðinu „bara til að pláss yrði fyrir góðvin Karrs, Gvishiani". Karr neitaði þessari sögu, en Cates, stjórnarformaður Loeb Thoades, sem einnig var spurður og hafði verið með í útboðinu, staðfesti sögu Henzels. Einhverra hluta vegna varð Cates að hætta i starfi mánuði síóar, en Henzel er í málaferlum við Occidental og Loeb Rhoades. Trúlega hefur fyrirsögn litla Gyðingablaðs- ins eyðilagt traust manna í Moskvu á Karr, en hún var: Forsvarsmenn Olympíuleikanna telja einn úr Kosyginfjöl- skyldunni viðriðinn viðskiptin. Endalokin urðu þau að samningnum um minnispeninginn var skipt í sex hluta. Financial Engineers, fyrirtæki Karr og Lazard fékk stærstan bitann af kökunni, 40% — en helm- inginn af því fékk Karr persónulega í sinn hlut. Occidental Olympíupeningar, slegnir í sllfur, gull og platínu eru seldlr um helm allan af fyrirtækl sem nefnist Numinter. Pening- arnir eru aðeins innleysanlegir í Sovétríkjunum og þá í rúblum. fékk 33%, Paramount Coin Co. í Columbus í Ohio fékk 10%, Loeb Rhoades 7%. Að auki fékk Lazard Brothers í London og Banque Nationale de Paris sín 5 prósentin hvor, enda höfðu þeir aðilar hjálpað til að fjármagna minnispeninga- málið. Nú stofnuðu þessir aðilar fyrirtækið Numinter B.V. til að annast sölu minnispeninganna um heim allan, nema í aust- antjaldslöndum, og gamall vinur Karr frá kvikmyndadög- unum, Charles Simonelli frá Technicolor, var ráðinn for- svarsmaður fyrirtækisins. Þann 30. september s.l. sagði Simonelli stöðunni lausri. Honum hafði þó tekizt vel upp, 3/í hlutar minnispeninganna voru seldir og höfðu skilið eftir álitlegan hagnað fyrir þá sem að fyrirtækinu stóðu. Hinsvegar virðist sem einn af hinum þöglu og trúverðugu félögum Karrs, Elíezer Preminger, hafi staðið aö tjaldabaki og gefiö hin góðu ráðin varðandi mynt- söluna. Preminger þessi var um skeið formaður Heþreska kommúnistaflokksins, og forstjóri Þróunarstofnunar (sraels. Karr hafði haft viðskipti við Preminger sem forstjóri Fair- banks Whitney og gerði samning við ísraelsmenn um fram- leiðslu á tækjum til að framleiða vélar til að losna við salt úr vatni. Preminger býr nú í Amsterdam og þverneitar að ræða viðskipti sín við Karr heitinn. Evia staðhæfir aftur á móti að Preminger hafi útbúið kerfi til að blása út alls konar kostn- aðarhliðar minnispeningasölunnar og jafnframt til að fela fyrir sovézkum yfirvöldum hagnaðinn af sölunni, þannig að yfirvöldin gætu aldrei séð hversu mikið Karr hagnaöist í raun réttri. Rússarnir grunuðu Karr um græsku ísraelskir leyniþjónustumenn sem aldrei hafa trúað að Karr hafi hlotið eðlilegan dauðdaga, gera því skóna að Rússar hafi komizt að raun um að Karr hafi hlunnfarið þá varðandi minnispeningasöluna. Þeir segja líka að Preminger hafi góðar og gildar ástæður til að þegja um samband sitt við Karr. Evia Karr fór oft með manni sínum til Rússlands og segir hið sama. Rússarnir hafi verið farnir að gruna mann sinn um græsku í sambandi við þessa sölumennsku. Rússarnir höfðu þó enn betri ástæðu til að losna við Karr, segir ísraelska leyniþjónustan. Þeir staðhæfa að þeir hafi gögn sem sanni vopnasölu, sem fór um hendur Karr frá Sovétríkjunum til Libíu og til PLO, auk Uganda. Það sem Rússunum gramdist við það að þeir komust að því að hér hafði Karr haft brögð í tafli. Hann hafði rukkað Rússana um umboðslaun, — og líka móttakendurna! Það virðist eins og það muni taka félaga David Karrs, erfingja og þá kannski lögregluyfirvöld, langan tíma, áður en greitt verður úr flækjunni og leyndarmál hans færð upp á yfirborðið. Hann virðist hafa verið hreinn meistari í að fela eitt fyrirtækið með öðru. Síðustu árin var hann búinn að spinna gífurlega flókið net af pappírsfyrirtækjum í Sviss, Lichtenstein og Jersey-eyju, ásamt aragrúa útibúa og systurfyrirtækja, sem gerðu það að verkum aö afskaplega erfitt er að rekja hagnaðinn af svo flóknum samningi sem samningurinn um Olympíupeningana var. Það verður líklega einnig seinlegt verk að gera sér nokkra viðhlítandi grein fyrir manninum sjálfum, lífi hans og dauða, því eftir öll þau störf, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur, varð þaö aldrei Ijóst hvað fyrir honum vakti í raun og veru. Var hann bara slægvitur þorpari, sem treysti á það að eignast vini í háum stöðum? Eða var hann enn ægilegri, reiðubúinn til að svíkja samstarfsfélaga sína og föðurland sitt? Eða var hann kannski, eins og Andrew sonur hans sagði: „Bara að leika sér á ölduborðinu í hinum úfna sjó viðskiptalífsins, bíðandi eftir að finna hina fullkomnu öldu til að fleyta sér á land." 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.